Fréttir

19 nemendur frá mismunandi löndum

LungA Skólinn byrjar í dag

Í dag, mánudaginn 24. september, hefst ný önn í LungA Skólanum. Nítján nemendur, meðal annars frá Íslandi, Danmörku og fleiri löndum eru nýkomnir í bæinn og verða því hluti af bæjarmynd kaupstaðarins næstu 12 vikurnar. Þeir hlakka til að hitta íbúa kaupstaðarins og vonandi fá þeir jafn yndislegar móttökur frá bæjarbúum og undanfarin ár.
Lesa meira
Alla föstudaga klukkan 16

Opið samspil

Opið samspil alla föstudaga í listadeild Seyðisfjarðarskóla. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald. Í samspilstímum gefst öllum bæjarbúum tækifæri til að spila tónlist með öðrum. Þetta er góð leið fyrir vana tónlistarmenn að halda sér í góðu formi og fyrir þá sem minni reynslu hafa að uppgötva eitthvað nýtt og finna sína sterku hlið á tónlistarsviðinu. Samspilið fer fram í tónlistarstofunni í rauða skóla alla föstudaga klukkan 16.
Lesa meira
Alls konar landslag og Printing matter

Frá Skaftfelli

Fjölskylduleiðsögn um Alls konar landslag í Skaftfelli Í september verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn á laugardögum klukkan 15:00 þar sem rýnt verður í verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Scheving (1904-1972) í sýningunni Alls konar landslag. Leiðsögnin fer fram á íslensku og er hluti af BRAS. Printing Matter sýning í Tækniminjasafninu Laugardaginn 22. september verður til sýnis afrakstur úr Printing Matter sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Sýningin fer fram í Tækniminjasafninu milli klukkan 16:00-18:00. Allir velkomnir og í boði verður aðstaða fyrir börn að spreyta sig á einfaldri prentun.
Lesa meira
Áfram Huginn!!!!

Heimaleikur í dag

Þá er komið að síðasta heimaleik sumarsins. Huginn tekur á móti Völsungi á Fellavelli miðvikudaginn 19. september kl.16:30. Þar sem þetta er síðasti heimaleikurinn er mikilvægt að stuðninsmenn fjölmenni á völlinn og styðji Huginsmenn til sigurs. Síðasti leikur liðanna fór 2-1 fyrir Hugin en sá leikur var dæmdur ógildur. Þess vegna þarf að endurtaka leikinn og við fögnum því að sjálfsögðu. Allir á Fellavöll á miðvikudaginn! Áfram Huginn!
Lesa meira
Mjög vel heppnað haustþing

Frá leikskóladeild

Leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla tók á móti 200 gestum á Haustþing leikskóla á Austurlandi sem haldið var á Seyðisfirði, föstudaginn 14. september síðast liðinn. Gestir komu allt frá leikskólanum á Hornafirði til leikskólans á Vopnafirði og alls voru 10 leikskólar þátttakendur í þinginu.
Lesa meira
14. september

Haustþing leikskólakennara

Gaman er að segja frá því að haustþing leikskólakennara á Austurlandi verður haldið hér á Seyðisfirði á morgun, föstudaginn 14. september. Margt verður um manninn en 200 leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á Austurlandi hafa skráð sig. Starfsfólk leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla tekur vel á móti gestum sínum og er dagskráin mjög flott, en meðal annars verður boðið upp á erindi um geðtengsl, snemmtæka íhlutun í málörvun og kynningu á heilsueflandi handbók. Einnig verður gestum boðið í lunch beat og hádegisverð á Hótel Öldu.
Lesa meira
Íbúar athugið! Botnahlíð, Múlavegur, Túngata og Suðurgata

Uppfært - rafmagnslaust

Rafmagnslaust verður í allri Botnahlíð, Múlavegi 10, 12 og 16 - 59, Túngötu 1-8 og Suðurgatu 1 og 8. Fimmtudaginn 13.09.2018 frá klukkan 21 til kl 7 vegna vinnu við endurnýjun í háspennukerfi RARIK. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Sundhöll Seyðisfjarðar

70 ára afmæli

Þann 8. júlí síðastliðinn fagnaði Sundhöll Seyðisfjarðar 70 ára afmæli sínu. Að því tilefni er Seyðfirðingum og öðrum gestum boðið til afmælisveislu laugardaginn 15. september næstkomandi, frá klukkan 13:00-16:00.
Lesa meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

10. september

Minningastund verður í Egilsstaðakirkju í kvöld, mánudaginn 10. september, klukkan 20. Carola Björk Guðmundsdóttir, aðstandandi deilir reynslu sinni, Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Kaffi og spjall eftir stundina. Kynning á starfi fyrir aðstandendur sem fer af stað í lok september. Allir velkomnir.
Lesa meira
Laugardagur 8. september klukkan 14.

BRAS - setning í Herðubreið

Velkomin í Herðubreið á setningarhátíð BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, laugardaginn 8. sept kl. 13:00 - 15:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði með ungum Seyðfirðingum og léttar veitingar.
Lesa meira