Fréttir

18. apríl 2020

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Kosið verður til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 18. apríl næstkomandi. Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, auk átta fulltrúa og átta til vara með beinni kosningu í fjórar heimastjórnir sveitarfélagsins. Heimastjórn Borgarfjarðar Heimastjórn Djúpavogs Heimastjórn Fljótsdalshéraðs Heimastjórn Seyðisfjarðar Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna 18. apríl 2020 rennur út á hádegi laugardaginn 28. mars nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist þann 22. febrúar nk. hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Mikilvægt að brúa kynslóðabil

Frábær verkefni í Seyðisfjarðarskóla

Sem dæmi má nefna að nemendur í grunnskóladeild geta sótt um að fara í starfsfræðslu á leikskóladeild. Nemendur í grunnskóladeild fara reglulega og lesa eða leika með nemendum á leikskóladeild. Nemendur í grunnskóladeild fá að taka viðtöl við þá sem eldri eru um ýmiss málefni tengd náminu þeirra. Nemendur á öllum deildum fara í heimsóknir á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð og leika, lesa eða syngja með vistmönnum, um það bil í hverjum mánuði sem skólinn starfar.
Lesa meira
Atkvæðagreiðsla 18. apríl 2020

17 tillögur að nöfnum

Fordæmi er fyrir því að kenna sveitarfélög við höfuðáttirnar, sbr. Vesturbyggð, Austur-Hérað sem síðar hefur sameinast Fljótsdalshéraði og Austurbyggð sem hefur síðar sameinast í Fjarðabyggð. Heitið Austurbyggð var notað um sveitarfélag á Austfjörðum. Það varð til 1. október 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps, en þann 9. júní 2006 sameinaðist það Fáskrúðsfjarðarhreppi, Mjóafjarðarhreppi og Fjarðabyggð undir merkjum Fjarðabyggðar. Heitið er því ekki lengur í notkun.
Lesa meira
Upphaf af mottumars

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins

Karlahlaupið er 5 km hlaup sem hentar öllum, afreksmönnum, skokkurum, göngufólki, hægum og hröðum, ungum og öldnum. Hægt er að fara bæði hratt og hægt yfir og jafnvel stytta sér leið.
Lesa meira
Klukkan 19.30

Viskubrunnur hefst í dag

Fyrsti keppnisdagur Viskubrunns er í dag, mánudaginn 17. febrúar. Keppnin hefst klukkan 19.30 í bíósalnum í Herðubreið. Kaffi, djús og vöfflur til sölu! (Ath. enginn posi)
Lesa meira
Appelsínugul viðvörun um allt land

Óvissustig almannavarna

„Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.
Lesa meira
A F L Ý S T

Afhendingu á Eyrarrósinni aflýst

Afhendingu á Eyrarrósinni, sem vera átti klukkan 16 í dag fimmtudag, hefur því miður verið aflýst vegna veðurs. Eyrarrósin verður afhent á Bessastöðum seinna í þessum mánuði. Opnunarhátíð List í ljósi verður í dag klukkan 17.
Lesa meira
Ágóðinn fer í kaup á rafdrifnu fjórhjóli

Sólarkaffi Lions

Kaffið verður selt í Herðubreið sunnudaginn 16. febrúar frá kl 13:00 og fram eftir degi. Þar verður jafnframt boðið upp á að smakka uppáhellt kaffi. Er það von okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Einnig bjóðum við upp á kaffibaunir í 1 kg pökkum á 4.000 kr. Ágóði af kaffisölunni í Herðubreið rennur til kaupa á rafdrifnu fjórhjóli fyrir Arnar Klemensson.
Lesa meira
Ert þú í liði??

Viskubrunnur 2020

Mánudaginn 17. febrúar hefst spurningakeppnin Viskubrunnur á ný. Fyrirtæki, stofnanir, félög, fjölskyldur, vinahóapar, saumaklúbbar og aðrir sem áhuga hafa! Tilvalið er að taka þátt og skemmta þar með sjálfum sér og öðrum um leið og þið styðjið þroskandi málefni, þ.e. skólaferðalag, elstu bekkja Seyðisfjarðarskóla.
Lesa meira
Samstarfsverkefni við HSAM

Hreyfispjöld til heilsueflingar

Þriðjudaginn 11. febrúar afhenti Jónína Brá, íþróttafulltrúi kaupstaðarins, starfsmanni íþróttamiðstöðvar, Daða Sigfússyni, tvo "Hreyfispjaldastokka til heilsueflingar". Í kjölfarið var eldri borgurum og öryrkjum boðið að taka þátt í æfingum úr stokknum í íþróttasalnum. Hreyfispjaldastokkarnir innihalda 49 spjöld með mismunandi æfingum sem auka styrk, liðleika og jafnvægi. Höfundar spjaldanna eru íþrótta- og heilsufræðingar.
Lesa meira