Símalaus samverudagur

Sunnudagur 3. mars

Samkvæmt dagatali Heilsueflandi samfélags er lagt upp með símalausum samverudegi næst komandi sunnudag, 3. mars. Símalaus samverudagur gengur út á það að símanum eða snjalltækinu er lagt frá klukkan 9 til klukkan 21 þann daginn. Með þessu vill Heilsueflandi samfélag gjarnan vekja athygli á þeim áhrifum sem notkun snjallsíma hefur á samskipti og tengsl foreldra og barna. 

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að taka þátt í þessu átaki, íhuga hvað er hægt að gera í staðinn fyrir skjánotkunina og njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum.

Heilsueflandi samfélag leggur upp með tvo símalausa samverudaga á árinu 2019, sá síðari verður sunnudaginn 3. nóvember. Þá verður einnig reynt að mæla þátttöku bæjarbúa, það er sjá hvort og hvernig gengur að leggja símanum og styrkja samveruna. Eins væri gaman fyrir verkefnastjóra að fá upplýsingar um hvernig gengur nk. sunnudag, netfang eva@sfk.is

hsam