Tónleikaröðin Bláa kirkjan

20 ára starfsafmæli tónleikaraðarinnar
Mynd frá tónleikum hljómsveitarinnar Sigurrósar, fyrir utan Bláu kirkjuna.
Mynd frá tónleikum hljómsveitarinnar Sigurrósar, fyrir utan Bláu kirkjuna.

Tónleikaröðin fagnar í ár 20 ára starfsafmæli sínu og minnist um leið annars stofnanda hennar, Muff Worden, sem lést árið 2006, langt um aldur fram. Í ár verða fjórir tónleikar, auk sérstakrar minningardagskrár um Muff. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tónleikar verða á miðvikudagskvöldum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og hefjast stundvíslega kl. 20.30.

Í kvöld, miðvikudag 4. júlí, mun Olga Vocal Ensemble ríða á vaðið með tónleikana It’s a Womans World, þar sem kvenkyns tónskáldum og flytjendum verður gert hátt undir höfði. 

Þann 1. ágúst verður flutt minningardagskrá um Muff þar sem tónlist í bland við önnur atriði verður flutt og sagt frá ævi Muff og störfum. Tónlistarmennirnir Bergþór Pálsson, Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir sjá um tónlistarflutninginn.

Muff Warden

Dagskrá sumarsins má sjá hér.

Verið velkomin í Bláu kirkjuna.