Fréttir

Í dag klukkan 14.

Er Austurland fjölmenningarlegt samfélag?

Í dag, þriðjudaginn 23. júní, frá klukkan 14-16.30 verður haldið málþing á Neskaupsstað. Málþingið ber nafnið Er Austurland fjölmenningarsamfélag. Á Austurlandi eru um 11% íbúa af erlendum uppruna. Fjallað verður um stöðu og reynsluheim þess, sérstaklega á Austurlandi.
Lesa meira
Opinn fundur fimmtudaginn 25. júní

Fundur á vegum bæjarráðs

Bæjarráð boðar til fundar í Ferjuhúsi fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 17:00. Hagsmunaaðilar í atvinnulífinu eru velkomnir á fundinn. Á fundinum verða áætlanir og staða vegna uppbyggingar á Seyðisfirði rædd og hverjir geta mögulega komið að verkefnunum.
Lesa meira
Fyrir börn fædd 2010-2013

Myndskreytingarnámskeið

Myndskreytt verða tvö glæný ævintýri í gömlum stíl, eftir óþekktan höfund: Ævintýrið um smalastrákinn, lömbin tvö og tröllskessuna ógurlegu & Ævintýrið um óhræddu stelpuna Mánadís og drekann eldspúandi Búin verður til bók með myndunum við sögurnar sem krakkarnir fá til eignar.
Lesa meira
Krakkablak fékk verðlaunin í ár!

Hvatingarverðlaun Hugins

Síðustu ár hefur skapast sú hefð að kjósa íþróttamann Hugins á þjóðhátíðardaginn. Aðalstjórn félagsins ákvað að breyta aðeins til í ár og efna til hvatningarverðlauna, þar sem fólk var hvatt til að kjósa einstakling, hóp, félagasamtök og þess háttar sem hafa lagt sitt af mörkum til íþrótta og lýðheilsu undanfarin ár.
Lesa meira
Yfir Hjálmá

Gönguklúbburinn lætur smíða brú

Gaman er að segja frá því að Gönguklúbburinn hefur látið smíða brú sem ætluð er yfir Hjálmá í Hjálmárdal. Unnið er að því að fá Landhelgisgæsluna til að flytja hana á staðinn með þyrlu seinna í sumar. Farið verður í að undirbúa festingar á staðnum þegar snjóa leysir.
Lesa meira
Viltu vera hjólari? Námskeið í DAG!

Hjólað óháð aldri

Viltu verða hjólari? frábært! Hjólaranámskeið á Seyðisfirði, þar sem sjúkrbíllinn er staðsettur. Í dag, fimmtudaginn 18. júní 2020, kl. 17-18. Do you want to be a Pilot? Great! Pilotworkshop in Seyðisfjörður, where the ambulance is. Today, Thursday 18th of June 2020, at 17-18.
Lesa meira
Kjörfundur og kjörskrá

Forsetakosningar 2020

Kjörfundur í komandi forsetakosningum 27. júní 2020 Kosið verður í íþróttahúsinu og hefst kjörfundur klukkan 10:00 og lýkur kl 22:00. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu. Formaður kjörstjórnar.
Lesa meira
Lykilstöður

Laus störf í nýju sveitarfélagi

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum. Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.
Lesa meira

Frestun fasteignagjalda

Bæjarstjórn ákvað á 1764. fundi sínum að fresta eindaga vegna fasteignagjalda í júní fram í janúar 2021. Þeir sem óska eftir því að nýta sér þann möguleika eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ingu á netfanginu inga@sfk.is eða í síma 470-2306 sem fyrst. Athugið að öllum er heimilt að óska eftir frestun eindaga. Bæjarstjóri.
Lesa meira
Gildir til og með 5. júlí

Tilslökun tók gildi 15. júní

Tilslökunin tekur gildi 15. júní 2020 gildir til og með 5. júlí, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til og með 5. júlí 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 500 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 500 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með í fjölda.
Lesa meira