The Raven‘s Kiss frumflutt í Herðubreið

Föstudaginn 23. ágúst

Ópera, The Raven’s Kiss, eftir Þorvald Davíð Kristjánsson og Evan Fein, verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst. 


The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum, fyrir 5 einsöngvara og litla hljómsveit. Söguþráðurinn í óperunni er eftir Þorvald Davíð Kristjánsson, en tónlistin eftir Evan. Sagan byggir á íslenskri þjóðsögu en verkið gerist í íslenskum firði sem er illa leikinn eftir skæða farsótt. Á einum bænum standa aðeins feðgarnir eftir en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að ókunnug, erlend kona siglir inn fjörðinn ein á bát.

Ravens kiss

Sungið á ensku en íslenskum texta verður varpað á skjá meðan sýningu stendur.

Tónskáld / Tónlistarstjóri / Leikstjóri: Evan Fein
Framkvæmdarstjóri: Berta Dröfn Ómarsdóttir
Textahöfundur: Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Þýðing: Bergþóra Ægisdóttir

Hlutverkaskipan:
Gísli - ungur sjómaður: Ólafur Freyr Birkisson
Baldur - faðir hans: Egill Arni Palsson
Helena - aðkomukona: Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Gunnar - lögregluþjónn: Bergþór Pálsson
Anna - dóttir hans: Berta Dröfn Ómarsdóttir

Hljómsveit:
Píanó: Sigurður Helgi
Flauta: Soley Thrastardottir
Fiðla: Charles Ross
Selló: Ragnar Jónsson

Staður: Herðubreið, Seyðisfirði

Tími: 23.ágúst kl. 20:00 / 24.ágúst kl. 20:00. Athugið, aðeins þessar tvær sýningar.

Hægt er að kaupa miða við inngang og einnig á tix.is