Vegna stöðu Covid-19

Hætt við fyrirhugaðar tilslakanir

Sóttvarnalæknir hefur nú lýst því yfir að áætlaðar tilslakanir á samkomubanni munu ekki eiga sér stað. Gildandi takmörkun á samkomum (hámark 500 einstaklingar fyrir utan börn fædd árið 2005 og síðar) nær til 5. júlí 2020 kl. 23:59, sjá auglýsingu.

Náðst hefur góður árangur í þessu verkefni til þessa en með hækkandi sól er fólk fljótt að gleyma og úthaldið orðið minna. Þessi ákvörðun er tekin með hagsmuni almennings í huga. Fólk er hvatt til að skoða samfélagssáttmálann og vera vakandi yfir eigin smitvörnum (t.d. í fyrirtækjum og þess háttar) og smitvörnum í kringum sig.

Einnig er bent á leiðbeiningar embættis landlæknis til stofnana og fyrirtækja sem sinna ómissandi innviðastarfsemi, sem sveitarfélögin svo sannalega gera. Þær er að finna hér.

Gátlistar, ef upp kemur smit, er að finna hér.