Fréttir

Hvað á nýja sveitarfélagið að heita?

Sex nöfn í boði

Íbúar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs geta valið á milli sex tillagna um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnakosningunum þann 18. apríl.
Lesa meira
Foreldrar og forráðamenn

Ísinn hættulegur!

Að gefnu tilefni eru foreldrar og forráðamenn beðnir að vara börn sín við því að leika sér á ísnum á ánni / í lóninu. Ísinn er alls ekki traustur og aðstæður hættulegar með tilliti til þess að vera að leika sér þar. Forvarnarkveðjur.
Lesa meira
Vegna Covid-19

HSA hefur lokað fyrir heimsóknir

Með vísan í að lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19, þá ákvað framkvæmdastjórn HSA fyrr í dag að loka fyrir heimsóknir á hjúkrundardeildir HSA og á Umdæmissjúkrahús Austurlands.
Lesa meira
6. mars

Málþing: Vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi

Austurbrú og Hafið öndvegissetur standa fyrir málþingi um orkuskipti á Austurlandi. Málþingið er öllum og fer fram á Reyðarfirði föstudaginn 6. mars kl. 10:00.
Lesa meira
Til upplýsinga

Fréttatilkynning frá lögreglu og Stjórnarráði vegna COVID-19

Alls hafa 26 Íslendingar greinst með COVID-19 veiruna. Allir voru þeir á skíðum á Norður-Ítalíu og í Austurríki. Sá fyrsti greindist viku eftir að hann kom heim til Íslands.
Lesa meira
Moka frá tunnum!

Vegna ruslahreinsunar

Seyðfirðingar eru hvattir til þess að hreinsa snjó frá ruslatunnum, losa þær frá jörðu hafi þær frosið fastar og moka snjó af lokum.
Lesa meira
Til upplýsinga

Frá lögreglu

“Til að tryggja upplýsingaflæði til farþega í Norrænu og á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum munu, af hálfu Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, leiðbeiningar sendar þeim með SMS skilaboðum þegar þeir koma til landsins. Þar er meðal annars leiðbeint um viðbrögð leiki grunur á smiti. Íbúar á Seyðisfirði og Egilsstöðum kunna að fá þessi skilaboð einnig. Er beðist velvirðingar á því en áréttað hér að tilgangurinn er fyrst og fremst að ná til farþega sem eru að koma erlendis frá.”
Lesa meira
7. mars

Skyndihjálparnámskeið

Skyndihjálparnámskeið verður haldið í Sæbóli 7. mars næst komandi. Frá klukkan 9-16:30. Skráning á sunna.gudjons@gmail.com eða í síma 777-0986
Lesa meira
Frá sóttvarnarlækni

Fréttatilkynning

Sóttvarnarlæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu og Írans, auk Kína og fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Þá er hvatt til sérstakrar varúðar þegar ferðast er til annarra svæða á Ítalíu, Tenerife á Spáni, Japans, Singapúr og Hong Kong.
Lesa meira
Heilsueflandi samfélag 2. mars

Símalaus sunnudagur

Minnt er á átak Heilsueflandi samfélags varðandi símalausan samverudag sunnudaginn 2. mars næst komandi. Foreldrar eru hvattir til að vera meðvitaðir og taka þátt með börnum sínum, leggja símunum / snjalltækjunum í nokkra tíma yfir daginn og eiga notalegar samverustundir með fjölskyldu eða vinum í staðinn.
Lesa meira