Fréttir

Tryggur tilverugrundvöllur til framtíðar!

Lög um lýðskóla samþykkt

Þar til í gær, þriðjudaginn 11. júní, var engin löggjöf til á Íslandi um málefni lýðskóla. Tveir lýðháskólar hafa þó starfað á Íslandi síðustu ár, en þeir skulu nú samkvæmt nýrri löggjöf heita lýðskólar. Skólarnir sem um ræðir eru LungA-Skólinn á Seyðisfirði og Lýðháskólinn á Flateyri. Einnig eru áform um að setja á fót lýðskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Lagafrumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær.
Lesa meira
Viltu gerast hjólavinur?

Hjólað óháð aldri

Kæru bæjarbúar, Á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð eigum við dásamlegt hjól svo kallað Kristjaníuhjól. Í því geta 1-2 setið og svo einn sem hjólar. Bæjarbúar hafa væntanlega séð hjólið okkar í umferð á síðustu árum, en það hefur breytt mikið möguleikum okkar í útivist fyrir íbúa okkar. Hjólið er með rafmagnsmótor þannig að ekki er mikið átak að hjóla. Hjólin eru byggð á starfsemi félagsskapar sem heitir "Hjólað óháð aldri" og eru víðsvegar um land sjálfboðaliðar sem skrá sig sem hjólavini til að styðja við þetta verkefni með þátttöku sinni.
Lesa meira
Gatnagerðargjöld felld niður tímabundið

Fréttatilkynning

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 06.06.2019 að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld af tilbúnum lóðum. Skortur á íbúðarhúsnæði í Seyðisfjarðarkaupstað og talsvert framboð af tilbúnum lóðum til byggingaframkvæmda er ástæða þessa tímabundna verkefnis. Það er von bæjarstjórnar að það ýti undir nýbyggingar íbúðahúsnæðis í bænum. Eins og kemur fram í meðfylgjandi reglum eru gatnagerðargjöldin tímabundið felld niður og gildir í 12 mánuði.
Lesa meira
Hefði mátt vera betra útivistarveður!

Hreyfiviku 2019 lokið

Hreyfiviku er lokið, en hún var frá 27. maí til 2. júní - því miður í hálfgerðu haustveðri. Hreyfibækurnar sem settar voru á fjóra Lions bekki hafa verið sóttar og skoðaðar, sæmileg þátttaka var í verkefninu þrátt fyrir veður.
Lesa meira
Börn fædd 2006-2008

Lesklúbbur á bókasafninu

Í sumar mun Bókasafn Seyðisfjarðar starfrækja lesklúbb fyrir ungmenni fædd 2006-2008. Hist verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 9-12 á Bókasafninu. Lesnar verða þrjár bækur af eigin vali og unnið einföld verkefni í kjölfarið.
Lesa meira
Taka gildi 1. júní

Sumaropnanir í stofnunum

Vakin er athygli á að sumaropnun hefst í nokkrum stofnunum bæjarins þann 1. júní næst komandi. Þar má nefna Bókasafnið og Íþróttamiðstöðina.
Lesa meira
ATH!!!

Hreinsunardegi frestað!

Fyrirhuguðum hreinsunardegi, sem átti að vera í dag 28. maí, er frestað vegna veðurs. Athuga þarf nýja dagsetningu þegar veðráttan fer að líkjast sumri. Verður auglýst síðar. Minnt er á blóðþrýstingsmælingar í Kjörbúðinni milli klukkan 15 og 17 í dag, fólki að kostnaðarlausu, í samvinnu við Hreyfiviku.
Lesa meira
"Hættum að velta okkur upp úr smáatriðum og tilgangslausri neikvæðni"

Viðtal mánaðarins - maí

Eins og flestir Seyðfirðingar vita varð Ólafur Sigurðsson fyrir því hræðilega áfalli að missa yngri son sinn, Bjarna Jóhannes Ólafsson, í apríl árið 2017. Óli er íþróttakennari og þekktur fyrir að hreyfa sig mikið, en þó hefur væntanlega ekki farið fram hjá Seyðfirðingum hve mikið hann hefur gengið undanfarið í fylgd með svörtum ferfætlingi. Í þessu viðtali verður forvitnast um hvort og hvernig Óli notar hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl til að vinna úr sorginni og að halda góðri heilsu.
Lesa meira
Hreinn bær - fagur bær!

Hreinsunardagur og Hreyfivika 2019

Í dag, mánudaginn 27. maí, hefst hreyfivika 2019. Ýmislegt er í boði eins og fram kom í dreifibréfi fyrir helgina, en lögð er sérstök áhersla á "Hreyfibækurnar" við Lions bekkina. Einnig er áhugaverð byrjendakennslan í folfi miðvikudaginn 29. maí - diskar verða á staðnum. Tilvalið er að taka þátt í hreinsunardeginum á morgun, þriðjudag 28. maí og skrifa þá vegalengd sem gengin er í einhverja bókina.
Lesa meira
Hugguleg stemning

Handavinna eldri borgara

Síðast liðinn miðvikudag, lét Hanna Þórey Níelsdóttir, af störfum sem umsjónarmaður með handavinnu eldri borgara. Hanna Þórey hefur gegnt starfinu síðast liðin 11 ár og óhætt er að segja að margt skemmtilegt hafi verið brallað á miðvikudögum í Öldutúni. Hópurinn sem sækir handavinnu er stór og í honum ríkir hugguleg stemning.
Lesa meira