Fréttir

Átak! Enn í gangi.

Söfnun og förgun bifreiða

Átak í söfnun og förgun bifreiða í Seyðisfjarðarkaupstað Það sem þú þarft að gera er þetta : 1. Hafa bifreiðina þar sem vörubíll kemst að henni (aðallega að það sé fært). 2. Hringja á skrifstofu sveitarfélagsins 4-700-700 eða senda e-mail á netfangið eva@sfk.is og tilkynna um bifreiðina. 3. Kvitta rafrænt eða á blað fyrir förgun þegar bifreiðin er fjarlægð, til að tryggja að 20.000 krónur séu lagðar inn á reikning bifreiðaeigandans. 4. Brosa út að eyrum.
Lesa meira
Göngum vel um og sýnum tillitssemi!

Hundasamfélag - hundagerði

Starfsmenn hafnarinnar hafa nú reist hundagerði í ferjugarðinum. Hundar eru formlega velkomnir frá og með í dag, fimmtudaginn 8. október. Fyrirhugað er að útbúa umgengnisreglur fyrir svæðið, en hundaeigendur eru vinsamlegast beðnir að ganga vel um, þrífa upp eftir hundana sína og sýna almennt góð samskipti á svæðinu. Ekki er í boði að vera með lausa hunda, sem taldir eru hættulegir öðrum hundum eða fólki.
Lesa meira
7. október 2020

Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar

Fundargerð fyrsta fundar sveitarstjórnar 1. fundur Sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, 7. október 2020 og hófst hann kl. 14:00. Fundinn sátu: Gauti Jóhannesson aðalmaður, Hildur Þórisdóttir aðalmaður, Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður, Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður, Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður, Jódís Skúladóttir aðalmaður, Þröstur Jónsson aðalmaður, Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður, Vilhjálmur Jónsson aðalmaður, Eyþór Stefánsson aðalmaður, Jakob Sigurðsson aðalmaður, Stefán Snædal Bragason bæjarritari og Björn Ingimarsson sveitarstjóri. Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason, bæjarritari.
Lesa meira
Opið í dag frá klukkan 15-18.

Bókasafni lokað

Kæru viðskiptavinir, sem mótvægisaðgerð við COVID-19 var tekin ákvörðun um að loka bókasafninu frá 7. október og næstu tvær vikur. Sektir verða ekki rukkaðar meðan þessi ákvörðun er í gildi. * Bókasafnið verður opið í dag klukkan 15-18 *
Lesa meira
7. október klukkan 14

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar

Fyrsti fundur sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Hótel Héraði á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. október 2020 kl. 14.00.
Lesa meira
4 700 700

Sameiginlegt símanúmer og heimasíða

Símanúmer skrifstofu sameinaðs sveitarfélags er 4 700 700 og er síminn opinn milli kl. 8.00 og 15.45. Fyrirhugað er að heimasíða sameinaðs sveitarfélags verði tekin í notkun þegar nafn sveitarfélagsins hefur verið staðfest. Um bráðabirgða síðu er að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að loka gömlu heimasíðum Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hins vegar liggur ekki fyrir með hvað hætti þær verða notaðar til framtíðar.
Lesa meira
Umsóknir fyrir árið 2021

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Uppbyggingarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2021. Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar–, atvinnu– og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn– og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021. Djúpivogur 5. október - kl. 13:00–15:00 í Djúpinu (Sambúð) Reyðarfjörður 6. október - kl. 16:00–18:00 í Austurbrú Seyðisfjörður* 7. október - kl. 13:00–15:00 í Silfurhöllinni Vopnafjörður 8. október - kl. 13:30–15:30 í Kaupvangi Egilsstaðir 13. október - kl. 15:00–17:00 á Vonarlandi *Ath. vinnustofan á Seyðisfirði fer fram á ensku.
Lesa meira
Lokað í líkamsræktina

Frá Íþróttamiðstöðinni

Því miður verður líkamsræktin lokuð frá og með miðnætti í kvöld eftir hertar aðgerðir stjórnvalda í baráttuni gegn Covid-19. Öll líkamræktarkort verða lengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira
Eldri borgarar athugið!

Hreyfispjöld - kynning

Mánudaginn 5. október næst komandi klukkan 13.40 er eldri borgurum boðið að mæta í íþróttarsal og fá kynningu / kennslu á notkun hreyfispjaldanna sem komu í gjöf frá kaupstaðnum síðast liðið haust.
Lesa meira
Endurreist kvikmyndahús Seyðisfjarðar

Herðubíó

Bíósýningar hafa verið í Herðubíó síðast liðnar þrjár vikur, þar sem sýndar eru 2-3 myndir í hverri viku þar á meðal ein barnamynd. Austfirðingar munu því vonandi finna eitthvað við sitt hæfi í vetur og njóta þess að geta sótt alvöru bíó innan fjórðungsins og keypt sér alvöru bíópopp.
Lesa meira