Fréttir

Nýr bæjarstjóri

Auglýst hefur verið eftir nýjum bæjarstjóra á Seyðisfirði.
Lesa meira

17. júní á Seyðisfirði

Krakkablak Hugins, í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað, vinnur að því að setja saman dagskrá fyrir þjóðhátíðardaginn. Dagskráin verður borin í hús í vikunni. Meðal annars verður boðið upp á : hátíðlega athöfn í kirkjugarði, 17. júní hlaup barna, fallbyssuskot, skemmtidagskrá, babú-bíla og messu. Núna krossum við fingur að fá gott veður.
Lesa meira
Afmælissýning- og veisla

Skaftfell 20 ára

Í sumar eru liðin 20 ár frá stofnun Skaftfells, menningarmiðstöð og því ber að fagna. Laugardaginn 16. júní klukkan 16:00 verður slegið til veislu þegar sumarsýning Skaftfells, K A P A L L, opnar í sýningarsalnum og í kjölfarið verður boðið upp á afmælisdagskrá klukkan 16:30 í garðinum með léttum veitingum. Fagnið með okkur, allir sem einn.
Lesa meira

Endurvinnslan leitar að nýjum umboðsaðila

Endurvinnslan hf. auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka að sér móttöku á skilaskyldum umbúðum á Seyðisfirði, afgreiðslugámur fylgir. Umboðsaðilar þurfa að taka við drykkjarumbúðum, greiða út skilagjald og koma drykkjarumbúðum áfram til flutningsaðila. Umboðsaðilar okkar eru ýmist einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Endurvinnslunnar í síma 588-8522 eða á netfangið evhf@evhf.is.
Lesa meira
Bókasafn, Íþróttamiðstöð og Sundhöll Seyðisfjarðar

Sumaropnanir

Bókasafn Seyðisfjarðar verður opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 16-18 frá 1. júní og lokað á föstudögum. Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar verður opin sem hér segir í júní; mánudagar til fimmtudagar frá klukkan 8-20 og föstudagar frá klukkan 8-19. Lokað verður um helgar. Líkamsræktin er ekki opin utan auglýsts opnunartíma. Opnun í júlí og ágúst verður nánar auglýst síðar. Sundhöll Seyðisfjarðar er með sumaropnunartíma frá 1. júní. Opið alla virka daga frá klukkan 7-11 og 15-20, á laugardögum frá klukkan 13-16 og lokað á sunnudögum.
Lesa meira

Farfuglar – málþing

Í tæp 20 ár hefur Skaftfell verið gestgjafi listmanna og á þeim tíma tekið á móti rúmlega 250 listamönnum. Af því tilefni efnir Skaftfell til málþings laugardaginn 9. júní klukkan 13:00 um þessa mikilvægu starfsemi í sýningarsal miðstöðvarinnar.
Lesa meira
Fyrir alla, börn og fullorðna

Tónlistardeild Seyðisfjarðarskóla

Á næsta ári verður margt spennandi á boðstólum í tónlistardeildinni. Færst hefur í vöxt að fullorðnir stundi tónlistarnám, sem er einstaklega ánægjulegt en listadeild vill hvetja sem flesta til að skrá sig og taka þátt í starfi skólans. Hér er örlítið yfirlit yfir það sem stendur til boða á næsta skólaári.
Lesa meira
Það er ekki gaman að leika í hundakúk!

Burt með hundaskítinn!

Bæjarstjórinn fékk heimsókn frá 1. og 2. bekkingum í Seyðisfjarðarskóla í morgun. Þau óskuðu eftir fundi með bæjarstjóra til að vekja athygli hans á sóðaskap vegna hundaskíts á leikvellinum við Sundhöllina. Þau sögðust hafa hreinsað upp hundaskít í 3 poka þar.
Lesa meira
Dagskrá í mótun

Sjómannadagshelgin 2018

Krakkablak Hugins, í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað, mun bjóða upp á dagskrá á sjómannadaginn 2018. Dagskráin er í mótun, en von er á dreifibréfi í hús á morgun, fimmtudag.
Lesa meira
Afmælismót 2. júní

GSF 30 ára

Golfklúbbur Seyðisfjarðar eða GSF eins og hann er oft kallaður verður 30 ára laugardaginn 2. júní. Stofnfélagar voru 21 talsins og eru 5 þeirra virkir félagar enn þann dag í dag. Hagavöllur, sem formlega var vígður 2003, er í dag eftirsóttur 9 holu golfvöllur með góðu klúbbhúsi sem prýðir innkeyrsluna í bæinn. Klúbburinn telur 48 félaga og er því einn sá fámennasti á landinu.
Lesa meira