Fréttir

Vignir Freyr

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstýra fór í sína fyrstu barnaheimsókn til nýs Seyðfirðings í dag. Hún heimsótti Vigni Frey Gunnarsson, son þeirra Valdísar Frímann Vignisdóttur og Gunnars Sveins Rúnarssonar. Vignir Freyr fæddist á Landsspítalanum þann 22. mars 2018. Hann var 51 cm og 4312 grömm. Vignir Freyr er fyrsta barn foreldra sinna, afar skapgóður og mikill ljúflingur. Foreldrunum er óskað innilega til hamingju með litla yndið sitt.
Lesa meira
Langahlíð

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 -2030. Aðalskipulagsbreyting – tillaga á vinnslustigi og breyting á deiliskipulagi í Lönguhlíð - tillaga á vinnslustigi – kynning

Umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér sér drög að breytingu á aðalskipulagi ásamt drögum að breytingu á deiliskipulagi í Lönguhlíð á Seyðisfirði skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Breyting á skilmálum fyrir íbúðasvæði og atvinnu- og iðnaðarsvæði. Breytt landnotkun í Lönguhlíð.
Lesa meira
Orange the world

Útrýmum ofbeldi gegn konum

Í gær klukkan 15 gekk fagur appelsínugulur hópur frá Seyðisfjarðarkirkju undir slagorðinu "Hvernig getur þú litað heiminn appelsínugulan?" 25. nóvember ár hvert er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum.
Lesa meira
Sunnudagur 25. nóvember klukkan 15

Hvernig ætlar þú að lita heiminn?

Sunnudaginn 25. nóvember er alþjóðlegur dagur sem stendur fyrir útrýmingu ofbeldis gegn konum. Þann dag hefst hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðlegum baráttudegi SÞ gegn ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni.
Lesa meira
Kynning á morgun 24. nóvember

Dansæfingar

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá dansæfingar á vegum Íþróttafélagsins Huginn í vetur. Danskennari verður Alona Perepelytsia. Fyrirhugað er að skipta grunnskóla nemendum í þrjá aldurshópa, þ.e. 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára, við reiknum með að æfingar fyrir þessa aldurshópa verði 60 mínútur í senn, tvisvar í viku.
Lesa meira

2447. bæjarráð 21.11.18

Fundargerð 2447. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðar. Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson varaformaður í stað Elfu Hlínar Pétursdóttur formanns, L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Hildur Þórisdóttir L- lista, Áheyrnafulltrúi Vilhjálmur Jónsson B - lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri.
Lesa meira
Munum endurskinsmerkin!

Skilaboð til bæjarbúa

Forvarnarfulltrúi vill gjarnan minna fullorðna og börn á endurskinsmerkin núna í myrkrinu. Eftir umræður á fundi velferðarnefndar þann 20. nóvember vill nefndin koma eftirfarandi skilaboðum til bæjarbúa: ,,Velferðarnefnd hvetur bæjarbúa, unga sem aldna, að lýsa sig upp í myrkrinu og nota endurskinsmerki enda mikilvægt öryggisatriði”.
Lesa meira
Opið hús 29. nóvember

Deiliskipulag við Hlíðarveg - skipulagslýsing - kynning

Umhverfisnefnd auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér skipulagslýsinguna skv. ákv. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð. Deiliskipulag við Híðarveg. Lýsing skipulagsáforma um deiliskipulag við Hlíðarveg. Skipulagssvæðið er um 3,5 ha að stærð og er staðsett sunnan Dagmálalækjar, vestan við Múlaveg og austan við Garðarsveg. Auk þess eru lóðir við Múlaveg utan Dagmálalækjar innan svæðisins. Með deiliskipulaginu er verið að skapa svæði til frekari uppbyggingar íbúða á Seyðisfirði og auka framboð á lóðum fyrir íbúðarhús.
Lesa meira
Fréttabréf

Félagsheimilið Herðubreið

KÆRU SEYÐFIRÐINGAR Á meðan snjórinn skríður niður fjöllin og niðrí bæ erum við að undirbúa okkur fyrir komandi vetur. Okkur langar að segja ykkur frá því hvað við höfum verið að gera í húsinu frá því að við töluðum við ykkur síðast!
Lesa meira
Viltu koma og lesa?

Dagar myrkurs á bókasafninu

Í tilefni af Dögum myrkus voru börn og unglingar sérstaklega velkomin á bókasafnið frá þriðjudegi til fimmtudags eftir skóla að lesa. Fyrir hverja lesna bók á bókasafninu fengu þau litla gjöf. Gaman er að segja frá því að sófarnir voru fullir af börnum alla dagana.
Lesa meira