27.03.2020
Gaman er að benda á það frábæra starf sem unnið hefur verið í deildum Seyðisfjarðarskóla undanfarna viku. Nemendur hafa unnið eftir breyttri dagskrá vegna kórónaveirunnar, en græða í staðinn helling af nýjum og spennandi verkefnum og mikla útiveru í blíðunni sem verið hefur. Hér má sjá fréttir frá skólastarfinu.
Lesa meira
27.03.2020
Unnið er að því að koma upp sjálfboðaliðastarfi innanbæjar, í samvinnu við deild Rauða krossins og Slysavarnardeildina Rán. Við viljum gjarnan vera sem best við því búin að takast á við Covid-19 ef upp koma veikindi eða sóttkví. Verkefnin geta orðið margvísleg.
Lesa meira
26.03.2020
Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.
Lesa meira
26.03.2020
Skemmtileg umfjöllun var um LungA Skólann í Menningunni á RÚV í gærkvöldi, miðvikudaginn 25. mars. Tekið var viðtal við einn af skólastjórnendum, Jonatan Spejlborg Juelsbo, nemendur og kennara við skólann. Jákvæð frétt og fallegar myndir, eitthvað sem er alveg kærkomið þessa dagana.
Lesa meira
26.03.2020
Tæplega sextíu starfsmenn sveitarfélaganna fjögurra komu saman til fjarfundar þann 24. mars síðast liðinn til að fara yfir stöðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland. Noktun fjarfundabúnaðar í samskiptum er í samræmi við stefnu nýs sveitarfélags um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu og stjórnsýslu.
Lesa meira
25.03.2020
Due to the spread of the Covid-19 virus, the Icelandic government has implemented the travel restrictions imposed for the Schengen Area and the European Union. As of 20 March 2020, Foreign Nationals - except EU/EEA, EFTA or UK nationals - are not allowed to enter Iceland. This advice is valid until 17 April 2020.
Lesa meira
24.03.2020
KÆRU BÆJARBÚAR
ENGLISH BELOW.
Nú er komin upp sú staða að COVID-19 nálgast okkur óðum, þó að ekkert smit hafi greinst á Austurlandi þegar þetta er skrifað, er ekki útséð að smitaðir einstaklingar séu í landshlutanum. Eitt smit getur haft mikil áhrif í samfélagi eins og okkar. Hér er samantekt á því helsta sem íbúar eru hvattir til að kynna sér hvað þennan heimsfaraldur varðar.
Lesa meira
23.03.2020
Í samræmi við hert samkomubann yfirvalda og neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 verður sundhöll, íþróttamiðstöð, bókasafn, bæjarskrifstofa og Öldutún lokað á meðan samkomubann stendur.
Lesa meira
20.03.2020
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.
Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira
20.03.2020
Gaman er að segja frá því að í gærmorgun 19. mars fundaði bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar í fyrsta sinn, og í fyrsta sinn í sögu kaupstaðarins, í gegnum fjarfundabúnað. Fundurinn gekk vel og var hinn skemmtilegasti.
Lesa meira