Fréttir

Ákvörðun um matsskyldu - Mat á umhverfisáhrifum

Seyðisfjarðarhöfn - viðhaldsdýpkun

Á fundi bæjarstjórnar nr. 1725 þann 16. ágúst 2017 var tekin sú ákvörðun að viðhaldsdýpkun í höfninni á Seyðisfirði allt að 5000 m3 á um 4000 m2 svæði á nokkrum stöðum við bryggjur og bakka í höfninni og fyrir framan virka lækjar-, ár- og skriðufarvegi skv. gögnum frá Vegagerðinni skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísun í tl.2.04 í 1. viðauka og með hliðsjón af viðmiðum 2. viðauka sömu laga.
Lesa meira
Hver var Bjarna-Dísa?

Minningarskjöldur um Bjarna-Dísu

Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur í samstarfi við og af frumkvæði Kristínar Steinsdóttur rithöfundar unnið að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur sem lést á voveifanlegan hátt í Stafdal árið 1797. Skjöldurinn er kominn á vörðu í Stafdal og leiðin að vörðunni hefur verið stikuð (0,7 km).
Lesa meira
Íþróttamiðstöð

Aukin opnun í ágúst

Íþróttamiðstöðin verður opin allan daginn, frá og með miðvikudeginum 16. ágúst. Opið alla virka daga frá 8:00-19:00, en lokað um helgar. Vetraropnun hefst 1. september.
Lesa meira
Seyðisfjarðarskóli - nýtt lógó

Ný vefsíða

Gaman er að segja frá nýrri vefsíðu Seyðisfjarðarskóla. Foreldrar, forráðamenn og aðrir bæjarbúar eru eindregið hvattir til að skoða síðuna. Þar má finna margar gagnlegar upplýsingar, meðal annars upplýsingar um skólabyrjun í haust og innkaupalista fyrir nemendur.
Lesa meira
Pride fagnað í fjórða sinn á Seyðisfirði

Hýr halarófa

Laugardaginn 12. ágúst síðast liðinn var Hinseigin dögum fagnað í fjórða skipti á Seyðisfirði. Upphafsmaður viðburðarins var Snorri Emilsson. Árið 2015 var fyrsta formlega Gleðigangan haldin á Seyðisfirði.
Lesa meira
Alltaf líf og fjör á Seyðisfirði

Skemmtiferðaskip í firðinum

Í gærkvöldi kom skemmtiferðaskipið Star Pride til Seyðisfjarðar, það stoppar til klukkan 13:00 í dag. Um borð eru um 200 farþegar. AidaCara, skemmtilega skreytt skip, er hér úti í firði og staldrar við til klukkan 17. Um borð eru 1.100 farþegar.
Lesa meira
Ert þú fjallagarpur?

Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar

Gaman er að segja frá því að Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur staðið á bak við verkefnið "Fjallagarpur Seyðisfjarðar" í mörg ár. Það sem felst í verkefninu og þessari nafnbót er að klúbburinn hefur komið fyrir gestabókahirslum á sjö fjallatoppum við Seyðisfjörð.
Lesa meira
Hjálpumst að - það er svo gaman

Tilkynning til bæjarbúa

Kæru Seyðfirðingar Þá er komið að því að flytja bækurnar frá bókasafninu í Herðubreið inn í nýja bókasafnið sem staðsett er í Rauða skóla. Þetta er nokkuð verk og því viljum við biðja þau ykkar sem geta veitt hjálparhönd að mæta við Herðubreið milli klukkan 14 og 17 mánudaginn 14.ágúst n.k.
Lesa meira
Ráðið frá 25.ágúst 2017

Lausar stöður við Seyðisfjarðarskóla

Starfsmaður óskast í eftirfarandi störf sem öll samanlagt gætu myndað fulla stöðu.
Lesa meira
Spennandi tímar framundan

Margar hendur vinna létt verk

Nokkuð umfangsmiklar breytingar og uppbygging á sér stað í Seyðisfjarðarskóla um þessar mundir en í því samhengi verður notkun á húsnæði breytt og bætt í áföngum. Sem dæmi má nefna að hljóðvist í leikskólanum verður bætt og notkun á rýmum endurskipurlögð að nokkru leyti, stofur í Gamla skóla verða málaðar og aðstaða þar bætt en verk-og listgreinastofur verða allar fluttar í rauðu skólabygginguna. Innan skamms opnar í rauða skólahúsinu einnig glæsilegt sameinað skóla- og bæjarbókasafn með góðu aðgengi og aðstöðu fyrir alla bæjarbúa.
Lesa meira