Um viðtal mánaðarins

Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins. Hugmyndin var að bjóða upp á persónuleg og einlæg viðtöl, eitt í hverjum mánuði, í heilt ár. Öll skyldu viðtölin hafa með ólíkar nálganir að gera á sama viðfangsefninu; hvað er heilsa og hvernig viðhöldum við henni.

Viðtölin eru 11 talsins og eru þau jafn ólík og þau eru mörg. Öllum viðmælendunum er þakkað innilega fyrir þátttökuna, þetta hefði aldrei verið hægt nema af því að þau sögðu öll "já". Einnig ber að taka það fram að margir stigu langt út fyrir sinn eigin þægindaramma í þessu verkefni og eiga þeir sérstakar þakkir skildar fyrir það. Hér að neðan eru þau 10 viðtöl sem þegar hafa birst. Lokaviðtalið verður birt næst komandi mánudag, 30. desember.

Gjörið þið svo vel. 

Janúar - Lárus Gunnlaugsson og Halla Gísladóttir
Febrúar - Ólafía María Gísladóttir  
Mars - Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir 
Apríl - Jonny og Ida
Maí - Ólafur Sigurðsson
Júní - Jóhanna Magnúsdóttir
Ágúst - Arnar Klemensson
September - Borgþór Jóhannsson
Október - Kristín Sigurðardóttir og Sigrún Ólafsdóttir  
Nóvember - Elfa Hlín Pétursdóttir

hsam