Fréttir

Nýtt tækifæri til stýringar á gestum

Staðarleiðbeiningar fyrir gesti á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður í samstarfi við AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) hefur útbúið staðarleiðbeiningar fyrir gesti sína: Seyðisfjörður kynnir nýtt tækifæri til stýringar á ferðamönnum Eins og Seyðfirðingar vita tekur bærinn á móti mörg þúsund skemmtiferðaskipafarþegum á sumrin. Skilaboðin til gestanna eru skýr „Verið velkomin í paradísina okkar, við viljum deila gleðinni með ykkur“. Í ár býður bærinn gesti sína velkomna með staðarleiðbeiningum.
Lesa meira
Lokað 17. maí

Tilkynning frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað föstudaginn 17. maí vegna árlegs vorfundar starfsmanna bókasafna. Opið aðra daga eins og venjulega. Bókaverðir.
Lesa meira
Á morgun, 14. maí

Dósa- og flöskusöfnun

Þriðjudaginn 14. maí, upp úr klukkan 17, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina.
Lesa meira
Áhrifamikil ganga um miðja nótt

Úr myrkrinu í ljósið

Gangan "Úr myrkrinu í ljósið" sem haldin var aðfararnótt laugardagsins 11. maí síðast liðinn heppnaðist mjög vel. Góð mæting var, eða milli 30 og 40 manns og einn hundur, gengu saman í snjókomunni út að háubökkum. Gangan var haldin í fyrsta sinn hér á landi árið 2017, en það eru Píeta Samtökin á Íslandi sem standa fyrir henni.
Lesa meira
Videóhljóðlistaverk og bók

Gullver NS-12

Árin 2012 og 2013 fóru Kristján Loðmfjörð og Konrad Korabiewski um borð í Gullver NS-12. Vídeóhljóðlistaverk þeirra með upptökum úr ferðinni hafa farið víða um heim og aukaefni sem tengist því er nú komið út í bókaformi. Auk þess að fara út með skipinu lögðust Kristján og Konrad í rannsóknarvinnu og fengu meðal annars aðgang að dagbókum skipstjóra og nýttu kafla úr þeim í verk sitt.
Lesa meira
Marco Polo

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins 2019

Fyrsta skemmtiferðarskip ársins kemur í Seyðisfjörð í dag, miðvikudaginn 8. maí. Skipið heitir Marco Polo og hefur komið oft áður til Seyðisfjarðar. Áætlað er að skipið verði við akkeri frá klukkan 12-17. Farþegar koma í land í léttabátum, en áætlaður farþegafjöldi er 771 manns og í áhöfn skipsins eru 330 manns. Það má því búast við margmenni á götum bæjarins í dag - sumarið er komið á Seyðisfirði!
Lesa meira
Ljúka megi framkvæmdum á næstu 10 árum

Skora á stjórnvöld að flýta snjóflóðavörnum

Hópur sérfræðinga og sveitarstjórnarfólks hefur sent stjórnvöldum áskorun um að auka fjárheimildir úr Ofanflóðasjóði og ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna. Eftir því sem verkið tefst eykst hættan á slysum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, segir ofanflóðasérfræðingur.
Lesa meira
Fjáröflun í krakkablaki

Álfasala SÁÁ

Dagana 7. - 12. maí fer álfasala SÁÁ fram. Fjármunirnir sem safnast eru notaðir til að greiða meðferð fyrir ungt fólk og tryggja að hægt sé að bjóða bestu fáanlegu þjónustu auk þess sem ákveðin upphæð af hverjum seldum álfi rennur til Krakkablaks Hugins. Með von um að vel sé tekið á móti sölumönnum, en álfurinn kostar 2500 krónur. Krakkablak Hugins.
Lesa meira
Komið til að vera!

Fyrsta göngumessan

Fyrsta göngumessan á Seyðisfirði var haldin síðast liðinn sunnudag, 5. maí. Hist var við útikennslustofuna og gengið inn í Fjarðarsel, þar sem boðið var upp á messukaffi, kex og ávexti. Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni, þar sem kórinn söng og presturinn predikaði. Veður var alls konar, en fínasta gönguveður þó gengið hafi á með éljum á stöku stað.
Lesa meira
Niðurfelling eða afsláttur

Fasteignaskattur

Seyðisfjarðarkaupstaður vekur athygli á því að viðmiðunarreglur varðandi afslátt / niðurfellingu á fasteignaskatti hafa verið samþykktar þær sömu og í fyrra.
Lesa meira