Fréttir

Frestur til 5. maí klukkan 12

Auglýsing frá kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar

Auglýsing frá kjörstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018. Frestur til að skila inn framboðslistum vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 26. maí 2018 rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 5. maí 2018.
Lesa meira
Laugardaginn 5. maí

Sveitarstjórnarkosningar

Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk. Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k. eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.
Lesa meira
Samstarfsverkefni við heilsueflandi samfélag

"Með augum einhverfunnar"

Aron Fannar Skarphéðinsson, í samstarfi við forvarnarfulltrúa kaupstaðarins, býður Seyðfirðingum upp á innsýn í heim einhverfs einstaklings. Elí Freysson, frændi Arons, gaf nýverið út lítið hefti sem ber nafnið "Með augum einhverfunnar" þar sem höfundar reynir að útskýra hvernig það er að vera einhverfur. Heftið er aðallega ætlað aðstandendum einhverfra einstaklinga, en er auðvitað holl lesning fyrir alla.
Lesa meira
Frumsamið verk frá a til ö

Skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla

Skólaskemmtun Seyðisfjarðarskóla var haldin í gær, 17. apríl, fyrir fullu húsi gesta. Í ár var þema skemmtunarinnar "Fjallakonan" og var sett upp sem sögnleikur. Allt verkið, hvort sem voru söngtextar, lög, söguþráður eða annað, var sett upp og samið af kennurum og nemendum, undir leikstjórn Halldóru Malínar Pétursdóttur.
Lesa meira
22.-29. apríl 2018

Bíllaus vika

Stýrihópur heilsueflandi samfélags vill hvetja Seyðfirðinga til að taka þátt í bíllausri viku. Vikan sem um ræðir er frá 22.-29. apríl næst komandi. Fólk er sérstaklega hvatt til að huga að notkun bifreiða sinna í þessari viku, skoða hvar, hvernig og hvort ekki er hægt að minnka notkun þeirra.
Lesa meira
Breytingar á högum heimahjúkrunar

Fossahlíð sinnir heimahjúkrun

Hinn 1. apríl 2018 fór Heilbrigðisstofnun Austurlands af stað með tilraunaverkefni til eins árs, með það að markmiði að efla heimahjúkrun á Seyðisfirði. Breytingarnar eru þær að heimahjúkrun mun framvegis verða veitt frá hjúkrunarheimilinu Fossahlíð í stað heilsugæslunnar áður. Með því fyrirkomulagi á að vera hægt að koma betur til móts við þarfir einstaklinga fyrir heimahjúkrun, en fram til þessa hefur þjónustan eingöngu verið í boði á dagvinnutíma á virkum dögum.
Lesa meira
Heimasaumaðir fjölnotapokar

Samfélagsverkefni með stóru S-i

Frábært samfélagsverkefni hefur verið í gangi á Seyðisfirði núna í tæpt ár, en það er "margnotapoka verkefnið". Það hófst í raun formlega þann 21. júní 2017 þegar Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir fór með 30 taupoka í Kjörbúðina. Verkefnið hefur verið í gangi síðan þá og hafa fjölmargir komið að því, með ýmsu móti. Til að byrja með var einnig hægt að bjóða upp á fría aðstöðu í Herðubreið þar sem hist var og saumað.
Lesa meira
Áfram Huginn!

Ný aðalstjórn Hugins

Þriðjudaginn 10. apríl tók við ný aðalstjórn hjá íþróttafélaginu Huginn. Fráfarandi stjórn fundaði með nýjum formanni og nýr gjaldkeri verður settur inn í verkefnin á næstunni. Örvar Jóhannsson er nýr formaður Hugins og Elena Pétursdóttir gjaldkeri. Bergþór Máni Stefánsson er þriðji meðlimur aðalstjórnarinnar.
Lesa meira
Grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Fjallkonan - söngleikur

Seyðisfjarðarskóli kynnir söngleikinn FJALLKONAN sem sýndur verður þriðjudaginn 17. apríl klukkan 17.30 í félagsheimilinu Herðubreið. Handrit & leikmynd: Nemendur Seyðisfjarðarskóla Leikstjórn: Halldóra Malin Pétursdóttir Frumsamin tónlist: Benedikt Hermann Hermannson
Lesa meira
Ekki fyrir ökutæki - ekki bílastæði

Sólveigartorg

Að gefnu tilefni er umferð og umgengni um Sólveigartorgið okkar til umræðu. Nokkuð er farið að bera á því að torgið er notað sem eins konar "hringtorg" og einnig er töluvert um að bílum sé lagt upp við Sundhöllina, á sjálfu torginu.
Lesa meira