Fréttir

Fyrir 27. september klukkan 24.00

Styrkveitingar á árinu 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til Seyðisfjarðarkaupstaðar um framlög og styrkveitingar á árinu 2020. Samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað þurfa aðilar, s.s. félög og félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að skila skriflegri umsókn til bæjarskrifstofu þar að lútandi.
Lesa meira

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri voru kynnt á íbúafundi sem haldinn var fimmtudaginn 29. ágúst s.l.. Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins munu liggja frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér þessar skýrslur.
Lesa meira
Menningarhátíð barna

BRAS

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
Lesa meira

Viðtal mánaðarins - ágúst

Arnar Klemensson er í ágústviðtali Heilsueflandi samfélags. Arnar þekkja eflaust flestir, en hann er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur. Verkefnastjóri fékk að forvitnast um hvernig var að alast upp á Seyðisfirði og hvernig er að vera fluttur aftur heim. Og það sem líklega færri vita, að Arnar tók þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, í Suður Kóreu, árið 1988.
Lesa meira

Íbúafundur um aðalskipulag og nýtt hættumat vegna ofanflóða fyrir Seyðisfjörð.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:00 í bíósal Herðubreiðar. Mikilvægt er að heyra sjónarmið bæjarbúa.
Lesa meira
Laugardagurinn 5.október

Haustroði 2019

Haustroði verður haldinn með pompi og prakt laugardaginn 5.október með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
Hefst miðvikudaginn 4. september

Eldri borgarar - Handavinna

Handavinna fyrir eldri borgara hefst í Öldutúni miðvikudaginn 4. september næst komandi. Verður alla miðvikudaga fram að jólum frá klukkan 13-17. Umsjón Ingibjörg María Valdimarsdóttir. Allir velkomnir
Lesa meira
Föstudaginn 23. ágúst

The Raven‘s Kiss frumflutt í Herðubreið

Ópera, The Raven’s Kiss, eftir Þorvald Davíð Kristjánsson og Evan Fein, verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst. The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum, fyrir 5 einsöngvara og litla hljómsveit. Söguþráðurinn í óperunni er eftir Þorvald Davíð Kristjánsson, en tónlistin eftir Evan. Sagan byggir á íslenskri þjóðsögu en verkið gerist í íslenskum firði sem er illa leikinn eftir skæða farsótt. Á einum bænum standa aðeins feðgarnir eftir en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að ókunnug, erlend kona siglir inn fjörðinn ein á bát.
Lesa meira
14. ágúst 2019 markar þáttaskil

Fjarðarheiðargöng fyrst í nýrri áætlun

14. ágúst 2019 markar þáttaskil í baráttu Seyðfirðinga fyrir göngum undir Fjarðarheiði og eru bæjarbúar hvattir til þess að leggja þessa dagsetningu á minnið. Baráttan hefur staðið yfir síðan í mars 1975 rifjaði Þorvaldur Jóhannsson upp á fundinum á Egilsstöðum í gær. Það eru 44 ár ef mér telst rétt til. Það er langur tími og við þurfum að bíða eitthvað ennþá eftir því að geta ekið í gegnum göngin.
Lesa meira
Sigurbergur Reynir

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í gær Benediktu Svavarsdóttur, Ingarafn Steinarsson og Sigurberg Reyni Ingarafnsson. Drengurinn fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 3. maí 2019 og var 51 cm og 16 merkur. Sigurbergur Reynir á stóran bróður, Hörð Áka, sem er fæddur 2016. Hann er annað barn foreldra sinna.
Lesa meira