Fréttir

Geta opnað aftur 4. maí með ákveðnum skilyrðum

Söfn og menningarstofnanir

Söfn og menningarstofnanir geta opnað að nýju þann 4 maí. En þar þarf að virða fjöldatakmarkanir sem birt er í auglýsingu heilbrigðisráðherra 21 apríl síðastliðin. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar auglýs­ingar. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum.
Lesa meira
Við komu til Íslands

Fjórtán daga sóttkví

Tilkynning um kröfu þess efnis að allir þeir sem koma til landsins sæti 14 daga sóttkví vegna COVID-19. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að Corona veiran sem veldur COVID-19 berist með ferðamönnum til landsins. Ströng skilyrði verða fyrir ferðalögum til landsins frá 24. apríl til og með 15. maí 2020.
Lesa meira
Dagur umhverfisins, 25. apríl

Stóri plokkdagurinn 2020

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl og hvetur Seyðisfjarðarkaupstaður íbúa og fyrirtæki til þátttöku með því að plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum.
Lesa meira
Frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna

Tilslökun á samkomubanni

Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf leik- og grunnskóla með hefðbundnum hætti og nemendur í framhalds- og háskólum mega á ný mæta í sínar skólabyggingar. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum sem og annars staðar og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.
Lesa meira
Gildandi reglur frá sóttvarnarlækni

Norræna kemur aftur

Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar á morgun þriðjudaginn 21. apríl um klukkan 9. Forráðamenn ferjunnar senda heilsufarsvottorð sólarhring fyrir komuna til landsins til þess að staðfesta að enginn sé veikur um borð. Án vottorðs fær enginn að fara í land.
Lesa meira
Regnbogagatan í sínu fínasta pússi

Vorboðinn ljúfi

Þar sem styttist í sumardaginn fyrsta var vel við hæfi að starfsmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar tækju upp rúllur og pensla og máluðu Regnbogagötuna fyrir vorið. Það er afar ljúf tilfinning fyrir Seyðfirðinga á hverju vori þegar gatan er máluð og er orðin einn af vorboðunum, ásamt komu lóunnar og kríunnar. Þeim sem tóku þátt í mála er þakkað kærlega fyrir aðstoðina, gaman hvað fólk er alltaf til í að koma og vera með í þessu verkefni.
Lesa meira
RAKNING C-19

Contagion tracing is a community affair

The contract tracing app Rakning C-19 is an important link in the chain of response to COVID-19. The app helps to analyse individuals’ travel and trace their movements against those of other people when cases of infection or suspected infection arise. The more people who download the app, the more useful the information that can be analysed from it. Rakning C-19 is available for Android and iOS devices and is open to all.
Lesa meira
Mikilvæg skilaboð til foreldra

Hópamyndanir unglinga

Nú virðist vera uppi sú staða að hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hafi verið að aukast. Foreldrar eru vaktir til vitundar um að við verðum öll að halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndun. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum. Staðan er að öllu óbreytt til 4. maí. Samhæfingarmiðstöð almannavarna.
Lesa meira

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira

Fasteignagjöld - frestun

Af gefnu tilefni er rétt að vekja athygli á því að frestun fasteignagjalda var framkvæmd með þeim hætti að eindagi fyrir apríl og maí var færður til nóvember og desember. Þannig að þó svo reikningurinn birtist í bankanum, þarf ekki að greiða hann fyrr en í lok árs. Það hins vegar má greiða hann fyrr sé ekki þörf á frestun. Þá hvenær sem er á tímabiliniu fram að eindaga reikningsins.
Lesa meira