Frá íbúafundi

Takk fyrir komuna kæru íbúar
Íbúafundur, 10.12.18.
Íbúafundur, 10.12.18.

Það var virkilega gaman að sjá hve margir íbúar komu til að heyra um og að taka þátt í umræðu um málefni samfélagsins þann 10. desember síðast liðinn. Það er mikilvægt að eiga þetta samtal og eins að eiga góða stund saman.

Teknar voru saman helstu niðurstöður úr óformlegri skoðanakönnun sem fram fór á fundinum og er henni deilt hér með til gamans. Þetta var aðeins tilraun til þess að opna samtalið og stefnan er að standa að faglegri skoðanakönnun meðal íbúa á forgangsmálum samfélagsins. Fyrst þarf að skýra betur kostnaðarliði verkefnanna sem bíða.

Það voru 28 manns sem skiluðu sínum hugmyndum á fundinum og hér að neðan sést hvernig þeir íbúar stilltu forgangsröðuninni upp fyrir fjárfestingar í A-hlutanum. Smella á myndina til að stækka hana.


Bæjarstjórn.

ibuafundur 10.12.18