Tölvu-Skjárinn

Nýr seyðfirskur vefmiðill

Tölvu-Skjárinn er nýr Seyðsfirskur vefmiðill sem fór í loftið í lok febrúar. Að vefmiðlinum stendur Örvar Jóhannsson og er heiti miðilsins dregið af nafni vikublaðs sem foreldrar hans stóðu að útgáfu á um áratuga skeið, en blaðið bar nafnið Frétta-Skjárinn og kom síðasta tölublað þess út í árslok 2012.

Markmið Tölvu-Skjásins er að vera vettvangur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök, til að koma á framfæri fréttum, upplýsingum, greinum og öðru sem á erindi við gesti vefsíðunnar.

Síðan hefur farið rólega af stað en eins og við er að búast tekur það tíma fyrir nýjar síður að komast inn í daglegan nethring hjá fólki auk þess sem ætlunin er að fréttir og önnur efnistök byggist fyrst og fremst á innsendu efni. Vefurinn er og mun verða í stöðugri þróun og má fyrst um sinn búast við ýmsum breytingum á útliti og virkni síðunnar, en allt þó með það að markmiði að hafa hana sem aðgengilegasta og notendavænsta.

Tölvu-Skjárinn tekur á móti öllum tillögum varðandi efni og útlit síðunnar.  Ábendingar og hvað annað sem vilji er til að koma á framfæri má senda á netfangið tolvuskjarinn@tolvuskjarinn.com. Slóðin á síðuna er http://tolvuskjarinn.com, má einnig finna það hér á síðunni undir "Mannlíf - fréttir".