Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn á Seyðisfirði?

Spennandi starf!

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um sumarnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun og/eða útivist hvers konar. Einnig er umsækjendum frjálst að ákveða tímasetningu.

Ákveðin styrkupphæð kemur úr bæjarsjóði en heimilt er að bæta við námskeiðsgjaldi til að standa straum af frekari kostnaði.

Umsækjendur vinsamlegast skili inn lýsingu á námskeiði með tímasetningum og upplýsingum um kennara. Umsóknarfrestur til og með mánudagsins 15. apríl 2019.

Námskeiðshaldari þarf að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðila sem starfa með börnum og ungmennum í samræmi við æskulýðslög nr. 70 frá 2007.

Nánari upplýsingar gefur Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafulltrúi á dagny@sfk.is eða í síma 470-2308 / 865-5141.

hsam