Fréttir

Videóhljóðlistaverk og bók

Gullver NS-12

Árin 2012 og 2013 fóru Kristján Loðmfjörð og Konrad Korabiewski um borð í Gullver NS-12. Vídeóhljóðlistaverk þeirra með upptökum úr ferðinni hafa farið víða um heim og aukaefni sem tengist því er nú komið út í bókaformi. Auk þess að fara út með skipinu lögðust Kristján og Konrad í rannsóknarvinnu og fengu meðal annars aðgang að dagbókum skipstjóra og nýttu kafla úr þeim í verk sitt.
Lesa meira
Marco Polo

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins 2019

Fyrsta skemmtiferðarskip ársins kemur í Seyðisfjörð í dag, miðvikudaginn 8. maí. Skipið heitir Marco Polo og hefur komið oft áður til Seyðisfjarðar. Áætlað er að skipið verði við akkeri frá klukkan 12-17. Farþegar koma í land í léttabátum, en áætlaður farþegafjöldi er 771 manns og í áhöfn skipsins eru 330 manns. Það má því búast við margmenni á götum bæjarins í dag - sumarið er komið á Seyðisfirði!
Lesa meira
Ljúka megi framkvæmdum á næstu 10 árum

Skora á stjórnvöld að flýta snjóflóðavörnum

Hópur sérfræðinga og sveitarstjórnarfólks hefur sent stjórnvöldum áskorun um að auka fjárheimildir úr Ofanflóðasjóði og ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna. Eftir því sem verkið tefst eykst hættan á slysum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, segir ofanflóðasérfræðingur.
Lesa meira
Fjáröflun í krakkablaki

Álfasala SÁÁ

Dagana 7. - 12. maí fer álfasala SÁÁ fram. Fjármunirnir sem safnast eru notaðir til að greiða meðferð fyrir ungt fólk og tryggja að hægt sé að bjóða bestu fáanlegu þjónustu auk þess sem ákveðin upphæð af hverjum seldum álfi rennur til Krakkablaks Hugins. Með von um að vel sé tekið á móti sölumönnum, en álfurinn kostar 2500 krónur. Krakkablak Hugins.
Lesa meira
Komið til að vera!

Fyrsta göngumessan

Fyrsta göngumessan á Seyðisfirði var haldin síðast liðinn sunnudag, 5. maí. Hist var við útikennslustofuna og gengið inn í Fjarðarsel, þar sem boðið var upp á messukaffi, kex og ávexti. Stoppað var nokkrum sinnum á leiðinni, þar sem kórinn söng og presturinn predikaði. Veður var alls konar, en fínasta gönguveður þó gengið hafi á með éljum á stöku stað.
Lesa meira
Niðurfelling eða afsláttur

Fasteignaskattur

Seyðisfjarðarkaupstaður vekur athygli á því að viðmiðunarreglur varðandi afslátt / niðurfellingu á fasteignaskatti hafa verið samþykktar þær sömu og í fyrra.
Lesa meira
Ýmis störf

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Góðar fréttir fyrir bæjarbúa!

Mengunarmælar komnir upp

Sumir íbúar á Seyðisfirði óttast að skipamengun geti við vissar aðstæður safnast upp í firðinum. Það hefur ekki verið mælt fyrr en nú. Umhverfisstofnun setti um daginn upp mæla til að skera úr um hvort hafa þurfi áhyggjur af menguninni.
Lesa meira
Lokað 1. maí

Frá bókasafninu

Miðvikudaginn 1. maí verður Bókasafn Seyðisfjarðar lokað vegna verkalýðsdagsins. Opið aðra virka daga eins og venjulega. Bestu kveðjur, bókaverðir.
Lesa meira
Sumartími hefst 1. maí

Útivistartími barna og unglinga

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.
Lesa meira