Skemmtiferðaskip í firðinum

Alltaf líf og fjör á Seyðisfirði
AidaCara
AidaCara

Í gærkvöldi kom skemmtiferðaskipið Star Pride til Seyðisfjarðar, það stoppar til klukkan 13:00 í dag. Um borð eru um 200 farþegar. AidaCara, skemmtilega skreytt skip, er hér úti í firði og staldrar við til klukkan 17. Um borð eru 1.100 farþegar. Ekki má svo gleyma Norrænu gömlu góðu, en það verður örugglega eitthvað tjútt í kringum hana enda ein af stóru sumarferðunum. 

Á morgun, föstudag, er von á NG Oreon sem er leiðangursskip með um 150 farþega, það kemur klukkan 12:30 og verður í höfn til klukkan 00:00. Átta skemmtiferðaskipakomur eru áætlaðar til viðbótar í sumar, þær dreifast frá 18. ágúst til 25. september.