Fréttir

Gildir til og með 5. júlí

Tilslökun tók gildi 15. júní

Tilslökunin tekur gildi 15. júní 2020 gildir til og með 5. júlí, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til og með 5. júlí 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 500 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 500 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með í fjölda.
Lesa meira
Seyðisfjörður fékk úthlutað 6.512.000 kr.

Ísland ljóstengt

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. til að leggja ljósleiðara og byggja upp fjarskiptainnviði utan markaðssvæða.
Lesa meira
Hefurðu séð veðurspána?

Kíktu í heimsókn

Kíktu í heimsókn...
Lesa meira
Bensínstöðin - ný og breytt

Opnar í lok júní

Gaman er að segja frá því að bensínstöðin við Austurveg mun opna í lok júní. Jonathan Moto og Ida Feltendal munu reka stöðina. Áætlun þeirra til að byrja með er að bjóða upp á kaffi, kökur og mögulega morgunverð, ásamt almennum viðhaldsvörum fyrir bifreiðar, gaskúta fyrir grillið og fleira.
Lesa meira
Hátíðardagskrá

17. júní á Seyðisfirði

Hátíðarhöld á 17. júní verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Íbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu, skreyta heimili og garða með fánum og eiga góða stund saman.
Lesa meira
Breyttur opnunartími

Móttökustöð sorps

Opnunartími móttökustöðvar Opið er alla virka daga frá klukkan 13:00 til 17:00. Breytt hefur verið laugardagsopnun, en frá og með 13. júní verður opið á laugardögum frá klukkan 13:00 til 16:00. Lokað er á sunnudögum.
Lesa meira
18. - 26. júlí

125 ára kaupstaðarafmæli

Í tilefni 125 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar verður efnt til bæjarhátíðar dagana 18.- 26. júlí í samvinnu við LungA og Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins.
Lesa meira
Skilaboð

Frá lögreglunni

Bjartar sumarnætur, ilmurinn af nýslegnu grasi, börnin úti að leika sér, grill, útilegur, bæjarhátíðir, langir dagar og stuttar nætur. Við elskum íslenska sumarið. Rútínan verður minni og frelsið tekur við. Það er frábært. En þótt frelsið sé yndislegt þá fríar það okkur ekki allri ábyrgð. Við berum til dæmis áfram ábyrgð á börnunum okkar og unglingum. Þótt skólinn sé farinn í sumarfrí þá skiptir ennþá jafn miklu máli að við vitum hvar unglingurinn okkar er. Með hverjum hann er. Hvað hann er að gera.
Lesa meira
Til hamingju með daginn!

Sjómannadagur

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Lesa meira
Opið frá klukkan 7-12

Sundhöll, sumaropnun

Vakin er athygli á því að opnun í Sundhöll Seyðisfjarðar hefur verið aukin alla virka morgna til klukkan 12. Opið er frá júní til ágúst frá klukkan 7.00-12.00. Allir velkomnir í sund.
Lesa meira