Fréttir

Ekki kosið 18. apríl 2020

Kosningar afturkallaðar

Ríkislögreglustjóri og sóttvarnalæknir hafa mælst til þess, í ljósi samkomubanns og óvissuástands vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar, að fallið verði frá kosningum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi sem halda átti 18. apríl næst komandi. Nýr kjördagur hefur enn ekki verið ákveðinn.
Lesa meira
Munur á covid19 og inflúensu

Einkenni COVID19

Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.
Lesa meira
M J Ö G - Á R Í Ð A N D I

Tilkynning vegna samkomubanns

Kæru íbúar Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hafa lagt sig fram við það undanfarna daga að undirbúa viðbrögð við samkomubanni sem nú hefur tekið gildi. Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar. Fólk er eindregið hvatt til að nota síma eða tölvupóst eins mikið og hægt er, í stað þess að koma á bæjarskrifstofu, í áhaldahús eða á hafnarskrifstofuna.
Lesa meira
FRESTAST

Sundleikfimi FRESTAST

Sundleikfimi hefst á ný þriðjudaginn 17. mars og stendur út apríl. Tímar verða þriðjudaga frá klukkan 19.20 til 20.20 og föstudaga frá klukkan 15 til 16. Leikfimin er í boði fyrir eldri borgara og öryrkja. Skráning fer fram hjá kennara en greiðsluseðlar verða sendir frá kaupstaðnum. Kennari er Unnur Óskarsdóttir.
Lesa meira
Litla gula hænan í 1. sæti

Viskubrunnur, úrslit

Eftir mjög skemmtileg undanúrslit og úrslit varð niðurstaða Viskubrunns 2020 eftirfarandi: 1. sæti - Litla gula hænan 2. sæti - Rollurnar 3. sæti - Lions 8. og 9. bekkur Seyðisfjarðarskóla þakkar öllum sem styrktu þau bæði með því að taka þátt í keppninni og með þvi að koma á viðburðina og kaupa af þeim veitingar. Ykkar stuðningur er ómetanlegur.
Lesa meira
Umsóknir um niðurfellingu / afslátt

Fasteignaskattur

Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja um niðurfellingu / afslátt á fasteignaskatti. Reglur um slíkt má sjá hér og umsóknareyðublað er hér.
Lesa meira
Á R Í Ð A N D I skilaboð

Fréttatilkynning frá bæjarstjóra

Að gefnu tilefni upplýsist það að síðustu dagar hafa verið annasamir hjá stjórnsýslunni vegna COVID-19. Sérstaklega vegna fundarhalda og upplýsingastreymis alls konar sem og við að virkja viðbragðsáætlanir og að efla sóttvarnir hverskonar. Viðbragðsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað hefur verið gefin út og dreift á alla forstöðumenn stofnana bæjarins.
Lesa meira
Áríðandi skilaboð

Seyðisfjarðarskóli - ÁRÍÐANDI

Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í Seyðisfjarðarskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn í grunnskóladeild, leikskóladeild og listadeild geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkun um skólahald næstu 4 vikurnar nær til. Nemendum er því gert að vera heima á mánudaginn.
Lesa meira
Þungur snjór, tekur tíma að ryðja

Snjómokstur

Bæjarbúar eru beðnir að sýna snjókomstri innanbæjar biðlund og skilning. Snjórinn er mjög þungur og erfiður viðureignar. Í gærmorgun bilaði stærsta moksturstækið og tafði því fyrir mokstri, en komið í lag núna. Forgangsröðun á mokstri fer eftir snjómoksturskorti.
Lesa meira
Kynningarfundur með félagsmálastjóra klukkan 17.

Fellur niður!

Fundur sem átti að vera í dag klukkan 17 með félagsmálastjóra, fellur niður vegna ófærðar. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Lesa meira