Fréttir

Fyrir 6-11 ára

Frjálsíþróttaæfingar UÍA

Íþróttafélagið Huginn býður 6-11 ára börnum að taka þátt í frjálsíþróttaæfingum í sumar. Æfingarnar verða á þriðjudögum frá 10:00-11:00 í 5 vikur og hefjast þriðjudaginn 9. júní. Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður hjá UÍA, mun sjá um æfingarnar. Hann hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum og öllu sem að þeim kemur. Halldór leggur mikið upp úr því að æfingarnar verði við allra hæfi og allir fái vettvang til að blómstra. Jákvæðni og gleði er lykilatriði í því
Lesa meira
LungA, fæðing og þróun 2000-2020

Það þarf heilt þorp

Tvo skemmtilega og fróðlega þætti um Listahátíðina LungA, sem hóf göngu sína árið 2000, má nú finna inni á ruv.is. Þættirnir varpa ljósi á fæðingu og þróun hátíðarinnar og listasmiðjanna sem ætíð hafa verið kjarni hennar. Einnig er vikið að öðrum sérkennum hátíðarinnar; sterkum tengslum við Seyðisfjörð og Austurland og metnaðarfullri tónleikadagskrá auk ýmissa áskoranna sem aðstandendur hátíðarinnar hafa glímt við í gegnum árin.
Lesa meira
Kosning á nafni

Sameinað sveitarfélag

Samhliða forsetakosningum þann 27. júní greiða íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar atkvæði um sex tillögur að heiti á nýtt sveitarfélag. Auglýst var eftir hugmyndum að heiti á sameinað sveitarfélag í upphafi ársins og bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að heitum á nýtt sveitarfélag. Sautján tillögur fóru til umsagnar hjá Örnefnanefnd.
Lesa meira
Fjöldasamkomur, fleiri en 200 manns

Tilslökun 25. maí til 21. júní

Tilslökunin tekur gildi 25. maí 2020 gildir til og með 21.júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til og með 21. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 200 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.
Lesa meira
Viltu vera með?

Hreyfivika, í dag

Í dag býður Unnur upp á útiyoga. Hist verður við íþróttahúsið klukkan 19. Klukkan 20 býður Dagný upp á leiki og brennibolta. Líka hist við íþróttahús.
Lesa meira
Umsóknarfrestur til 7. júní

Sumarnámskeið, umsjón

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn? Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um tómstunda/frístundanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára (fædd 2010-2013). Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun eða útivist hvers konar. Ákveðin styrkupphæð kemur úr bæjarsjóði en heimilt er að bæta við námskeiðsgjaldi til að standa straum af efniskostnaði, nesti eða öðru sem börnin munu nota eða neyta.
Lesa meira
Engin skipulögð dagskrá / sigling

Sjómannadagur 2020

Skipu­lagðri dag­skrá sjómannadagsins á Seyðisfirði hef­ur verið af­lýst í ár vegna aðstæðna í sam­félaginu og verður því engin hópsigling né hátíðardagskrá. Sjómannadagsmessa verður í Seyðisfjarðarkirkju sunnudaginn 7. júní kl. 20:00. Kaupum blóm í tilefni dagsins, drögum fána að hún og verum með fjölskyldum okkar.
Lesa meira
Gildir 25. maí til 21. júní

Auglýsing frá heilbrigðisráðherra

Allar stofnanir Seyðisfjarðarkaupstaðar taka mið af þessari auglýsingu. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er, eins og nánar er fjallað um í auglýsingunni. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ráðherra kynnti ákvörðun sína um breytingar á takmörkun á samkomum á fundi ríkisstjórnar í morgun.
Lesa meira
19. september 2020

Kosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Undirbúningsstjórn verkefnisins hefur lagt til við sveitarstjórnarráðuneytið að boðað verið til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september.
Lesa meira
Tvö spennandi störf í boði

Sumarstörf fyrir háskólanema

Seyðisfjarðarkaupstaður, í samstarfi við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi og Tækniminjasafn Austurlands auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema
Lesa meira