Verum saman á aðventunni

Frá forvarnarfulltrúa

Nú er desember langt kominn og undirbúningur jólahátíðarinnar hafinn. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að njóta samvistanna með börnum sínum.

Alla jafna er mikið að gera í desember og fólk mikið á ferðinni. SAMAN-hópurinn er með jóladagatal sem minnir á mikilvægi samverustunda með fjölskyldunni. Dagatalið er hægt að sjá inni á fésbókarsíðu hópsins. Dæmi um samverustundir má nefna : baka saman, skoða jólaljósin saman, skera saman út laufabrauð, fara í sund saman, fara í göngutúr saman, spila saman, horfa á jólamynd saman og margt fleira í þessum dúr.

Aðaláherslan er á forvarnargildi þess að eyða tíma saman, hvort sem um er aðræða aðventu, jól eða áramót. Gleðilegar samverustundir.

 forvarnir_jol           forvarnir_aramot

hsam