Fréttir

26. - 28. júlí

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins

Skemmtun fyrir alla fjölskylduna; tónleikar, tónlist, bryggjuball, sérsýningar, leiðsagnir og fleira. Frábær veislumatur og drykkjarföng að venju. Allir velkomnir.
Lesa meira
8. júlí til og með 5. ágúst

Lokað vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar er lokuð frá 8. júlí til og með 5. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bent er á vefsíðu kaupstaðarins www.sfk.is fyrir allar almennar upplýsingar / umsóknir / eyðublöð eða netföngin sfk@sfk.is eða adalheidur@sfk.is ef erindi telst brýnt.
Lesa meira

Laus störf

Vakin er athylgi á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
26. október 2019

Kosið um sameiningu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi.
Lesa meira
Nýtt dagatal

Sorphreinsun

Vakin er athygli á nýju sorphirðudagatali. Það sem breytist er að sorphirða færist yfir á þriðjudaga og uppröðun milla tunna breytist einnig.
Lesa meira
Frá því að ganga með súrefniskút til þess að hreyfa sig á nánast hverjum degi

Viðtal mánaðarins - júní

Margir Seyðfirðingar þekkja undan og ofan af ofur konunni Jóhönnu Magnúsdóttur og margra ára baráttu hennar við alvarleg veikindi. Jóhanna, sem hefur meðal annars farið tvisvar í beinmergskipti og gengist undir lungnaígræðslu, er ein af þeim sem má finna nánast á hverjum degi í einhvers konar hreyfingu á Seyðisfirði. Forvitnumst aðeins um leiðina hennar, frá veikindunum og þangað sem hún er komin í dag.
Lesa meira
Heitt vatn hinu megin við fjallið

Fjarðarheiðagöng myndu leysa málið

„Við gætum fengið heitt vatn frá Héraðinu. Það er alveg gerlegt. Þar er nóg af heitu vatni sem bíður okkar. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur að fá þessi göng,“ segir Aðalheiður í samtali við Fréttablaðið.
Lesa meira
Hefst miðvikudag 3. júlí klukkan 13

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka hefst miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13:00. Hann verður staðsettur á gamla rólóvellinum fyrir ofan Einsdæmi. Krakkarnir þurfa að koma með sinn eigin hamar og naglabox, endilega athugið með naglakrukkur og dollur í skúrum stórfjölskyldunnar ! Sagir verða á svæðinu en það má líka koma með sína eigin sög. Endilega merkið hamrana og naglaboxin.
Lesa meira
Loksins komið gott veður á Austurlandi

Regnbogagatan okkar!

Starfsmenn í unglingavinnunni á Seyðisfirði skerptu á litunum í Regnbogagötunni í morgun, líklega mest mynduðu götu Austurlands. Þetta átti vel við, því eins og staðan er núna er blíðskaparveður á Seyðisfirði og tilvalið að taka myndir. Þess má einnig geta að Seyðfirðingar telja sig afar vel að blíðunni komna eftir mikla kuldatíð í vor og það sem af er sumri.
Lesa meira
UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Landsmót 50+ í Neskaupsstað

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28.–30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel. „Við viljum hvetja Austfirðinga til að nýta sér þetta frábær tækifæri til hreyfingar,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA.
Lesa meira