11.05.2020
Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.
Lesa meira
11.05.2020
Heitavatnalaust verður við Vesturveg, Leirubakka, Dalbakka, Fjarðarbakka, Gilsbakka og Hamrabakka vegna lekaleitar á fjarvarmaveitu frá klukkan 10-14 í dag, mánudag.
Lesa meira
08.05.2020
Aðalfundur Gönguklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í Ferjuhúsi (kaffistofu tollara) þriðjudaginn 19. maí 2020 klukkan 19:30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Starfsáætlun næsta árs.
Önnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Lesa meira
07.05.2020
Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstaklinga sem gætu verið í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af SARS-CoV-2 veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómi.
Lesa meira
07.05.2020
Hreyfivika UMFÍ fer fram 25. - 31. maí um land allt. Á Seyðisfirði verður meðal annars hvatt til bíllausra daga í þessari viku - um að gera að halda áfram að hjóla í vinnuna - og einnig er stefnt á hreyfimessu Hvítasunnudag þann 31. maí. Auglýst er hér eftir boðberum, áhugasömum er boðið að hafa samband við þjónustufulltrúa á netfangið eva@sfk.is
Lesa meira
06.05.2020
Listasmiðjum og stórtónleikum LungA hefur verið aflýst.
„Ástæðan er einföld, við getum ekki borið ábyrgð á því að stefna jafn mörgum saman og vanalega sækja hátíðina heim. Þótt Covid 19 hafi ekki enn komið upp á Seyðisfirði viljum við ekki hætta á slíkt með því að stefna saman stórum hópi í nafni listarinnar.“
Þar fyrir utan sé hvorki hægt að bjóða upp á gistingu né listasmiðjur svo það sé fjárhagslega sjálfbært á meðan tveggja metra reglunnar njóti við.
Lesa meira
05.05.2020
Til upplýsinga þá verður einhver smá töf á að ærslabelgurinn verði blásinn upp. Ástæðan er einföld, það er enn frost í jörðu og því allt of blautt og áhættusamt að blása hann upp strax. Hins vegar verður það gert um leið og aðstæður leyfa.
Þjónustufulltrúi.
Lesa meira
05.05.2020
Opinn vorfundur ferða- og menningarnefndar fyrir hagsmunaaðila í ferða-og menningargeira á Seyðisfirði.
Verður fimmtudaginn 7. maí kl. 15:00 í Herðubreið.
Fundarstjóri: Tinna Guðmundsdóttir, formaður ferða- og menningarnefndar.
Lesa meira
04.05.2020
Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram 6.-26. maí næst komandi. Opnað var fyrir skráningar 22. apríl og hægt er að skrá sig allan tímann á meðan keppni stendur yfir eða fram til 26. maí. Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu núna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu.
Lesa meira