Fréttir

Frá forvarnarfulltrúa

Verum saman á aðventunni

Nú er desember langt kominn og undirbúningur jólahátíðarinnar hafinn. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og njóta samvistar með þeim. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. SAMAN-hópurinn er með jóladagatal sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg, dagatalið er hægt að sjá inni á fésbókarsíðu hópsins.
Lesa meira
Í dag klukkan 17

Opinn íbúafundur um málefni og fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar

Fundurinn verður haldinn í Herðubreið mánudaginn 10. desember klukkan 17:00 - 19:00. Að fundi loknum verður boðið uppá súpu & brauð og notalega stemmingu á kaffihúsinu í Herðubreið.
Lesa meira
Skriflegar athugasemdir til 14. desember

Hreindýraarður 2018

Hægt er að nálgast "drög að hreindýraarði fyrir árið 2018 á ágangasvæði / jarðir í sveitarfélaginu" á bæjarskrifstofu kaupstaðarins. Drögin munu liggja frammi til skoðunar til 14. desember. Hægt er að gera skriflegar athugasemdir við drögin, sem skulu berast til Umhverfisstofnunar Tjarnarbraut 39 Egs.
Lesa meira
Nissan King Cab 1999

Bíll til sölu

Tilboð óskast í Nissan King Cab 1999 módel, akstur ekki vitaður. Þarfnast viðhalds. Áhugasamir hafi samband við hafnarverði í síma 862-1424.
Lesa meira
Matthilda Perepelytsia

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstýra heimsótti Matthildu Perepelytsia Bóasdóttur í dag. Matthilda er annað barn foreldra sinna, en fyrir eiga þau dótturina Ísabellu Perepelytsia 3. ára. Bóas á einnig þrjá dætur úr fyrra hjónabandi.
Lesa meira
Seyðfirðingar hvattir til að prófa

FRISBÍGOLF á Seyðisfirði

Frisbí-golf er skemmtileg almenningsíþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda á Íslandi. Leikið er á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa nota menn frisbídiska. Folfdisknum er kastað frá teigsvæði í átt að körfu sem er „holan“.
Lesa meira
Vignir Freyr

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstýra fór í sína fyrstu barnaheimsókn til nýs Seyðfirðings í dag. Hún heimsótti Vigni Frey Gunnarsson, son þeirra Valdísar Frímann Vignisdóttur og Gunnars Sveins Rúnarssonar. Vignir Freyr fæddist á Landsspítalanum þann 22. mars 2018. Hann var 51 cm og 4312 grömm. Vignir Freyr er fyrsta barn foreldra sinna, afar skapgóður og mikill ljúflingur. Foreldrunum er óskað innilega til hamingju með litla yndið sitt.
Lesa meira
Langahlíð

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030. Aðalskipulagsbreyting – tillaga á vinnslustigi og breyting á deiliskipulagi í Lönguhlíð - tillaga á vinnslustigi – kynning

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að breytingu á deiliskipulagi í Lönguhlíð á Seyðisfirði skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Breyting á skilmálum fyrir íbúðasvæði og atvinnu- og iðnaðarsvæði. Breytt landnotkun í Lönguhlíð.
Lesa meira
Orange the world

Útrýmum ofbeldi gegn konum

Í gær klukkan 15 gekk fagur appelsínugulur hópur frá Seyðisfjarðarkirkju undir slagorðinu "Hvernig getur þú litað heiminn appelsínugulan?" 25. nóvember ár hvert er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum.
Lesa meira
Sunnudagur 25. nóvember klukkan 15

Hvernig ætlar þú að lita heiminn?

Sunnudaginn 25. nóvember er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum. Þann dag hefst hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðlegum baráttudegi SÞ gegn ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni.
Lesa meira