Fréttir

Viðhaldi lokið

Opnun sundhallar

Mikil gleðitíðindi eru að geta tilkynnt opnun Sundhallar á nýjan leik, en hún opnar miðvikudaginn 7. mars næst komandi klukkan 16. Allir velkomnir í sund.
Lesa meira
Undanúrslit og úrslit

Viskubrunnur, önnur umferð

Önnur umferð í kvöld þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 20:00. Stálstjörnur – Öldugata frumkvöðlasetur, Skálanes – Bæjarskrifstofan, HSA– Afl og Frystihús – Seyðisfjarðarskóli. Miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 20:00 fara svo fram undanúrslit og úrslit.
Lesa meira
Fulltrúar Seyðisfjarðarskóla

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram á sal í dag, 23. febrúar. Nemendur 7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að þau Friðrik Helgi Ernuson og Gígja Helgadóttir yrðu fulltrúar Seyðisfjarðarskóla á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Egilsstaðaskóla þann 8. mars næst komandi. Til hamingju með flottan upplestur allir 7. bekkingar.
Lesa meira
Í Tækniminjasafninu - mánudagur 26. febrúar

Ákafi

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar.
Lesa meira
Ýmislegt um rafrettur

Frá forvarnarfulltrúm

Í janúar sameinuðust sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður um fræðslu um rafrettur, mögulega skaðsemi þeirra og úbreiðslu. Það var Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MA nemi í heilbrigðisvísindum, sem sá um að fræða bæði unglinga í grunnskólum sveitarfélaganna, ungmenni í Menntaskólanum á Egilsstöðum og foreldra/forráðafólk í sveitarfélögunum þremur.
Lesa meira
Úrslit

Viskubrunnur, fyrsta umferð

Úrslitin úr 1. umferð þriðjudaginn 20. febrúar : PG 22 - Öldugata 23, Skálanes 24 - Seyðisfjarðarskóli I 21, SVN / Frystihús 16 - Bræðslan 14, Bæjarskrifstofan 22 - Lions 19. Úrslit úr 1. umferð miðvikudaginn 21. febrúar : Seyðisfjarðarskóli II 20 - HSA 22, Gullver 20 - Stálstjörnur 21, Tækniminjasafn 13 - Seyðisfjarðarskóli III 22, Slysavarnadeild 20 - Afl 22.
Lesa meira
Föstudaginn 23. febrúar

Stóra upplestrarkeppnin

Eins og undanfarin ár tekur 7. bekkur Seyðisfjarðarskóla þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Keppnin hefst á hverju ári á Degi íslenskrar tungu, þann 18. nóvember. Skólinn heldur svo lokahátíð þar sem tveir nemendur er valdir til að vera fulltrúar skólans á Héraðshátíð Austurlands sem haldin verður í Egilsstaðaskóla.
Lesa meira
keppnir 20. og 21. febrúar kl. 20

Viskubrunnur, kvöld 1 og 2

Viskubrunnur hefst í kvöld, þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 20.00. Í kvöld keppa : PG stálsmíði – Öldugata frumkvöðlasetur, Skálanes – Seyðisfjarðarskóli; Ceres, Frystihús – Bræðslan og Seyðisfjarðarkaupstaður – Lions.
Lesa meira

Afsláttur á fasteignaskatti

Tekjulágum eftirlauna- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili á Seyðisfirði er veittur afsláttur af fasteignaskatti af samþykktu íbúðarhúsnæði, samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. 2.gr.
Lesa meira
Ljósin slökkt í kvöld

Skilaboð frá List í ljósi

Kæru Seyðfirðingar, Við munum slökkva á öllum ljósastaurum á milli 19:00-20:30 í kvöld. Takk fyrir skilninginn og stuðninginn Kærar kveðjur List í Ljósi.
Lesa meira