Tilkynning til bæjarbúa

Húsahitun

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar fundaði um húshitunarmál þann 7. nóvember síðastliðinn, ásamt nýskipuðum hóp sem starfar með nefndinni. Á fundinn mættu einnig fulltrúar frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu og fulltrúi frá Austurbrú.

Verkefni nefndarinnar og hópsins voru kynnt og farið yfir það sem nú þegar er búið að gera og fjalla um. Fulltrúi Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins fór yfir samskipti ráðuneytisins og kaupstaðarins um aðkomu að málinu. Ráðuneytið mun í samstarfi við kaupstaðinn koma að vinnu til á fá fram sem farsælasta lausn á málinu.

Niðurstaða hópsins var að leggja til að mögulegar miðlægar lausnir verði í forgangi athugana og skoðaðar með hliðsjón af mögulegri lagningu hitaveitu frá Fljótsdalshéraði um Fjarðarheiðargöng.
Íbúar eru hvattir til að fylgjast með þróun mála og upplýsingum um málið á vef kaupstaðarins gagnvart því að málið leysist með heildstæðum miðlægum hætti, þannig að komist verði hjá stökum lausnum vegna hverrar fasteignar.

Atvinnu- og framtíðarmálanefnd og starfshópurinn mun funda með Hitaveitu Egilsstaða og Fella þann 14. nóvember nk.