Sumarnámskeið, umsjón

Umsóknarfrestur til 7. júní
Mynd : leikjanámskeið 2009.
Mynd : leikjanámskeið 2009.

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn?

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um tómstunda/frístundanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára (fædd 2010-2013). Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun eða útivist hvers konar.

Ákveðin styrkupphæð kemur úr bæjarsjóði en heimilt er að bæta við námskeiðsgjaldi til að standa straum af efniskostnaði, nesti eða öðru sem börnin munu nota eða neyta.

 

  • Æskilegt er að námskeiðið standi yfir í 2-4 vikur.
  • Námskeiðshaldari þarf að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðila sem starfa með börnun og ungmennum í samræmi við æskulýðslög nr. 70 frá 2007.
  • Umsækjendur skili inn lýsingu á námskeiði með tímasetningum og upplýsingum um kennara í umsókn.
  • Umsóknarfrestur til 7. júní næst komandi.
  • Nánari upplýsingar gefur Jónína Brá, íþróttafulltrúi, í síma 470-2308.
  • Umsóknir sendist á netfangið sfk@sfk.is

hsam