Úr myrkrinu í ljósið

Áhrifamikil ganga um miðja nótt

Gangan "Úr myrkrinu í ljósið" sem haldin var aðfararnótt laugardagsins 11. maí síðast liðinn heppnaðist mjög vel. Góð mæting var, eða milli 30 og 40 manns og einn hundur, gengu saman í snjókomunni út að háubökkum.

Gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2017, en það eru Píeta Samtökin á Íslandi sem standa fyrir henni. Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða. Gengið hefur verið síðast liðin þrjú ár á Seyðisfirði og eru það Ólafur Sigurðsson og Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir sem standa fyrir henni.

úr myrkrinu í ljósið 2019Úr myrkrinu í ljósið 2019

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Gengið er til styrktar Píeta samtökunum sem bjóða ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi.

hsam