Fréttir

Ráðstefna LungA skólans, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ

Hvernig á að búa til skóla úr engu?

Verið velkomin á ráðstefnu LungA skólans, Lýðháskólans á Flateyri og UMFÍ um lýðháskóla á Íslandi sem haldin verður í Norræna húsinu mánudaginn 23. apríl kl. 9-11.30. - 5 ára reynsla af stofnun og rekstri lýðháskóla á Íslandi og vegurinn framundan - Á ráðstefnunni mun Lisbeth Trinskjær, formaður Dönsku samtakanna um lýðháskóla (Folkehøjskolernes Forening i Danmark), fjalla um þá reynslu sem hlotist hefur af rekstri lýðháskóla á Norðurlöndunum. Rýnt verður í niðurstöður rannsókna sem sýna veruleg áhrif lýðháskóla til minnkunar brottfalls og aukningar í framhaldsmenntun meðal brottfallsnemenda á Norðurlöndumum.
Lesa meira
Nýtt og spennandi í Orkuskálanum!

Hvað er í matinn?

Margir bæjarbúar hafa velt fyrir sér hvort eitthvað nýtt og spennandi muni birtast í bænum nú þegar Pakistani, Muhammed Azfar, hefur tekið við rekstri Orkuskálans. Og viti menn! Annað kvöld, föstudaginn 6. apríl, verður boðið upp á pakistanskan mat frá klukkan 18-19.30.
Lesa meira
Kjörbúðin vel klædd

Fínir föstudagar

Það hefur vakið athygli hve vel til fara starfsfólk Kjörbúðarinnar á Seyðisfirði hefur verið síðast liðna föstudaga. Karlmennirnir hafa verið spariklæddir, í skyrtu og með bindi, og síðast liðinn föstudag var ein starfsstúlkan einnig komin í sparifötin.
Lesa meira
Ungmennaráðstefna

Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram 21.-23. mars sl. á hótel Borealis Efri-Brú í Grímsnes og Grafningshreppi. Yfirskrift ráðstefnunnar 2018 var Okkar skoðun skiptir máli! Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og var fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar hinn 14 ára gamli Gunnar Einarsson. Hann var ásamt 60 öðrum ungmennum á ráðstefnunni sem ræddu um stöðu sína í samfélaginu og til sérstakrar umræðu var frumvarp um lækkun kosningaaldurs til sveitastjórna.
Lesa meira
Félags- og menningarheimilið Herðubreið og Búðarárfoss

Efnilegar styrkfjárhæðir á Seyðisfjörð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynntu þann 22. mars síðast liðinn um úthlutun á 772 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða fyrir árið 2018. Alls fengu 15 austfirsk verkefni 217 milljónir og var Seyðisfjörður ekki undanskilinn.
Lesa meira
Opnunartími á bistró

Skaftfell um páskana

Opnunartími í Skaftfell bistró um páskana er eftirfarandi : Skírdagur: frá 12:00 Föstudagurinn langi : frá 12:00 Laugardagur : frá 12:00 Páskadagur: frá 12:00 Annar í páskum : frá 15:00 Eldhúsið er opið til 21:00, það er opið lengur í drykki ef stemming er. Allir velkomnir á Skaftfell.
Lesa meira
Könnun

Fjarnámsþörf á Austurlandi

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hefur falið Austurbrú að kanna fjarnámsþörf á Austurlandi en framboð greina í fjarnámi frá háskólunum hefur verið svipað í mörg ár. Í þessum tilgangi höfum við búið til stutta könnun til að meta þarfir og áhuga á fjarnámi.
Lesa meira
Opnunartími um páskana

Sundhöll

Opnunartími Sundhallar yfir páskana verður eftirfarandi: fimmtu- og föstudagur lokað, laugardagur opið frá klukkan 13-16, sunnudagur lokað og mánudagur opið frá klukkan 13-16 og upphituð laug. Verið velkomin í sund.
Lesa meira
Miðvikudagur 28. mars

Páskablómasala

Það eru alveg að koma páskar! Blakkrakkar Hugins munu ganga í hús miðvikudaginn 28. mars og selja páskatúlípana. Þau verða á ferðinni eftir klukkan 17:00 og verða því miður ekki með posa. Þau er í raun að erfa blómasöluna af Lions klúbbnum sem mun ekki ganga í hús í ár.
Lesa meira
Nemendur í 5.-7. bekk söfnuðu næstum 100þúsund krónum

ABC barnahjálp

Nemendur í 5.-7. bekk Seyðisfjarðarskóla tóku þátt í söfnunarátakinu Börn hjálpa börnum á vegum ABC barnahjálp. Gengið var í hús í bænum nú fyrir páska með söfnunarbauka og var krökkunum vel tekið. Alls söfnuðust krónur 93.071,- og þökkum við bæjarbúum kærlega fyrir góðar viðtökur.
Lesa meira