Fréttir

Niðurfelling eða afsláttur

Fasteignaskattur

Seyðisfjarðarkaupstaður vekur athygli á því að viðmiðunarreglur varðandi afslátt / niðurfellingu á fasteignaskatti hafa verið samþykktar þær sömu og í fyrra.
Lesa meira
Ýmis störf

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Góðar fréttir fyrir bæjarbúa!

Mengunarmælar komnir upp

Sumir íbúar á Seyðisfirði óttast að skipamengun geti við vissar aðstæður safnast upp í firðinum. Það hefur ekki verið mælt fyrr en nú. Umhverfisstofnun setti um daginn upp mæla til að skera úr um hvort hafa þurfi áhyggjur af menguninni.
Lesa meira
Lokað 1. maí

Frá bókasafninu

Miðvikudaginn 1. maí verður Bókasafn Seyðisfjarðar lokað vegna verkalýðsdagsins. Opið aðra virka daga eins og venjulega. Bestu kveðjur, bókaverðir.
Lesa meira
Sumartími hefst 1. maí

Útivistartími barna og unglinga

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.
Lesa meira
"I just wanted access to good ingredients in our home"

Viðtal mánaðarins - apríl

Ida Feltendal er frá Vejle, Danmörku og Jonathan Moto Bisagni er frá New York, Bandaríkjunum. Þau fluttu á Seyðisfjörð með son sinn fyrir rúmu ári síðan og í dag reka þau meðal annars eigið fyrirtæki, sem sendir grænmetis- og ávaxtakassa út um allt Austurland í hverri viku. Forvitnumst aðeins meira um þau, þessa ofur vinsælu kassa og hvað fleira er á döfinni hjá þeim.
Lesa meira
Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

Ungmennaráðstefna

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði var haldin í 11. skipti dagana 10.-12. apríl 2019 í Borgarnesi. Yfirskrift ráðstefnunnar var Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér? Ráðstefnan leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi og að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl.
Lesa meira
Gengið í hús 18. apríl

ATH breyting : Páskaliljur

Vegna mistaka við flutning verða því miður ekki seld blóm fyrr en upp úr hádegi á morgun, skírdag. Vöndurinn kostar 2000 krónur og það verður eingöngu tekið við peningum.
Lesa meira
Hlíðarvegur og Múlavegur

Tillaga að deiluskipulagi

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti á 1748. bæjarstjórnarfundi 10. apríl 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hlíðarveg og Múlaveg í Seyðisfjarðarkaupstað skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
Allir saman!

Regnbogagatan máluð

Slíkur er samtakamátturinn á Seyðisfirði að þegar sást að rigningarspá var fyrir áætlaðan málningardag hinnar heimsfrægu Regnbogagötu var hóað saman fólki og gatan máluð í blíðunni í dag.
Lesa meira