Fréttir

Mjög vel heppnað haustþing

Frá leikskóladeild

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla tók á móti 200 gestum á Haustþing leikskóla á Austurlandi sem haldið var á Seyðisfirði, föstudaginn 14. september síðast liðinn. Gestir komu allt frá leikskólanum á Hornafirði til leikskólans á Vopnafirði og alls voru 10 leikskólar þátttakendur í þinginu.
Lesa meira
14. september

Haustþing leikskólakennara

Gaman er að segja frá því að haustþing leikskólakennara á Austurlandi verður haldið hér á Seyðisfirði á morgun, föstudaginn 14. september. Margt verður um manninn en 200 leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á Austurlandi hafa skráð sig. Starfsfólk leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla tekur vel á móti gestum sínum og er dagskráin mjög flott, en meðal annars verður boðið upp á erindi um geðtengsl, snemmtæka íhlutun í málörvun og kynningu á heilsueflandi handbók. Einnig verður gestum boðið í lunch beat og hádegisverð á Hótel Öldu.
Lesa meira
Íbúar athugið! Botnahlíð, Múlavegur, Túngata og Suðurgata

Uppfært - rafmagnslaust

Rafmagnslaust verður í allri Botnahlíð, Múlavegi 10, 12 og 16 - 59, Túngötu 1-8 og Suðurgatu 1 og 8. Fimmtudaginn 13.09.2018 frá klukkan 21 til kl 7 vegna vinnu við endurnýjun í háspennukerfi RARIK. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Sundhöll Seyðisfjarðar

70 ára afmæli

Þann 8. júlí síðastliðinn fagnaði Sundhöll Seyðisfjarðar 70 ára afmæli sínu. Að því tilefni er Seyðfirðingum og öðrum gestum boðið til afmælisveislu laugardaginn 15. september næstkomandi, frá klukkan 13:00-16:00.
Lesa meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

10. september

Minningastund verður í Egilsstaðakirkju í kvöld, mánudaginn 10. september, klukkan 20. Carola Björk Guðmundsdóttir, aðstandandi deilir reynslu sinni, Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Kaffi og spjall eftir stundina. Kynning á starfi fyrir aðstandendur sem fer af stað í lok september. Allir velkomnir.
Lesa meira
Laugardagur 8. september klukkan 14.

BRAS - setning í Herðubreið

Velkomin í Herðubreið á setningarhátíð BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, laugardaginn 8. sept kl. 13:00 - 15:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði með ungum Seyðfirðingum og léttar veitingar.
Lesa meira
Styrkir og fjárveitingar

Umsóknir til Seyðisfjarðarkaupstaðar

Vakin er athygli á að samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað um framlög eða styrkveitingar þurfa aðilar, svo sem félög eða félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár, að skila inn skriflegri umsókn á bæjarskrifstofu þar að lútandi.
Lesa meira

Haustroði og Dagar myrkurs 2018

Ákveðið hefur verið að Haustroði verði laugardaginn 13. október. Einnig er komin dagsetning fyrir Daga myrkurs, en þeir verða frá 30. október til 4. nóvember. Nánari upplýsinga og dagskrá viðburða má vænta þegar nær dregur.
Lesa meira
Heppnir skólakrakkar!

5. - 7. bekkur hitta forsætisráðherra

Það vildi svo skemmtilega til að forsætisráðherrann okkar, hún Katrín Jakobsdóttir, hitti nemendur í fimmta til sjöunda bekk þegar þeir voru á leið í útitíma í gær. Hún átti virkilega gott spjall við Meistarana (eins og hópurinn hefur ákveðið að kalla sig í vetur)
Lesa meira
Hefjast mánudaginn 3. september

Opnir teiknitímar

Opnir teiknitímar alla mánudaga í listadeild Seyðisfjarðarskóla. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Teiknitímar hefjast mánudaginn 3. september.
Lesa meira