Fréttir

ATH. breytt staðsetning - FERJUHÚS

Skötuveisla 23. desember

Skötuveisla verður þann 23. desember í Ferjuhúsinu, frá kl. 12:00 – 14:00. Á boðstólunum verður skata og saltfiskur frá Kalla Sveins. Aðgangseyrir verður litlar kr. 3500 og rennur allur ágóði af viðburðinum beint í fyrirhugaða stækkun Sæbóls sem fyrirhuguð er á nýju ári.
Lesa meira
Aðfangadagspakkar

Bréf frá Stekkjastaur

Fimmtudaginn 20. desember næst komandi á milli kl. 16 og 18, ætla elskurnar í foreldrafélagi leikskólans að aðstoða okkur bræðurna við að flokka pakkana sem við ætlum að dreifa í hús á aðfangadag. Ef einhverjir myndu vilja nýta sér það að við verðum á ferðinni á aðfangadag þá er um að gera að koma bögglunum til þeirra á þessum tíma. Verðið er kr. 1500 fyrir kjarnafjölskyldu.
Lesa meira
Tilraunasveitarfélag í húsnæðismálum

Seyðisfjörður valinn

Félagsmálaráðherra kynnti sjö tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum í gær, 13. desember, og gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður er eitt þeirra. Hin sex sveitarfélögin eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð og Vesturbyggð. Tilraunaverkefnið getur meðal annars falið í sér nýbyggingar, endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði eða breytingar á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Lesa meira
Laust starf!

Auglýst eftir skipulags- og byggingafulltrúa

Vakin er athygli á lausri stöðu skipulags- og byggingafulltrúa hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Kostar 1500 krónur

Ljós í kirkjugarði

Nú geta Seyðfirðingar fengið tengd ljós á leiði ættingja sinna í kirkjugarðinum gegn gjaldi krónur 1.500. Spennan á ljósunum er 24 volt. Vinsamlegast hafið samband við formann sóknarnefndar Jóhann Grétar sími 472 1110. Hægt er að greiða inn á bankareikning, kennitala 210639-2099 banki nr. 0176 26 117. Tenglarnir eru tengdir núna og aftengdir í byrjun febrúar.
Lesa meira
Takk fyrir komuna kæru íbúar

Frá íbúafundi

Það var virkilega gaman að sjá hve margir íbúar komu til að heyra um og að taka þátt í umræðu um málefni samfélagsins þann 10. desember síðast liðinn. Það er mikilvægt að eiga þetta samtal og eins að eiga góða stund saman.
Lesa meira
Frá forvarnarfulltrúa

Verum saman á aðventunni

Nú er desember langt kominn og undirbúningur jólahátíðarinnar hafinn. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og njóta samvistar með þeim. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. SAMAN-hópurinn er með jóladagatal sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg, dagatalið er hægt að sjá inni á fésbókarsíðu hópsins.
Lesa meira
Í dag klukkan 17

Opinn íbúafundur um málefni og fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fundurinn verður haldinn í Herðubreið mánudaginn 10. desember klukkan 17:00 - 19:00. Að fundi loknum verður boðið uppá súpu & brauð og notalega stemmingu á kaffihúsinu í Herðubreið.
Lesa meira
Skriflegar athugasemdir til 14. desember

Hreindýraarður 2018

Hægt er að nálgast "drög að hreindýraarði fyrir árið 2018 á ágangasvæði / jarðir í sveitarfélaginu" á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Drögin munu liggja frammi til skoðunar til 14. desember. Hægt er að gera skriflegar athugasemdir við drögin, sem skulu berast til Umhverfisstofnunar Tjarnarbraut 39 Egs.
Lesa meira
Nissan King Cab 1999

Bíll til sölu

Tilboð óskast í Nissan King Cab 1999 módel, akstur ekki vitaður. Þarfnast viðhalds. Áhugasamir hafi samband við hafnarverði í síma 862-1424.
Lesa meira