Fréttir

Eyrarrósin 2019

Til hamingju!

Í gær, þriðjudaginn 12. febrúar, hlaut listahátíðin List í ljósi Eyrarrósina 2019, en Eyrarrósin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Síðan árið 2016 hefur listahátíðin List í ljósi verið haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða hátíð sem umbreytir Seyðisfjarðarbæ í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða, innlendra og erlendra listamanna. Hátíðin er alltaf haldin í febrúar vegna endurkomu sólarinnar í bæinn eftir þriggja mánaða fjarveru.
Lesa meira
Tilboð óskast!

Knattspyrnuvöllur við Garðarsveg

Seyðisfjarðarkaupstaður, óskar eftir tilboðum í verkið: Endurnýjun knattspyrnuvallar við Garðarsveg Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni.
Lesa meira
Samstarf milli lögreglu og heilsueflandi samfélags

Umferðareftirlit við Seyðisfjarðarskóla

Dagana 28. janúar til 1. febrúar var lögreglan, í samvinnu við heilsueflandi samfélag, með umferðareftirlit við skólastofnanir bæjarins. Lögð var áhersla á hvort öryggi barna væri viðunandi í bifreiðum foreldra og forráðamanna auk öryggis barna almennt á leið sinni í og úr skóla.
Lesa meira
Fundargerðir

Starfshópur um sameiningarmál

Vinna í starfshópi vegna sameiningaferlis sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps er komin á skrið.
Lesa meira
6. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019

Á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Frá árinu 2001 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi starfrækt ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti, í samstarfi við Ríkislögreglustjóra. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu, (Samfélag, fjölskylda og tækni) og nýtur styrks frá Evrópusambandinu og úr ríkissjóði. Ábendingalína Barnaheilla er þátttakandi í samstarfi ábendingalína á heimsvísu í gegnum alþjóðasamtökin Inhope. Með þessu samstarfi er mögulegt að bregðast við þegar tilkynningar um ofbeldi gegn börnum hvaðanæva úr heiminum berast í gegnum ábendingalínuna.
Lesa meira

Krakkablak Hugins

Síðast liðna helgi, 1. - 3. febrúar, fóru krakkar úr blakdeild Hugins til Akureyrar til að taka þátt í Bikarkeppni BLÍ. Í ár fóru 3. og 4. flokkur, en að þessu sinni voru stelpurnar með sameiginleg lið með Þrótti og strákarnir með Vestra frá Ísafirði. Mótið gekk mjög vel hjá krökkunum.
Lesa meira
18. febrúar til 18. mars

Lokun Sundhallar

Sundhöll Seyðisfjarðar verður lokuð frá og með 18. febrúar til og með 18. mars vegna árlegs viðhalds.
Lesa meira
16 milljónir á Seyðisfjörð

Verkefni í menningu, nýsköpun og atvinnuþróun á Austurlandi

Gaman er að segja frá því að til Seyðisfjarðar komu 16 milljónir króna. Meðal annars voru það Skaftfell, LungA, LungA Skólinn, List í ljósi, Tækniminjasafn Austurlands og Bláa kirkjan sem fengu styrki. Styrkþegum er óskað innilega til hamingju.
Lesa meira
Til upplýsinga

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

Í dag, 1. febrúar, skrifaði nýr skipulags- og byggingafulltrúi undir ráðningasamning við Seyðisfjarðarkaupstað. Ráðinn hefur verið Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafræðingur, búsettur á Egilsstöðum.
Lesa meira
Rauður febrúar fyrir konur

GoRed í febrúar

GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Af hverju GoRed?
Lesa meira