Seyðisfjarðarskóli stækkar

Auka 160 fermetrar
Skólastýrur Seyðisfjarðarskóla, Þórunn Hrund skólastjóri og Svava aðstoðarskólastjóri, að vonum spen…
Skólastýrur Seyðisfjarðarskóla, Þórunn Hrund skólastjóri og Svava aðstoðarskólastjóri, að vonum spenntar með nýja húsnæðisviðbót.

Gaman er að segja frá því að tvö gámahús bárust með Norrænu til Seyðisfjarðar í vikunni. Húsin, sem til samans erum í kringum 160 fm2, á að nýta sem viðbót við skólahúsnæði Seyðisfjarðarskóla. Í gærmorgun voru húsin færð og staðsett ofan á grunninum við Rauða skóla en þar munu þau standa og tengjast skólanum. Mikil þörf er og hefur verið fyrir aukið rými innan skólans undan farin ár og verður þessi viðbót því kærkomin. Stefnt er að því að taka stofurnar í gagnið hið allra fyrsta.

Seyðisfjarðarskóla, kennurum, nemendum og starfsfólki er óskað innilega til hamingju með þessa kærkomnu auka fermetra.