Skaftfell 20 ára

Afmælissýning- og veisla

Í sumar eru liðin 20 ár frá stofnun Skaftfells, menningarmiðstöð og því ber að fagna. Laugardaginn 16. júní klukkan 16:00 verður slegið til veislu þegar sumarsýning Skaftfells, K A P A L L, opnar í sýningarsalnum og í kjölfarið verður boðið upp á afmælisdagskrá klukkan 16:30 í garðinum með léttum veitingum.

Fagnið með okkur, allir sem einn.