Seyðisfjörður valinn

Tilraunasveitarfélag í húsnæðismálum

Félagsmálaráðherra kynnti sjö tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum í gær, 13. desember, og gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður er eitt þeirra. Hin sex sveitarfélögin eru  Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð og Vesturbyggð.

Tilraunaverkefnið getur meðal annars falið í sér nýbyggingar, endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði eða breytingar á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirmynda eru lausnir frá Noregi en stórt hlutfall sveitarfélaga þar hefur tekist á við sambærilegar áskoranir og íslensk sveitarfélög á landsbyggðinni

Tilraunasveitarfélögin eru hvött til samstarfs við Bríeti, nýstofnað landsbyggðarleigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs.

Frétt fengin af vef Íbúðalánasjóðs

hsam