Tölvufíkn

Hvað er tölvufíkn?

Hvað er tölvufíkn?
Einkenni tölvufíknar geta verið mismunandi milli manneskja en það eru nokkur atriði sem benda til þess að tölvunotkunin sé að verða vandamál. Sem dæmi má nefna :

• að setja sér engin mörk
• að missa tímaskyn eða gleyma sér í tölvunni
• að eiga erfitt með að klára verkefni í vinnu eða heima
• eingangrun frá fjölskyldu og vinum
• sektarkennd eða varnarviðbrögð vegna tölvunotkunnar
• afneitun þegar bent er á vandamálið
• að líða betur fyrir framan tölvuskjáinn

Athuga skal að fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið. Undirliggjandi vandamál sem geta ýtt undir tölvufíkn eru til dæmis : kvíði, þunglyndi, streita, aðrar fíknir, félagsleg einangrun og fleiri félagslegir þættir.

Forvarnarfulltrúi kaupstaðarins vill gjarnan benda fólki á síðuna, tolvufikn.is, sem er hönnuð til að hjálpa foreldrum barna í tölvuuppeldinu, aðstoða tölvufíkla að takast á við fíknina og umfram allt, fræða almenning um tölvufíkn.

Upplýsingar fengnar af tolvufikn.is

hsam