Fréttir

Fjarðarheiðagöng

Fjáröflunarverkefni

Lionsklúbburinn á Seyðisfirði stendur fyrir fjáröflunarverkefni um þessar mundir. Um er að ræða könnur með mynd af Fjarðarheiðagöngum, annars vegar Seyðisfjarðarmegin og hins vegar Fljótsdalshéraðsmegin. Myndirnar eru hannaðar af Þorkeli Helgasyni.
Lesa meira

Frá bæjarstjóra

Kæru bæjarbúar. Nú þegar létt er á samkomubanni er ástæða til að staldra aðeins við. Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur vel hvað þetta þýðir í raun. Það er fátt sem breytist; íþróttahús, sundhöll og skólar hefja starfsemi en opnun fyrir almenning bíður betri tíma. Bókasafn hefur hins vegar verið opnað og eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér það. Fundir bæjarstjórnar, ráða og nefnda verða áfram í fjarfundi um hríð, tveggja metra bilið verður áfram í gildi og samkomur mega ekki vera stærri en 50 manns í einu.
Lesa meira
Ærslabelgur og sparkvöllur!

Breyttur útivistartími 1. maí

Vakin er athygli á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí ár hvert. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 22.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 24.00.
Lesa meira
102 umsóknir bárust!

Frá Seyðisfjarðarskóla

Umsóknarfrestur um kennslu og ýmiss önnur störf í Seyðisfjarðskóla rann út 24. apríl síðast liðinn. Alls bárust eitthundrað og tvær umsóknir um störfin, en margar umsóknir eru þó háðar flutningum og því margar háðar búsetukostum í bænum.
Lesa meira
Mánudaginn 4. maí

Aflétting á takmörkunum

Næstkomandi mánudag, þann 4. maí verður takmörkunum á skólastarfi aflétt. Af því tilefni vill almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis árétta eftirfarandi.
Lesa meira
Fimmtudaginn 14. maí

Aðalfundur íþróttafélagsins Hugins

Aðalstjórn Hugins boðar til aðalfundar fimmtudaginn 14. maí kl. 17:30 í íþróttamiðstöðinni. Dagskrá: Skýrsla formanns Yfirferð reikninga Kosning stjórnar Lög félagsins Önnur mál Léttar veitingar í boði. Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
Íbúalýðræði

Hvernig gerum við bæinn okkar betri?

Vakin er athygli á möguleikanum "hafa samband" á vefsíðu kaupstaðarins (hnappur á forsíðu). Seyðfirðingum er boðið upp á þann möguleika að hafa samband við kaupstaðinn í gegnum þennan hnapp, varðandi hluti sem eru góðir og má hrósa, varðandi hluti sem mega betur fara og þá mögulega hvernig og / eða annað sem talist getur bænum til tekna.
Lesa meira
Mánudaginn 4. maí

Bókasafn opnar

Bókasafn Seyðisfjarðar opnar aftur mánudaginn 4. maí. Venjulegir opnunartímar. Viðskiptavinir eru beðnir að virða eftirfarandi : Vinsamlegast spritta hendur áður en komið er inn á bókasafnið. Vinsamlegast ekki stoppa óþarflega lengi inni. Vinsamlegast reyna að lágmarka fjölda bóka sem eru handfjallaðar. Vinsamlegast virða tilmæli um 2 metra fjarlægð. Tímarit eru til útláns eingöngu, ekki leyfilegt að skoða þau á safninu. Öll leikföng á barnadeild hafa verið tekin úr umferð. Bækur sem er skilað verða sótthreinsaðar og eru ekki lánaðar aftur út samdægurs. Kveðja, bókaverðir.
Lesa meira
Seyðisfjörður 125 ára

Vegna afmælishátíðar

Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhugaðri afmælisdagskrá Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna 125 ára afmælis kaupstaðarins lengra inn í sumarið vegna heimsfaraldursins covid-19 og óvissu um stöðu, boð og bönn í samfélaginu.
Lesa meira
Frestur til 1. júní

Frummatsskýrsla snjóflóðavarna á Öldunni og í Bakkahverfi

Skipulagsstofnun hefur auglýst frummatsskýrslu vegna snjóflóðavarna á Öldunni og í Bakkahverfi. Frestur til að koma með ábendingar eða athugasemdir er til 1. júní.
Lesa meira