Regnbogagatan okkar!

Loksins komið gott veður á Austurlandi
Mynd : Elena Pétursdóttir
Mynd : Elena Pétursdóttir

Starfsmenn í unglingavinnunni á Seyðisfirði skerptu á litunum í Regnbogagötunni í morgun, líklega mest mynduðu götu Austurlands. Þetta átti vel við, því eins og staðan er núna er blíðskaparveður á Seyðisfirði og tilvalið að taka myndir. Þess má einnig geta að Seyðfirðingar telja sig afar vel að blíðunni komna eftir mikla kuldatíð í vor og það sem af er sumri.

hsam