Fréttir

Laust starf!

Bókhalds- og launafulltrúi

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir eftir bókara og launafulltrúa til starfa í 100% stöðugildi. Leitað er að einstaklingi með mikla reynslu af störfum við bókhald, launaútreikninga og afstemmingar. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.
Lesa meira
21. - 28. október

Bíllaus vika

Heilsueflandi samfélag stendur fyrir bíllausri viku frá sunnudegi 21. október til og með laugardagsins 27. október. Bíllaus vika hefur verið einu sinni áður á Seyðisfirði, í apríl á þessu ári.
Lesa meira
Möguleiki á sameiningu

Fulltrúar í samstarfsnefnd

Á fundi bæjarstjórnar í gær, miðvikudaginn 17. október, var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd mögulegrar sameiningar við Borgarfjörð eystri, Djúpavog og Fljótsdalshérað. Fulltrúar Seyðisfjarðar í samstarfsnefndinni eru Elvar Snær Kristjánsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir og Hildur Þórisdóttir.
Lesa meira
Ath. uppfærð frétt !!!

Uppfært!! Rafmagnslaust 11. október

Rafmagnslaust verður við Austurveg 1-9, Suðurgötu 1-8 og Túngötu 4-8 á morgun, fimmtudagskvöldið 11.10.2018 frá kl 23 til kl 03 vegna viðhaldsvinnu hjá RARIK. Stutt rafmagnsleysi verður í allri Botnahlíð, Múlavegi 10, 12 og 16-59 að kvöldi 11.10.2018 á tímabilinu frá kl 24 til kl 00:30 Vegna viðhaldsvinnu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Viltu taka þátt?

Föt sem framlag

Vinna við verkefnið Föt sem framlag er hafið. Hist er í Sæbóli á mánudagskvöldum kl 20 - 22 og prjónað, heklað og saumað ungbarnaföt og teppi. Nýtt er garn, gömul handklæði, teppi, efnaafganga og ungbarnaföt og útbúnir fatapakka handa ungbörnum til Hvíta Rússlands og Malavi. Ef fólk er að losa sig við þessa hluti er þeir þegnir með þökkum.
Lesa meira
Hvað veist þú um fjallkonuna?

Bókasafnið fær gjöf

Rannveig Þórhallsdóttir færði Bókasafni Seyðisfjarðar nýlega mastersritgerð sína í fornleifafræði: „Fjallkonan. „Sér hún hátt og vítt um veg“ – hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði“. Í ritgerðinni voru til rannsóknar gripir og líkamsleifar konunnar sem fannst á heiðinni árið 2004.
Lesa meira
Bleikur október, bíllaus vika og garðbekkir Lions

Heilsueflandi fréttir

Heilsueflandi samfélag, í samstarfi við Lions, vinnur að því að koma fleiri garðbekkjum í bæinn. Í samvinnu við eldri borgara og félagið Framtíðina var unnið sameiginlegt kort, þar sem merktar eru inn staðsetningar fyrir 10 bekki. Markmiðið með kortinu er annars vegar að hjálpa fólki / hópum, sem kaupa bekki, að ákvarða staðsetningu þeirra og hins vegar að hvetja fólk í göngutúra þar sem hægt er að hvíla sig á leiðinni.
Lesa meira
Skaftfell og Bókasafn Seyðisfjarðar í samvinnu

Skapandi skrif ritsmiðja

Skaftfell í samstarfi við Bókasafn Seyðisfjarðar kynnir ritsmiðju um skapandi skrif. Leiðbeinandi er Nanna Vibe Spejlborg Juelsbo rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri.
Lesa meira
Félagsstarf fyrir eldri borgara

Eldri borgarar

Handavinna - hefst í Öldutúni miðvikudaginn 10. október nk. Umsjón verður í höndum Hönnu Þóreyjar Níelsdóttur. Handavinnan verður alla miðvikudaga fram að jólum frá klukkan 13-17. Allir eru velkomnir. Gjaldfrjálst.
Lesa meira
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Nýr forstöðumaður

Gavin Morrison hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Skaftfells á Seyðisfirði. Hann mun taka við stjórn myndlistarstöðvarinnar í byrjun nóvember og tekur við af Tinnu Guðmundsdóttur, sem hefur verið forstöðumaður þar síðast liðin tæp 7 ár.
Lesa meira