Fréttir

Hvað er 'Fokk me - Fokk you'?

Frá forvarnarfulltrúa

Í Íslandi í dag í gær var viðtal við þau Andreu Marel og Kára Sigurðsson. Saman mynda þau fræðsluteymið "Fokk Me-Fokk You". Þau leggja upp með að fræða bæði hópa ungmenna og foreldra um heilbrigð samskipti á netinu og öllum þeim samskiptamiðlum sem í netheimum þrífast.
Lesa meira
Mikið hvassviðri

ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Lögregla varar við mjög miklu hvassviðri (seint) í kvöld og nótt. Fólk er því beðið um að huga vel að öllu lauslegu utandyra.
Lesa meira
Ávarpið sem tókst ekki að flytja á gamlársdag

Áramótaávarp bæjarstjóra 2018

Kæru bæjarbúar, gleðilega hátíð. Dear people of Seyðisfjörður, happy holidays.
Lesa meira
Hefst 9. janúar klukkan 13

Handavinna, eldri borgarar

Handavinna eldri borgara hefst að nýju í Öldutúni miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13. Hægt er að óska eftir bílfari niður í Öldutún klukkan 13 hjá þjónustufulltrúa í síma 470-2305. Allir velkomnir, með eða án handavinnu.
Lesa meira
Jólakveðja

Jólakveðja

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Seyðfirðingum og öðrum gestum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ATH. bæjarskrifstofan er lokuð 24. og 31. desember.
Lesa meira
ATH. breytt staðsetning - FERJUHÚS

Skötuveisla 23. desember

Skötuveisla verður þann 23. desember í Ferjuhúsinu, frá kl. 12:00 – 14:00. Á boðstólunum verður skata og saltfiskur frá Kalla Sveins. Aðgangseyrir verður litlar kr. 3500 og rennur allur ágóði af viðburðinum beint í fyrirhugaða stækkun Sæbóls sem fyrirhuguð er á nýju ári.
Lesa meira
Aðfangadagspakkar

Bréf frá Stekkjastaur

Fimmtudaginn 20. desember næst komandi á milli kl. 16 og 18, ætla elskurnar í foreldrafélagi leikskólans að aðstoða okkur bræðurna við að flokka pakkana sem við ætlum að dreifa í hús á aðfangadag. Ef einhverjir myndu vilja nýta sér það að við verðum á ferðinni á aðfangadag þá er um að gera að koma bögglunum til þeirra á þessum tíma. Verðið er kr. 1500 fyrir kjarnafjölskyldu.
Lesa meira
Tilraunasveitarfélag í húsnæðismálum

Seyðisfjörður valinn

Félagsmálaráðherra kynnti sjö tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum í gær, 13. desember, og gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarkaupstaður er eitt þeirra. Hin sex sveitarfélögin eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð og Vesturbyggð. Tilraunaverkefnið getur meðal annars falið í sér nýbyggingar, endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði eða breytingar á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Lesa meira
Laust starf!

Auglýst eftir skipulags- og byggingafulltrúa

Vakin er athygli á lausri stöðu skipulags- og byggingafulltrúa hjá Seyðisfjarðarkaupstað.
Lesa meira
Kostar 1500 krónur

Ljós í kirkjugarði

Nú geta Seyðfirðingar fengið tengd ljós á leiði ættingja sinna í kirkjugarðinum gegn gjaldi krónur 1.500. Spennan á ljósunum er 24 volt. Vinsamlegast hafið samband við formann sóknarnefndar Jóhann Grétar sími 472 1110. Hægt er að greiða inn á bankareikning, kennitala 210639-2099 banki nr. 0176 26 117. Tenglarnir eru tengdir núna og aftengdir í byrjun febrúar.
Lesa meira