Fréttir

Nýir vinnuhættir

Garðsláttur 2019

Vakin er athygli á breyttum reglum og vinnuháttum varðandi garðsláttur sumarið 2019. Óskað er eftir umsóknum fyrir 1. mars 2019. Það er gert svo starfsfólk áhaldahúss geti frekar skipulagt sumarið. Hægt er að sækja um hér eða nálgast umsóknir í Öldutúni, í Kjörbúð eða hjá þjónustufulltrúa. Umsóknum skal skila inn til bæjarverkstjóra í áhaldahús.
Lesa meira

Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna almennra íbúða og lánveitinga Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða

Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu.
Lesa meira
Umfjöllun á RÚV

List í ljósi

Til gamans er hér bent á virkilega skemmtilega umfjöllun sem List í ljósi fékk í Menningunni á Ríkissjónvarpinu í gær, þriðjudaginn 19. febrúar.
Lesa meira
Hittast á sal og syngja

Skólalífið í Seyðisfjarðarskóla

Nemendur í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla koma saman á sal hvern föstudag og syngja. Þessi hefð hefur verið skemmtilegur og notalegur hluti af skólastarfinu síðast liðin þrjú ár. Á sal koma líka stundum gestir, meðal annars eru foreldrar hvattir til að mæta. Nemendur í leikskóladeild koma einnig reglulega saman í söngstund, enda söngurinn lærdómsríkur og upplífgandi krydd í skólatilveruna.
Lesa meira
Sólarkaffi

Kaffisala Lions

Árleg sólarkaffisala mun fara fram í Kjörbúðinni föstudaginn 15. febrúar á milli klukkan 16 og 19, laugardaginn 16. febrúar og sunnudaginn 17. febrúar á milli klukkan 14 og 18. Ekki láta þetta úrvals kaffi fram hjá ykkur fara og styrkið gott málefni í leiðinni. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.
Lesa meira
Ljós og sandur

Áríðandi tilkynningar - important informations

About this weekend; people are friendly asked to turn of all lights at home both 15th and 16th of February between 18 and 22. All main roads will be sanded today and also the other streets where needed. People can therefore take a walk and enjoy the festival.
Lesa meira
Sólborg Sara

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í morgun fröken Sólborgu Söru Kolbeinsdóttur. Sólborg Sara er dóttir þeirra Kötlu Rutar Pétursdóttur og Kolbeins Arinbjörnssonar og er þeirra önnur dóttir. Fyrir eiga þau dótturina Módísi Klöru, fædda í Reykjavík 2013. Sólborg Sara fæddist í Neskaupstað þann 7. júlí 2018 og var 52 cm og 3485 gr. við fæðingu.
Lesa meira
Gildir í heitan pott og gufu

Árskort í Sundhöll

Vakin er athygli á samþykkt sem bæjarstjórn gerði á fundi sínum í gær, 13. febrúar : „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar leggur til að árskort í Sundhöll Seyðisfjarðar gildi einnig í heitan pott og gufu í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar og samþykkir breytingu á gjaldskrá þar að lútandi.“
Lesa meira
Eyrarrósin 2019

Til hamingju!

Í gær, þriðjudaginn 12. febrúar, hlaut listahátíðin List í ljósi Eyrarrósina 2019, en Eyrarrósin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan árið 2016 hefur listahátíðin List í ljósi verið haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða hátíð sem umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra og erlendra listamanna. Hátíðin er alltaf haldin í febrúar vegna endurkomu sólarinnar í bæinn eftir þriggja mánaða fjarveru.
Lesa meira
Tilboð óskast!

Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg

Seyðisfjarðarkaupstaður, óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun knattspyrnuvallar við Garðarsveg Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni.
Lesa meira