Ráðleggingar um mataræði

Heilsueflandi samfélag

Seyðfirðingar ættu allir að hafa fengið (ísskáps)segul frá Heilsueflandi samfélagi um síðustu helgi. Á seglinum eru ráðleggingar varðandi val á heilsusamlegu mataræði og samsetningu næringar. Nemendur í 9. og 10. bekk báru seglana út um leið og seld voru konudagsblóm. Ef einhverjir hafa ekki móttekið segla má nálgast þá hjá verkefnastjóra HSAM / þjónustufulltrúa.

Hægt er að nálgast nánari ráðleggingar um mataræði hér.

hsam