Regnbogagatan máluð

Allir saman!

Slíkur er samtakamátturinn á Seyðisfirði að þegar sást að rigningarspá var fyrir áætlaðan málningardag hinnar heimsfrægu Regnbogagötu, var hóað saman fólki og gatan máluð í blíðunni í dag. Páskagestir á Seyðisfirði munu því geta notið sín og myndað nýmálaða götuna í bak og fyrir í næstu viku.

Bærinn leggur til málningu og annað efni, en yfirleitt er nóg af sjálfboðaliðum til að vinna verkið. Jafnvel áhugasamir ferðamenn taka sér pensil í hönd og hjálpa til.