Fréttir

Bæjarstýra & bókasafnsstýra

Nýjar stýrur í bænum

Þriðjudaginn 2. október næstkomandi verður aðeins öðruvísi dagur á Seyðisfirði. En þá tekur Aðalheiður Borgþórsdóttir við bæjarstjórakeflinu, en hún er ráðin sem bæjarstýra frá og með 1. október 2018. Einnig tekur nýr forstöðumaður við bókasafni Seyðisfjarðarkaupstaðar, en Nanna Vibe Spejlborg Juelsbo hefur verið ráðin þar frá og með 1. október.
Lesa meira
Önnur sýn á gangnamál

Þekking á gangnamálum sótt í smiðju Færeyinga

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hitti í gær stjórnarmeðlimi og framkvæmdastjóra tveggja gangnafyrirtækja í Færeyjum, Vága- og Norðoyatunnilin. Þau sáu um gerð og rekstur þessara tveggja neðansjávarganga og deildu með okkur reynslu sinni og þekkingu, meðal annars af gjaldtöku.
Lesa meira
Nýir velkomnir!

Fullorðinsblak

Blakæfingar fyrir fullorðna eru í íþróttahúsinu á þriðju- og fimmtudögum frá klukkan 19-20.30. Nýir meðlimir innilega velkomnir. Þjálfari er Igor Stevanovic.
Lesa meira
Dagskrá / Program

Haustroði 2018

Hin árlega uppskeru- og markaðshátíð á Seyðisfirði verður haldin laugardaginn 13. október 2018 og við viljum bjóða ykkur að taka þátt (english version below)
Lesa meira
Viltu læra að elda frá grunni?

Pakistanskur matur

Lærið að elda pakistanskan mat frá grunni! Azfar kennir þátttakendum að elda ekta Pakistanska rétti. Gert verður brauð (Chapati) sem er steikt á pönnu og eftirfarandi réttir eldaðir: kjúklingur í karrýsósu og bauna-/ grænmetisréttur. Tilvalið tækifæri til að kynnast töfrum pakistanskrar matargerðar og kryddheimi og eiga notalega kvöldstund.
Lesa meira
Karítas Gæfa Lefever

Nýr Seyðfirðingur

Vilhjálmur, bæjarstjóri síðast liðin 7 ár, fór í morgun í sína síðustu bæjarstjóraheimsókn til nýfæddra Seyðfirðinga. En sú skemmtilega hefð ríkir á Seyðisfirði að bæjarstjóri sæki nýbakaða foreldra og barn heim og færi þeim gjöf frá kaupstaðnum. Í morgun var Karítas Gæfa Lefever heimsótt.
Lesa meira
19 nemendur frá mismunandi löndum

LungA Skólinn byrjar í dag

Í dag, mánudaginn 24. september, hefst ný önn í LungA Skólanum. Nítján nemendur, meðal annars frá Íslandi, Danmörku og fleiri löndum eru nýkomnir í bæinn og verða því hluti af bæjarmynd kaupstaðarins næstu 12 vikurnar. Þeir hlakka til að hitta íbúa kaupstaðarins og vonandi fá þeir jafn yndislegar móttökur frá bæjarbúum og undanfarin ár.
Lesa meira
Alla föstudaga klukkan 16

Opið samspil

Opið samspil alla föstudaga í listadeild Seyðisfjarðarskóla. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Í samspilstímum gefst öllum bæjarbúum tækifæri til að spila tónlist með öðrum. Þetta er góð leið fyrir vana tónlistarmenn að halda sér í góðu formi og fyrir þá sem minni reynslu hafa að uppgötva eitthvað nýtt og finna sína sterku hlið á tónlistarsviðinu. Samspilið fer fram í tónlistarstofunni í rauða skóla alla föstudaga klukkan 16.
Lesa meira
Alls konar landslag og Printing matter

Frá Skaftfelli

Fjölskylduleiðsögn um Alls konar landslag í Skaftfelli Í september verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn á laugardögum klukkan 15:00 þar sem rýnt verður í verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Scheving (1904-1972) í sýningunni Alls konar landslag. Leiðsögnin fer fram á íslensku og er hluti af BRAS. Printing Matter sýning í Tækniminjasafninu Laugardaginn 22. september verður til sýnis afrakstur úr Printing Matter sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Sýningin fer fram í Tækniminjasafninu milli klukkan 16:00-18:00. Allir velkomnir og í boði verður aðstaða fyrir börn að spreyta sig á einfaldri prentun.
Lesa meira
Áfram Huginn!!!!

Heimaleikur í dag

Þá er komið að síðasta heimaleik sumarsins. Huginn tekur á móti Völsungi á Fellavelli miðvikudaginn 19. september kl.16:30. Þar sem þetta er síðasti heimaleikurinn er mikilvægt að stuðninsmenn fjölmenni á völlinn og styðji Huginsmenn til sigurs. Síðasti leikur liðanna fór 2-1 fyrir Hugin en sá leikur var dæmdur ógildur. Þess vegna þarf að endurtaka leikinn og við fögnum því að sjálfsögðu. Allir á Fellavöll á miðvikudaginn! Áfram Huginn!
Lesa meira