Fréttir

Hefst laugardaginn 2. febrúar

Boccia

Gaman er að segja frá því að í samstarfi við Lions verður boðið upp á boccia tíma í íþróttahúsinu frá og með í febrúar. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 2. febrúar frá klukkan 12-13. Öllum eldri borgurum, öryrkjum og fötluðum einstaklingum er sérstaklega boðið að koma og taka þátt. Tímar verða sem áður segir, alla laugardaga frá klukkan 12-13. Seyðisfjarðarkaupstaður og Lions.
Lesa meira
Fimmtudaginn 24. janúar klukkan 16

Dósasöfnun

Fimmtudaginn 24. janúar, upp úr klukkan 16, munu blakkrakkar banka upp á hjá Seyðfirðingum og óska eftir dósum og flöskum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra vegna blakferðalaga sem þau fara í á vegum Hugins. Þeir sem vilja styrkja krakkana mega gjarnan setja poka út fyrir húsin sín / bílskúra, ef þeir vilja losna við að fá bank á hurðina. Með fyrirfram þökkum, blakkrakkar Hugins.
Lesa meira
Varðar opnunartíma

Frá íþróttahúsinu

Föstudaginn 25. janúar lokar húsið klukkan 17.00 vegna undirbúnings þorrablóts. Opnar aftur mánudaginn 28. janúar klukkan 06. Forstöðumaður.
Lesa meira
F R É T T I R

Heilsueflandi samfélag (HSAM)

Fréttir frá HSAM hópnum á nýju ári eru þessar helstar. Ákveðið hefur verið að setja kynningarmál á sjálfu verkefninu í forgang fyrstu mánuði ársins, þ.e. kynning í bæjarstjórn, í nefndum, hjá forstöðumönnum, í stofnunum og síðast en ekki síst hjá sjálfum íbúunum. Fyrirhugaður er kynningarfundur fyrir íbúa í vor. Stýrihópurinn vill svo gjarnan að Seyðfirðingar viti að bærinn þeirra taki þátt í þessu þróunarverkefni og einnig hvað það þýði.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun 2019

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2019-2022 við síðari umræðu þann 12. desember 2018.
Lesa meira
Hvað er 'Fokk me - Fokk you'?

Frá forvarnarfulltrúa

Í Íslandi í dag í gær var viðtal við þau Andreu Marel og Kára Sigurðsson. Saman mynda þau fræðsluteymið "Fokk Me-Fokk You". Þau leggja upp með að fræða bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem í netheimum þrífast.
Lesa meira
Mikið hvassviðri

ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Lögregla varar við mjög miklu hvassviðri (seint) í kvöld og nótt. Fólk er því beðið um að huga vel að öllu lauslegu utandyra.
Lesa meira
Ávarpið sem tókst ekki að flytja á gamlársdag

Áramótaávarp bæjarstjóra 2018

Kæru bæjarbúar, gleðilega hátíð. Dear people of Seyðisfjörður, happy holidays.
Lesa meira
Hefst 9. janúar klukkan 13

Handavinna, eldri borgarar

Handavinna eldri borgara hefst að nýju í Öldutúni miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13. Hægt er að óska eftir bílfari niður í Öldutún klukkan 13 hjá þjónustufulltrúa í síma 470-2305. Allir velkomnir, með eða án handavinnu.
Lesa meira
Jólakveðja

Jólakveðja

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Seyðfirðingum og öðrum gestum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ATH. bæjarskrifstofan er lokuð 24. og 31. desember.
Lesa meira