Sameinuð sveitarfélög?

Kosið verður 26. október

Nú styttist óðum í kosningar! Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.

Kosning fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði og verður opið frá klukkan 10 til klukkan 22.


Kosningarnar fara fram í samræmi við lög um kosningar til sveitarstjórna. Kosið verður í hverju sveitarfélagi fyrir sig og ræður einfaldur meirihluti atkvæða niðurstöðunni. Til að sameining verði samþykkt þarf meirihluta atkvæða í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Verði tillagan ekki samþykkt í öllum sveitarfélögunum, er heimilt að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúar samþykktu, að því gefnu í þeim búi að minnsta kosti 2/3 íbúanna og að 2/3 hluti sveitarfélaganna samþykki.

Hægt er að kjósa utankjörstaðar alveg fram á kjördag. Utankjörstaðarkosning fer fram hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands erlendis.

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosninga er 5. október næst komandi en kosningarnar fara fram þann 26. október 2019. Sjá frétt.

Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eru eindregið hvattir til að kynna sér málin vel og vandlega.

Hér má sjá upptökur frá íbúafundunum 7.-10. október síðast liðnum.

Rúmlega 3500 manns á kjörskrá.


Íbúafundur verður haldinn 8. október næst komandi í Herðubreið, Seyðisfirði. Fundinum verður streymt í gegnum facebook síðu kaupstaðarins.


Upplýsingabæklingur um sameiningartillöguna.


Allar upplýsingar má finna á svausturland.is

hsam