Verkefni í menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á Austurlandi

16 milljónir á Seyðisfjörð

Þann 28. janúar var veittur 61 verkefnastyrkur úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð úthlutunar nam rúmum 60 milljónum króna. Þetta er fimmta úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans. 

Gaman er að segja frá því að til Seyðisfjarðar komu 16 milljónir króna. Meðal annars voru það Skaftfell sjálfseignarstofnun, LungA listahátíð ungs fólks, LungA Skólinn, List í ljósi, Tækniminjasafn Austurlands og Bláa kirkjan sumartónleikar sem fengu styrki.

Styrkþegum er öllum óskað innilega til hamingju.