Sjóselir í Vogue

Seyðfirðingar fara á ströndina
Mynd fengin af vef.
Mynd fengin af vef.

Ljósmyndarinn Chantal Anderson var stödd á Seyðisfirði fyrr í sumar. Andersen kynntist Seyðisfirði fyrst árið 2015, þegar hún dvaldi í gestavinnustofu Skaftfells.

Í verkum Anderson spilar sundmenning stóran hluta og hefur hún ferðast um heiminn af því tilefni, meðal annars til okkar á Seyðisfjörð í sumar. Í tískutímaritinu Vogue, þar sem þemað er "Strandvika", er falleg grein og stór glæsilegar myndir, sem Anderson tók hér á sjálfan sjómannadaginn.

Anderson var meðal annars uppnumin af hörku seyðfirsku sjósundselanna í ísköldu vatninu, því að hægt sé að nota ýmsan sjávargróður eins og fegrunarvörur og einnig hvernig sjósundfólk notar sjósund sem "meðferð" við sólarleysinu og skammdeginu.

Hér má sjá umfjöllun Anderson og fleiri myndir.

Sjóselir í Vouge