Tillaga um verndarsvæði í byggð

Verkefnislýsing

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir hér með kynningu og opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér verkefnislýsinguna.

Samkvæmt lýsingunni verður gerð tillaga um að svæði á Öldu við Bjólfsgötu, Norðurgötu og Vesturveg verði verndarsvæði í byggð.

Opið hús verður í fundarsal Hafnargötu 28, Seyðisfirði, fimmtudaginn 16. nóvember n.k. kl. 16:00 - 18:00.

Á fundinum verður verkefnið kynnt, ásamt húsakönnun og fornleifaskráningu fyrir svæðið.
Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði eða á netfangið sigurdur@sfk.is til og með 3. desember 2017.

Hægt er að nálgast verkefnislýsinguna á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á bæjarskrifstofunni að Hafnargötu 44. Einnig er á heimasíðunni drög að fornleifaskráningu og húsakönnun.

Byggingarfulltrúinn á Seyðisfirði.