Óveður framundan

Er allt klárt?

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið í dag og búist er við að óveðrið standi fram á miðvikudag. Gott er að nota tímann áður en veðrið skellur á og ganga vel frá öllum lausum hlutum svo að þeir fjúki nú ekki út í veður og vind. Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum til dæmis á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar