Kynning vegna snjóflóðavarnagarða
Kynningarfundur vegna snjóflóðavarnargarða á Öldunni og í Bakkahverfi verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið, fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 16:00.
Markmið fundarins er að kynna helstu niðurstöður frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði - Aldan og Bakkahverfi.
Dagskrá:
Ávarp, Hafsteinn Pálsson, Ofanflóðasjóði
Kynning á niðurstöðum frummatsskýrslu, Erla Björg Aðalsteinsdóttir, VSÓ Ráðgjöf
Umræður
Skipulagsstofnun hefur auglýst skýrsluna. Frestur til að koma með ábendingar eða athugasemdir er til 1. júní. Skýrsluna má skoða á síðu Skipulagsstofnunar; hér.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 1. júní 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Vegna fjöldatakmarkana sóttvarnarlæknis geta einungis 50 manns setið fundinn í einu, séu fleiri sem mæta verður blásið til annars fundar kl. 17:30.
Bæjarstjóri.