Fréttir

Meðferð skotvopna við Seyðisfjarðarhöfn

Í kjölfar nýlegrar umræðu um seladráp á Vestdalseyri þá er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Öll meðferð skotvopna er óleyfileg á innra hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar nema með fengnu leyfi hafnaryfirvalda. Þar sem innri höfnin nær út fyrir Vestdalseyri þá eru veiðar ekki leyfðar þar. Til glöggvunar þá er segir í hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn „Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við innri höfnina eða á henni án sérstaks leyfis. Sömuleiðis er bannað að skjóta flugeldum á hafnarsvæðinu án leyfis.“
Lesa meira
79% þeirra sem kusu vilja sameiningu

Skuggakosningar - unga fólkið

Nýlega stóð ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir skuggakosningum í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í efstu bekkjum grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Seyðisfjarðarkaupstað. Á Djúpavogi var kosið í 1. - 10. bekk.
Lesa meira
Endurskoðuð samgönguáætlun

Fjarðarheiðagöngum flýtt

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, kynnti í Norræna húsinu í Reykjavík í morgun drög að endurskoðaðri samgönguáætlun. Þar sagði hann að Fjarðarheiðargöngum, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, verði flýtt og framkvæmdir við þau hefjast árið 2022 - á fyrsta tímabili endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Áður höfðu göng til Seyðisfjarðar verið á þriðja tímabili samgönguáætlunar.
Lesa meira
Tilkynning!

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað á föstudaginn, 18 október, af óviðráðanlegum orsökum. Opið eins og venjulega í næstu viku. Bókaverðir.
Lesa meira
26. OKTÓBER 2019

Kjörskrá vegna sameiningarkosninga

Kjörskrá, vegna sameiningarkosninga þann 26. október næst komandi liggur frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma. Kjörskráin mun liggja frammi til klukkan 12:30 föstudaginn 25. október 2019.
Lesa meira
Hefst í dag 11. október

Til bæjarbúa - mötuneyti í Herðubreið

Af óviðráðanlegum ástæðum mun Seyðisfjarðarskóli þurfa að breyta fyrirkomulagi varðandi hádegismat. Skólinn, félagsheimilið Herðubreið, Hótel Aldan og LungA Skólinn ætla að vinna saman að því að bjóða nemendum og íbúum upp á hádegismat í Herðubreið frá og með í dag, 11. október og fram að áramótum.
Lesa meira
14.-20. október

Bíllaus vika

Tíminn flýgur áfram og það er að koma að annarri bíllausu vikunni á þessu ári, en hún verður frá mánudegi 14. október til og með sunnudagsins 20. október. Eins og áður hefur komið fram er þetta átak í boði stýrihóps heilsueflandi samfélags. Það er að hvetja fólk til að skilja bifreiðarnar meira eftir heima í hlaði og fara ferða sinna frekar gangandi eða hjólandi. Koma púlsinum aðeins á hreyfingu, njóta útiverunnar og huga að aukinni heilsuvitund.
Lesa meira
13. október klukkan 18.00

Bleik messa í Bláu kirkjunni

Seyðisfjarðarkaupstaður, heilsueflandi samfélag, og Seyðisfjarðarkirkja hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár. Októbermánuður er, eins og margir vita, á hverju ári tileinkaður baráttu gegn brjóstakrabbameini, bleiku slaufunni og almennt bleikum lit. Af því tilefni hefur síðast liðin ár verið Bleik messa í Bláu kirkjunni, þar sem fengnir hafa verið ræðamenn sem tengjast þessum sjúkdómi á einn eða annan hátt.
Lesa meira
Á morgun, 8. október, klukkan 18

Tillaga um sameiningarmál kynnt íbúum

Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar kynnt íbúum. Á fundinum verður tillaga um sameiningu sveitarfélaganna kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma spurningum, sjónarmiðum og ábendingum á framfæri.
Lesa meira

H A U S T R O Ð I

Á Haustroða verður nóg um að vera og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Komið og verið með í lágstemmdri og notalegri uppskeruhátíð Seyðfirðinga.
Lesa meira