Fréttir

Er þitt slökkvitæki í lagi?

Slökkvitækjaþjónusta

Að gefnu tilefni er sagt frá slökkvitækjaþjónustu, staðsettri hjá Brunavörnum á héraði (flugvellinum). Starfsemin felst í að slökkvitæki eru yfirfarin að því leyti sem þarf. Mælt er með því að farið sé yfir tækin einu sinni á ári og að skipt sé um blöndu á léttvatnstækjum á þriggja ára fresti.
Lesa meira
Lokað vegna veðurs

Gámaplan og dósamóttaka

Gámaplanið verður lokað í dag vegna veður. Opið á morgun föstudag á venjulegum tíma og laugardaginn frá klukkar 11-14. Dósamóttakan verður lokuð i dag en opin á laugardaginn frá klukkan 11-13. Þar verður einnig tekið á móti kertaafgöngum og áli undan sprittkertum i desember og janúar.
Lesa meira
Tilkynning - vont veður!

Frá grunnskóladeild

Kæru foreldrar og froráðamenn. Mikil blinda er nú úti og getur verið hætulegt fyrir börn að vera á ferðinni í bylnum. Því biðjum við ykkur að sækja börnin ykkar í skólann/skólaselið/íþróttahúsið í dag. Jafnvel þau elstu þurfa fylgd og ættu a.m.k. alls ekki að vera ein á ferð á heimleiðinni. Aðstoðarskólastjóri grunnskóladeildar Seyðisfjarðarskóla.
Lesa meira
Ný tímasetning auglýst síðar

Jólatréviðburði frestað

Athugið að viðburðurinn "Kveikt á jólatrénu á Fossahlíðartúni" sem átti að vera í dag klukkan 17 er frestað. Við fylgjumst með veðurspánni og látum vita þegar ný tímasetning hefur verið tekin. Stjórn foreldrafélaganna.
Lesa meira
Ljós á leiði

Kirkjugarður

Nú geta Seyðfirðingar fengið tengd ljós á leiði ættingja sinna í kirkjugarðinum gegn gjaldi krónur 1.500. Vinsamlegast hafið samband við formann sóknarnefndar Jóhann Grétar sími 472 1110.
Lesa meira
Er þetta mögulega eitthvað fyrir þig?

Laus störf hjá Seyðisfjarðarkaupstað

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað. Allar nánari upplýsingar um störfin má finna hér.
Lesa meira
Til upplýsinga

Húsahitun

Þann 14. nóvember hittist atvinnu- og framtíðarmálanefnd ásamt hópnum sem starfar með nefndinni um lausn húshitunarmála ásamt Guðmundi Davíðssyni, framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Á fundinum var rætt um möguleika á samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella, mögulegar leiðir og lausnir.
Lesa meira
Hjúkrunardeildin fær nafn

Fossahlíð

Í febrúar síðast liðnum var augýst eftir nafni á hjúkrunarheimilið á Seyðisfirði og bárust alls 157 tillögur frá 50 aðilum. Sérstök nafnanefnd var skipuð til að fara yfir tillögurnar og velja úr. Í nefndinni voru Þorvaldur Jóhannsson fyrir Hollvinasamtök Sjúkrahússins, Ólafía Þ. Stefánsdóttir fulltrúi bæjarbúa, Sigrún Ólafsdóttir fulltrúi starfsfólks hjúkrunarheimilisins, Björn Eiríksson fyrir Framtíðina, félags eldri borgara, Jóhanna Gísladóttir tilnefnd af bæjarstjórn og Stefanía Stefánsdóttir fulltrúi yfirstjórnar HSA.
Lesa meira
Lokað frá klukkan 12

Tilkynning frá íþróttahúsinu

Íþróttahúsið verður lokað frá klukkan 12 næst komandi laugardag, 2. desember, vegna starfsmannaferðar.
Lesa meira
Breyttur opnunartími

Sundhöll Seyðisfjarðar

Breyting verður á morgunopnunartíma Sundhallar frá og með 1. desember. Opnað verður klukkan 7.00 mánu-, miðviku- og föstudaga í staðinn fyrir klukkan 6.30. Allt annað er óbreytt. Sjáumst í sundi.
Lesa meira