Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi

Kynning á drögum að matsáætlun

Seyðisfjarðarkaupstaður kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarkaupstaður er framkvæmdaraðili verksins og fer Framkvæmdasýsla ríkisins með umsjón þess. Mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.

Í drögum að tillögu að matsáætlun er m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:

  • Hvernig staðið verður að vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum
  • Helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar
  • Umhverfisþáttum sem kunna að verða fyrir áhrifum
  • Gögnum og rannsóknum sem lögð verða til grundvallar matinu                                                 

Drögin eru aðgengileg hér. Senda skal skriflegar athugasemdir eða ábendingar um drög að tillögu að matsáætlun á netfangið erla@vso.is eða VSÓ Ráðgjöf (b.t. Erla Björg Aðalsteinsdóttir), Borgartún 20, 105 Reykjavík.

Frestur til að senda inn ábendingar er til 27. mars n.k.