Tilkynning til bæjarbúa

Hjálpumst að - það er svo gaman

Kæru Seyðfirðingar

Þá er komið að því að flytja bækurnar frá bókasafninu í Herðubreið inn í nýja bókasafnið sem staðsett er í Rauða skóla. Þetta er nokkuð verk og því viljum við biðja þau ykkar sem geta veitt hjálparhönd að mæta við Herðubreið milli klukkan 14 og 17 mánudaginn 14.ágúst n.k.

Endilega tökum sem flest þátt.

Athugið að við munum aflýsa flutningnum ef rignir. 

Kær kveðja Svandís og Solla.