Fréttir

Hlíðarvegur og Múlavegur

Tillaga að deiluskipulagi

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti á 1748. bæjarstjórnarfundi 10. apríl 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hlíðarveg og Múlaveg í Seyðisfjarðarkaupstað skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
Allir saman!

Regnbogagatan máluð

Slíkur er samtakamátturinn á Seyðisfirði að þegar sást að rigningarspá var fyrir áætlaðan málningardag hinnar heimsfrægu Regnbogagötu var hóað saman fólki og gatan máluð í blíðunni í dag.
Lesa meira
Opnunartími um páska

Tilkynning frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað vegna páska sem hér segir : 18. apríl --- skírdagur 19. apríl --- föstudagurinn langi 22. apríl --- annar í páskum 25. apríl --- sumardagurinn fyrsti
Lesa meira
Rafmagnstruflanir í dag

Tilkynning frá Rarik

Rafmagnstruflanir verða í Seyðisfirði, innan Dagmálalæks í dag 11. apríl frá klukkan 14:00 til kl 15:30 vegna vinnu við dreifikerfi RARIK. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Afhentur í fyrsta sinn

Hermannsbikarinn á Seyðisfjörð

Gaman er að segja frá því að bikarinn fór á Seyðisfjörð, til Kolbrúnar Láru Vilhelmsdóttur blakþjálfara. Krakkablak hefur verið íþróttagrein í miklum vexti á Seyðisfirði undan farin ár og hafa líklega í kringum 85-90% barna í grunnskóladeild verið að æfa. Kolbrún Lára, ásamt öllum þeim sem komið hafa að uppbyggingunni, eiga því mikinn heiður skilið.
Lesa meira
Í dag klukkan 16

Fjölþætt heilsuefling 65 ára og eldri

Vakin er athygli á fyrirlestri og kynningu í dag klukkan 16 í íþróttamiðstöð, fundarsal. Janus Guðlaugsson verður með erindið. Erindi er í boði heilsueflandi samfélags.
Lesa meira
Samvinnuverkefni

Páskakanínan 2019

Páskakanínan 2019 fór fram í gær, miðvikudaginn 3. apríl, í mjög fallegu veðri. Páskakanínan er samvinnuverkefni milli kirkjunnar, foreldrafélags grunnskóladeildar, forvarnarfulltrúa, heilsueflandi samfélags og félagsmiðstöðvarinnar. Þátttakan var eins og venjulega, mjög góð og unga fólkið alls staðar til sóma. Markmið leiksins er ávallt að efla hópandann og kenna samvinnu og jákvæðni.
Lesa meira
Vantar þig vinnu? Viltu breyta til?

Laus störf

Seyðisfjarðarkaupstaður vekur athygli á lausum störfum hjá kaupstaðnum.
Lesa meira
Í dag klukkan 18 - hægt að fylgjast með í beinni

íbúafundur um sameiningarmál

Þá er komið að fjórða og síðasta íbúafundi vegna sameiningaviðræðna sveitarfélaganna fjögurra; Djúpavogs, Borgarfjarðarhrepps, Fljótdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hann fer fram í Valaskjálf í dag 4. apríl 2019 og hefst klukkan 18:00. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir hvar í sveit sem þeir eru.
Lesa meira
Miðvikudaginn 3. apríl

Líkamsræktin opnar!

Líkamsræktin í Íþróttamiðstöðinni hefur fengið andlitslyftingu undanfarnar vikur. Það er því mikil gleði að tilkynna að hún opnar aftur á morgun samkvæmt auglýstum opnunartíma. Allt er nýmálað, nýjar mottur eru á gólfum, ný uppröðun er í herbergjum og endurnýjuð hafa verið einhver tæki og tól.
Lesa meira