Tilkynning frá Bókasafninu

Rafbókasafn

Bókasafn Seyðisfjarðar er nú aðili að Rafbókasafninu sem gefur öllum viðskiptavinum safnsins kost á að tengjast þessu nýja safni og hlaða þaðan inn bókum án aukakostnaðar.

Þeir viðskiptavinir sem það kjósa, þurfa að fá „sitt númer“ á bókasafninu og velja sér aðgangsorð ásamt því að hlaða inn viðeigandi forriti á sitt tæki (síma eða Ipad).

Sjáumst á bókasafninu, bókaverðir.