Fréttir

Spennandi starf!

Vilt þú halda sumarnámskeið fyrir börn á Seyðisfirði?

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila/um til að sjá um sumarnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. Námskeiðið er ekki bundið að efnisvali heldur má falla undir leiki, listsköpun og/eða útivist hvers konar. Einnig er umsækjendum frjálst að ákveða tímasetningu.
Lesa meira
Opnun frestast því miður

Frá Sundhöll

Kæru seyðfirðingar. Því miður getum við ekki opnað sundlaugina á mánudaginn eins og til stóð. Opnum í þar næstu viku, nánari dagsetning verður auglýst síðar. Forstöðumaður.
Lesa meira
Þátttaka Seyðfirðinga afar mikilvæg!

Húsnæðiskönnun

Húsnæðisskortur er ein af þeim stóru áskorunum sem Seyðisfjarðarkaupstaður stendur frammi fyrir. Nú hefur verið útbúin húsnæðiskönnun sem allir Seyðfirðingar, 18 ára og eldri, hafa fengi senda heim og eru eindregið hvattir til að svara.
Lesa meira
Mikilvægt að sem flestir mæti!

Íbúafundur vegna sameiningar sveitarfélaga verður haldinn á Seyðisfirði

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.
Lesa meira
Aflýst!

Viskubrunnur 2019

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður hin árlega spurningakeppni Viskubrunnur ekki haldin í ár. Forsvarsmenn.
Lesa meira
Lokað verður vegna viðhalds

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð

Mánudaginn 18. mars verður líkamsræktinni lokað í að minnsta kosti 2 vikur vegna viðhalds. Opið verður í potta og gufu. Forstöðumaður.
Lesa meira
Kynning á drögum að matsáætlun

Snjóflóðavarnir á Seyðisfirði – Aldan og Bakkahverfi

Seyðisfjarðarkaupstaður kynnir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði. Seyðisfjarðarkaupstaður er framkvæmdaraðili verksins og fer Framkvæmdasýsla ríkisins með umsjón þess. Mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf.
Lesa meira
Samstarf við Google Arts & Culture

Tækniminjasafnið í spennandi samstarfi

Kynnist helstu uppfinningum og uppgötvunum mannkyns með gagnvirkum hætti. Í gær, miðvikudaginn 6. mars, opnaði Google Arts & Culture Once Upon a Try (Reynt og beint) - stærstu sýningu um uppfinningar og uppgötvanir sem nokkru sinni hefur verið gerð á netinu. Safneignum, frásögnum og fróðleik frá fleiri en 110 frægum söfnum í 23 löndum, þar á meðal Tækniminjasafni Austurlands hefur verið safnað saman til að varpa ljósi á meirháttar vísindabyltingar sem orðið hafa í gegnum árhundruðin og hugsuðina að baki þeim.
Lesa meira
Kynning á vinnslustigi

Deiliskipulagtillaga fyrir Hlíðarveg og Múlaveg

Þeir sem vilja koma með ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar eru beðnir um að senda þær til skipulags- og byggingafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar á netfangið ulfar@sfk.is
Lesa meira
Heilsueflandi samfélag

Ráðleggingar um mataræði

Seyðfirðingar ættu allir að hafa fengið (ísskáps)segul frá Heilsueflandi samfélagi um síðustu helgi. Á seglinum eru ráðleggingar varðandi val á heilsusamlegu mataræði og samsetningu næringar. Nemendur í 9. og 10. bekk báru seglana út um leið og seld voru konudagsblóm. Ef einhverjir hafa ekki móttekið segla má nálgast þá hjá verkefnastjóra HSAM / þjónustufulltrúa.
Lesa meira