COVID-19 viðbragðsteymi Seyðisfjarðar

Important informations - both in english and icelandic

KÆRU BÆJARBÚAR

ENGLISH BELOW.

Nú er komin upp sú staða að COVID-19 nálgast okkur óðum, þó að ekkert smit hafi greinst á Austurlandi þegar þetta er skrifað, er ekki útséð að smitaðir einstaklingar séu í landshlutanum. Eitt smit getur haft mikil áhrif í samfélagi eins og okkar. Hér er samantekt á því helsta sem íbúar eru hvattir til að kynna sér hvað þennan heimsfaraldur varðar.

Komi upp grunur um smit ber viðkomandi að hringja í 470-3066 sem er símanúmer fyrir Austurland, opið kl. 8:30-12 og 12:30-15:30 virka daga. Einnig má hringja í aðalsímanúmerið 1700 sem opið er allan sólarhringinn, þar er mikið álag svo við hvetjum fólk til þess að nota fyrra símanúmerið sé þess kostur. Í þessum númerum er hægt að leita hverskonar ráða er viðkemur COVID-19.

Upplýsingar bæði á íslensku, ensku og pólsku varðandi faraldurinn er að finna inn á vefsíðunni www.covid.is

Á Seyðisfirði er starfandi viðbragðsteymi undir stjórn bæjarstjóra, í teyminu eru lykilstarfsmenn kaupstaðarins. Teymið hittist einu sinni í viku og tekur stöðu mála varðandi þjónustu og opnanir stofnana kaupstaðarins. Almannavarnarnefnd Austurlands fundar sömuleiðis vikulega og hefur gert frá því í janúar. Tekin hefur verið ákvörðun um að frá og með miðnætti 23.03.2020 verði eftirfarandi stofnanir lokaðar þar til samkomubanni verður aflétt: Sundhöll, Íþróttahús, Bókasafn og Öldutún, félagsheimili eldri borgara. Félagsheimilið Herðubreið, bæjarskrifstofa, kaffistofur áhaldahúss, og hafnarvogar og skíðalyftum í Stafdal hefur einnig verið lokað. Íbúar eru hvattir til þess að hafa samband við bæjarskrifstofu í gegnum tölvupóst sfk@sfk.is eða í síma 470-2300.

Seyðisfjarðarskóli: Allar deildir starfa ennþá með takmörkun en um leið og upp kemur smit verður þeim lokað og fjarkennsla virkjuð þar sem því verður viðkomið. Viðbragðsáætlun vegna forgangshóps tekur við. Nánari upplýsingar á vefsíðu skólans og í fréttabréfum frá skólanum til foreldra. www.seydisfjardarskoli.is.

LungAskólinn starfar þar til önninni lýkur í apríl. 

Kjörbúð og Lyfja eru enn opin, fjarlægðartakmörk eru virt sem og strangasta hreinlætis gætt, frá Skaftfelli er hægt að fá heimsendan mat en þar er annars lokað fyrir gesti í sal.

Mikilvægt er að fólk gæti hreinlætis, fari eftir ráðleggingum landlæknis varðandi sóttvarnir, varist samgang sérstaklega ef um einstaklinga í áhættuhópum er að ræða. Íbúar eru hvattir til að vera vakandi fyrir einkennum og að leita ráða um leið og ef grunur vaknar.

Eitthvað er um litlar fjölskyldur í bænum sem hafa ekki afa, ömmur, frændfólk eða önnur skyldmenni sér til hjálpar ef veikindi koma upp. Einnig getur komið upp sú staða að einstaklingar þurfi hjálp með innkaup. Þeim sem lenda í erfiðleikum vegna þessa ástands er bent á að hafa samband við bæjarskrifstofu síma 470-2300 eða í tölvupósti á sfk@sfk.is. Unnið er að því að koma upp sjálfboðaliðahópi innanbæjar til hjálpar þeim sem á þurfa að halda vegna veikinda eða sóttkvíar.

Sé Fjarðarheiði lokuð og bráðatilfelli kemur upp tekur viðbragðsteymi Almannavarna Austurlands við.

Af gefnu tilefni biðjum við bæjarbúa um að setja ekki blautþurrkur hverskonar í salernið. Það hefur aukist mikið á tíma COVID og hefur valdið skaða á fráveitukerfinu.

Munið að við erum öll í þessu saman og verðum að hjálpast að.

 

Covid-19 viðbragðsteymi Seyðisfjarðar, 23.03.20


Dear residents of Seyðisfjörður

The situation now is that the COVID-19 virus is getting closer, even though no cases have been confirmed when this is written we can never be sure. Just one confirmed case can have a big impact on a small community like ours. This is a summary of what you should have in mind about this epidemic.

If infection is suspected then you should immediately call 470-3066, the phone number for East-Iceland, opening hours are 08:30-12:00 and 12:30-15:30 Mon - Fri. You can also call 1700, that number is open 24/7, but must deal with a lot of calls so we recommend that you use the first number. On both of those telephone numbers you can ask for general advice regarding COVID-19.

Information in Icelandic, English and Polish about the epidemic can be found on www.covid.is

In Seyðisfjörður we have a response team led by the mayor. The team consist of key employees in the municipality. The team meets once a week to assess the situation regarding the services and opening times of the services we provide. The civil protection committee for East-Iceland also meets once a week and has done so since January. A decision has been made that as of midnight 23.03.2020 the following services will be closed until further notice: swimming pool, sports centre, library and Öldutún the meeting place for the older residents. Herðubreið culture and community house, municipality offices, breakrooms in the service depot and harbour office and Stafdalur ski area have been closed to the public. Residents are encouraged to get in touch with the office if needed via e-mail sfk@sfk.is or telephone number 470-2300.

The school is still open for all age groups with some limitations but if an infection occurs then the schools will be closed, and the children will carry on their studies through computers at home. Contingency plan for priority groups will come into effect. For more information please check the school website www.seydisfjardarskoli.is and regular newsletters from the school.

The LungA school is operating to the end of the spring semester in April.

The grocery store Kjörbúðin and chemist Lyfja are still open. Please follow guidelines on social distancing and strict cleanliness. Skaftfell Bistro is closed for guests, but provides homedelivery service.

It is important that everybody takes great care when it comes to cleanliness, follows the guidelines issued by the surgeon general, avoid contact specially with the vulnerable. Stay alert to the symptoms and seek advice as soon as you think there is an infection.

Because of serious problems with the sewage system caused by people flushing all manner of things down the toilet, we ask you kindly to not put wet wipes of any kind down the toilets. We have noticed a big increase in this now with people taking precautions from the COVID virus.

There are some small families in the town that don´t have grandparents, parents, cousins or other relatives that can help if they become sick. Some individuals might need assistance with grocery shopping. If you have problems in those situations, please contact the municipality office telephone 470-2300 or e-mail sfk@sfk.is. We are working on establishing a group of volunteers that will assist in case of illness or quarantine.

If the road over Fjarðarheiði is closed and we have an emergency the contingency plan for East-Iceland will be activated.

Please remember that we are all in this together and need to help each other.

The COVID-19 response team for Seyðisfjörður, 23.03.2020