Sumarstörf fyrir háskólanema

Tvö spennandi störf í boði

Seyðisfjarðarkaupstaður, í samstarfi við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi og Tækniminjasafn Austurlands auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa.
Ráðningatími er tveir mánuðir á tímabilinu 1.júní til 31.ágúst 2020, með möguleika á framlengingu.
Nemendur þurfa að leggja fram vottorð um skólagöngu fyrir vorönn 2020 og haustönn 2020.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Afls og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Leitað er að nemum sem hafa áhuga og grunn í annars vegar safnafræði, sagnfræði, þjóðfræði, mannfræði eða skildum greinum og hins vegar listfræði, myndlist eða tengdum listgreinum.

Helstu verkefni:

 

Tækniminjasafn Austurlands

  • Starfið felur í sér skráningu, flokkun og geymslu á munum safnins
  • Samskipti og afgreiðsla við safngesti
  • Fræðsla um safnkost Tækniminjasafnsins
  • Önnur tilfallandi verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni 

Viðkomandi þarf að:

  • Hafa áhuga og þekkingu á safnastarfi og skráningu muna 
  • Geta unnið sjálfstætt
  • Búa yfir þjónustulund og snyrtimennsku 
  • Góða skipulagshæfni

Góð ensku- og íslenskukunnátta nauðsynleg.

Nánari upplýsingar veitir Zuhaitz Akizu, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands // tekmus@tekmus.is

 

Skaftfell

  • Starfið felur annars vegar í sér að sinna gæslu sumarsýningar Skaftfells á 2. hæð og afgreiða í listbóka- og veggspjalda verslun miðstöðvarinnar sem og  léttar veitingar í Bistróinu á 1. hæð.
  • Kynna og miðla starfsemi Skaftfells, innihaldi sumarsýningarinnar og vörum sem eru í boði í verslun Skaftfells
  • Sinna einföldum verkefnum fyrir Skaftfell á borð við að yfirfara vörustöðu verslunarinnar, yfirfara veggspjalda arkív, ljósmynda arkív o.s.frv.

Viðkomandi þarf að:

  • Hafa áhuga og þekkingu á myndlist og menningu 
  • Geta unnið sjálfstætt
  • Búa yfir þjónustulund og snyrtimennsku 
  • Vera skapandi í framsetningu bóka og verka sem verslunin hefur upp á að bjóða.
  • Hafa áhuga á að búa til gott kaffi og sinna þjónustu á léttum veitingum Bistrósins.
  • Góð ensku- og íslenskukunnátta nauðsynleg.

Húsnæði getur fylgt starfinu á tímabilinu júní-ágúst.

Starfið hentar einstaklingi í listnámi.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, fræðslustjóri Skaftfells // fraedsla@skaftfell.is

 

Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt og kynningarbréfi með ástæðu umsóknar og vottorði frá háskóla. Umsóknir skal senda á netfangið jonina@sfk.is merkt „Sumarstörf háskólanema“. Smellið hér fyrir umsóknir.

Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2020.