Fréttir

25. - 31. maí

Hreyfivika

Eins og undanfarin vor verður Seyðfirðingum boðið upp á viðburði í Hreyfiviku. Dagskráin í ár verður að mestu leyti úti vegna aðstæðna í samfélaginu. Heilsueflandi samfélag ákvað að tengja bíllausa daga inn í vikuna í ár og hvetur fólk til að taka þátt í þeim. Minnt er á folf völlinn, tilvalin fjölskyldu- eða vinaskemmtun að taka einn hring þar. Einnig er fólk beðið um að hafa símalausar samverustundir sérstaklega í huga þessa viku og gera eitthvað skemmtilegt í stað skjátímans.
Lesa meira

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðar verður lokuð frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst 2020.
Lesa meira
Heitur pottur og gufa

Frá Íþróttamiðstöð

Heiti potturinn og gufan opnar í Íþróttamiðstöðinni í dag, mánudaginn 18. maí. Líkamsræktin opnar næst komandi mánudag, 25. maí, samkvæmt auglýstum opnunartíma.
Lesa meira
Aðgerðir vegna olíuleka

El Grillo og Landhelgisgæslan

Eins og bæjarbúar hafa tekið eftir hefur varðskipið Þór verið við bryggju síðastliðna viku. Hafa þeir verið við aðgerðir til að loka fyrir olíulekann sem var valdur að fugladauða síðasta sumar. Yfirhafnarvörður hefur verið tengiliður Seyðisfjarðarhafnar við Landhelgisgæsluna og Umhverfisstofnun og setið reglulega stöðufundi um gang mála.
Lesa meira
Brúna og græna tunnan!

Sorpdagur

Brúna og græna tunnan verða báðar teknar á Seyðisfirði í dag. Ástæðan er sú að Íslenska gámafélagið er komið með nýjan ruslabíl sem getur tekið tvær tunnur í einu. Einhverjar breytingar eru því væntanlegar á áður útgefnu dagatali frá þeim fyrir árið 2020.
Lesa meira
Mánudaginn 18. maí

Sundhöll opnar

Gaman er að segja frá því að Sundhöll Seyðisfjarðar opnar aftur eftir covid-19 lokun mánudaginn 18. maí klukkan 7.00. Að öllu óbreyttu mun svo Íþróttamiðstöðin opna mánudaginn 25. maí samkvæmt venjulegum opnunartíma.
Lesa meira
Aldan og Bakkahverfi - á morgun kl. 16

Kynning vegna snjóflóðavarnagarða

Kynningarfundur vegna snjóflóðavarnargarða á Öldunni og í Bakkahverfi verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið, fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 16:00. Markmið fundarins er að kynna helstu niðurstöður frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði - Aldan og Bakkahverfi.
Lesa meira
Eldri borgarar og öryrkjar

Garðsláttur sumar 2020

Á tímabilinu 8. júní til og með 14. ágúst 2020 stendur eldri borgurum og öryrkjum til boða að fá garðslátt á eftirfarandi kjörum : Hver eldri borgari / öryrki á rétt á einum fríum garðslætti Athugið að ekki verður hægt að verða við óskum frá öðrum en eldri borgurum og öryrkjum. Ef óskað er eftir garðslætti skal fylla út eyðublað og skila til bæjarverkstjóra í áhaldahús fyrir 1. júní 2020. Einnig er hægt að hringja í þjónustufulltrúa og panta garðslátt.
Lesa meira
Fimmtudaginn 14. maí klukkan 16

Fjarfundur með Rannís

Fimmtudaginn 14. maí kl. 16 stendur Austurbrú fyrir kynningarfundi í samstarfi við Rannís vegna styrkúthlutunar sem fyrirhuguð er í sumar. Fulltrúar Rannís munu fara yfir starfsemi og virkni Tækniþróunarsjóðs og kynntur verður skattafrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna. Fundurinn fer fram á Zoom og er þátttaka ókeypis.
Lesa meira
Að hluta við Vesturveg, Norðurgötu, Bjólfsgötu, Öldugötu og Oddagötu

Hitavatnslaust

Hitavatnslaust verður að hluta við Vesturveg, Norðurgötu, Bjólfsgötu, Öldugötu og Oddagötu í dag þriðjudag. Verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira