Fréttir

Sunnudagur 3. mars

Símalaus samverudagur

Samkvæmt dagatali Heilsueflandi samfélags er lagt upp með símalausum samverudegi næst komandi sunnudag, 3. mars. Símalaus samverudagur gengur út á það að símanum eða snjalltækinu er lagt frá klukkan 9 til klukkan 21 þann daginn. Með þessu vill Heilsueflandi samfélag gjarnan vekja athygli á þeim áhrifum sem notkun snjallsíma hefur á samskipti og tengsl foreldra og barna.
Lesa meira
Hvað er tölvufíkn?

Tölvufíkn

Athuga skal að fjöldi klukkutíma fyrir framan tölvu er ekki mælieining á tölvufíkn, heldur hvaða áhrif notkunin hefur á lífið. Undirliggjandi vandamál sem geta ýtt undir tölvufíkn eru til dæmis : kvíði, þunglyndi, streita, aðrar fíknir, félagsleg einangrun og fleiri félagslegir þættir.
Lesa meira
Tilboð óskast!

Endurnýjun knattspyrnuvallar

Seyðisfjarðarkaupstaður, óskar eftir tilboðum í verkið: ENDURNÝJUN KNATTSPYRNUVALLAR VIÐ GARÐARSVEG Verkið felst meðal annars í upprifi og förgun á núverandi yfirborðsefnum, landmótun, lagningu drenlagna, lagningu vökvunarkerfis, útlögn rótarlags, grassáningu og eftirfylgni. Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu: ulfar@sfk.is og gefi upp nafn fyrirtækis ásamt upplýsingum um tengilið.
Lesa meira
Gylfi Arinbjörn Magnússon

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram á sal þann 22. febrúar síðastliðinn. Nemendur 7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði. Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Gylfi Arinbjörn Magnússon yrði fulltrúi Seyðisfjarðarskóla
Lesa meira
"Ristilgangan" helst tekin á hverjum degi

Viðtal mánaðarins - febrúar

Ólafíu Maríu Gísladóttur, eða Ólu Mæju, þarf vart að kynna fyrir Seyðfirðingum. Óla Mæja hefur komið víða við innan samfélagsins á Seyðisfirði undan farin ár. Það er því margt sem kemur upp í hugann þegar fengið er yfirheyrsluleyfi á hana. Hún er til að mynda ein af fáum sem vinnur við heilsutengda ferðaþjónustu á Seyðisfirði og einnig er hún, og þau hjónin, talin með þeim virkari í sjósundssamfélaginu í bænum.
Lesa meira
www.svausturland.is

Heimasíða fyrir sameiningarverkefni

Ný heimasíða Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur litið dagsins ljós. Síðan er á slóðinni www.svausturland.is
Lesa meira
Ertu að leita að vinnu?

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum innan Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira
Nýir vinnuhættir

Garðsláttur 2019

Vakin er athygli á breyttum reglum og vinnuháttum varðandi garðsláttur sumarið 2019. Óskað er eftir umsóknum fyrir 1. mars 2019. Það er gert svo starfsfólk áhaldahúss geti frekar skipulagt sumarið. Hægt er að sækja um hér eða nálgast umsóknir í Öldutúni, í Kjörbúð eða hjá þjónustufulltrúa. Umsóknum skal skila inn til bæjarverkstjóra í áhaldahús.
Lesa meira

Endurskoðuð tekju- og eignamörk vegna almennra íbúða og lánveitinga Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða

Félags- og barnamálaráðherra hefur gefið út reglugerð sem felur í sér endurskoðuð tekju- og eignamörk leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu.
Lesa meira
Umfjöllun á RÚV

List í ljósi

Til gamans er hér bent á virkilega skemmtilega umfjöllun sem List í ljósi fékk í Menningunni á Ríkissjónvarpinu í gær, þriðjudaginn 19. febrúar.
Lesa meira