Fréttir

Heilsueflandi samfélag

Hreyfispjöld - gjafir

Gaman er að segja frá því að allir 67 ára og eldri íbúar á Seyðisfirði eiga von á glaðningi inn um bréfalúguna fyrir páska. Um er að ræða samstarfsverkefni milli HSAM og Seyðisfjarðarkaupstaðar. En ákveðið var að gefa öllum eldri borgurum Hreyfispjaldastokk að gjöf á árinu 2020, þar sem málefni eldri borgara er eitt af áhersluatriðum Heilsueflandi samfélags fyrir árið. Fyrr á árinu færði íþróttafulltrúi íþróttahúsinu nokkra stokka og í framhaldi af því var boðið upp á kennslu og æfingar í íþróttasalnum fyrir eldri borgara og öryrkja.
Lesa meira
zoom fjarfundur

1762. bæjarstjórnarfundur

Miðvikudaginn 8. apríl næst komandi heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom kl. 16. Fundurinn verður tekinn upp og svo birtur á vefsíðu kaupstaðarins.
Lesa meira
Páskatúlípanar - Easter Tulips

Blómasala

-- English below -- Iðkendur í krakkablaki munu selja páskablóm þrátt fyrir C-19 faraldur. Krakkarnir laga sig auðvitað að aðstæðum og bjóða því upp á nýja og skemmtilega samskiptaleið. Bæjarbúum býðst að þessu sinni að forpanta blóm og fá þau keyrð upp á dyrum í vikunni. Vöndurinn er pantaður hjá Margréti Guðjónsdóttur, annað hvort á feisbúkk eða í síma 899-9429. Hver vöndur eru sjö gulir túlípanar. ATH. takmarkað magn! Áfram krakkablak!
Lesa meira
Text in English and Polish below

Covid-19, skimun

Íslensk erfðagreining í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands býður íbúum Austurlands upp á fleiri tíma í skimun fyrir Covid-19 og hefur tímum verið bætt við sunnudaginn 5. apríl og mánudaginn 6. apríl.
Lesa meira
4. maí 2020

Samkomubann lengt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt. „Nú skiptir öllu máli að við höldum áfram að standa saman sem einn maður, fylgja fyrirmælum okkar besta fagfólks og koma þannig í veg fyrir að álag á heilbrigðiskerfið fari yfir þolmörkin“ segir heilbrigðisráðherra.
Lesa meira
Frábært framtak

Syngjum veiruna burtu!

Gaman er að segja frá því að Helgi Haraldsson stofnaði nýlega feisbúkhóp sem hann kallar "Syngjum veiruna burtu". Helgi segir þetta hafa byrjað með litlu gríni milli félaganna, sem svo vatt upp á sig og síðan var stofnuð. Í dag er síðan mjög vinsæl, öllum er frjálst að vera með, leggja sitt af mörkum með því að deila myndböndum af söng sínum þar inni eða bara njóta þess að hlusta á aðra syngja.
Lesa meira

F R É T T A T I L K Y N N I N G

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 1. apríl sl., að eindagi fasteignagjalda vegna apríl og maí 2020 verði sem hér segir: Gjalddagi 1. apríl verði með eindaga í lok nóvember 2020. Gjalddagi 1. maí verði með eindaga í lok desember 2020.
Lesa meira
Við erum öll almannavarnir

Nemendur gleðja

Á Seyðisfirði erum við öll í sama liðinu og hjálpumst að við að gleðja hvert annað. Nemendur í 1. og 2. bekk í Seyðisfjarðarskóla gengu upp að Fossahlíð í morgun í útiverunni sinni og vinkuðu fólkinu uppi í glugganum. Eitthvað fáir voru þó komnir á ról á Fossahlíð svona snemma morguns, en þau ætluðu að ganga sömu leið tilbaka og sjá hvort væru fleiri komnir á ról. Frá Fossahlíð gengu þau upp að íbúðum eldri borgara við Múlaveg og sungu og léku fyrir þá sem komu út á stétt eða út í glugga. Eftir þessar fallegu heimsóknir fóru þau að spila folf í góða veðrinu.
Lesa meira
Mikilvægt að lesa og fara eftir!

Við erum öll almannavarnir

To all parents As requested by the Civil Protection committee, parents are kindly asked to make sure that their children do not mix with children other than those they are in group with at school. Unless you make sure the children follow the social distancing rules of 2m and do not play with the same items without washing in-between.
Lesa meira
Attention Attention

Samráðshópar um áfallahjálp

Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hafa nú verið virkjaðir vegna Covid-19 faraldursins, en í þeim hópum sitja fulltrúar Rauða krossins, Félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, lögreglu og Þjóðkirkjunnar á svæðinu. Með þessari kveðju til íbúa Austurlands viljum við vekja athygli á þeirri þjónustu sem í boði er og hvetja til uppbyggilegrar samstöðu.
Lesa meira