Talþjálfun

Tilkynning frá Seyðisfjarðarskóla

Seyðisfjarðarskóli hefur gert þjónustusamning við fyrirtækið Tröppu um þjónustu talmeinafræðings fyrir börn í sveitarfélaginu. Trappa sérhæfir sig í margvíslegri fjarþjónustu og nú geta þeir sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda, greiningu og kennslu, fengið slíka þjónustu í gegn um fjarbúnað hér heima.

Sérkennararnir í leik- og grunnskólanum munu aðstoða við skráningu nemenda og tengingu við Tröppu en talþjálfunin mun fara fram í skólanum.

Sjá alla fréttina á vef Seyðisfjarðarskóla