Fréttir

Miðvikudaginn 2. október

Forvarnardagurinn 2019

Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna og hefur jákvæð samvera barna og foreldra mikið forvarnargildi. Samvera af þessu tagi ýtir undir sterkari tengsl og jákvæð samskipti og eru ekki síður mikilvæg þegar komið er á unglingsaldur. Þá skiptir máli að foreldrar styðji enn við og taki virkan þátt í skólastarfi, íþróttaiðkun og tómstundanámi barna sinna og þekki vini þeirra.
Lesa meira
Hreyfing er öllu fólki lífsnauðsynleg

Viðtal mánaðarins - september

Borgþór Jóhannsson, eða Boggi eins og flestir Seyðfirðingar kalla hann, er viðmælandi septembermánaðar. Boggi hreyfir sig mikið og var meðal annars sá sem kvittaði daglega í hreyfibækurnar í Hreyfiviku á Seyðisfirði í maí og júní. Það sem fáir vita sennilega er að Boggi er fyrsti „Fjallagarpur Seyðisfjarðar“, en hann gekk á alla tindana sjö á mánaðartímabili sumarið 2007 og að hann smíðar allar stikurnar sem merkja gönguleiðir í fjöllunum hér í firðinum.
Lesa meira
Viðmiðunardagur er 5. október 2019

Kjörskrá fyrir sameiningarkosningar

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningarkosninga er 5. október næst komandi en kosningarnar fara fram þann 26. október 2019. Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrár þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 2. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Minnt er á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust.
Lesa meira
Klukkan 10

Heitavatnslaust

Heitavatnslaust verður í útbænum á Seyðisfirði í dag, fimmtudag frá klukkan 10 og fram í hádegið vegna viðhaldsvinnu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira
Kosið verður 26. október

Sameinuð sveitarfélög?

Nú styttist óðum í kosningar! Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að íbúar fái tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október næstkomandi. Kosning fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði og verður opið frá klukkan 10 til klukkan 22.
Lesa meira
Eldri borgarar / öryrkjar

Sundleikfimi

Sundleikfimi hefst þriðjudaginn 1. október. Tímar verða klukkan 16.15-17.15 á þriðjudögum fram að jólum. Skráning á staðnum. Kennari er Unnur Óskarsdóttir.
Lesa meira
Hefst 30. september

Jóga fyrir herra

Byrjendanámskeið í jóga ætlað körlum hefst mánudaginn 30. september næst komandi. Námskeiðið er ætlað herramönnum á öllum aldri og með allskonar kroppa, stóra, litla, stirða og stælta. Á námskeiðinu verður farið í grunn jógaiðkunar, styrkjandi stöður, teygjur, öndun og slökun. Farið verður rólega af stað og ítarlega í hverja jógastöðu.
Lesa meira
Sameiningarmál

Hægt að kjósa utan kjörstaðar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna hófst 2. september og stendur fram á kjördag 26. október. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Takk allir sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt

Ærslabelgurinn er tilbúinn!

Ærslabelgurinn er tilbúinn! Það verður loksins hægt að hoppa á belgnum frá því klukkan 16 í dag (eða kannski fyrr) og alla helgina. Loftið verður ekki tekið úr belgnum næstu daga, en um miðja næstu viku verður allur frágangur kláraður; þökur verða settar meðfram belgnum, skilti með reglum verður sett upp og tímastillir á notkun sett í gang. Athugið; kallað verður eftir foreldrum í þá vinnu.
Lesa meira
Fimmtudagur 26. september

Haustfundur ferðaþjónustunnar

Haustfundur ferðaþjónustunnar verður haldinn 26. september í fundarsal íþróttamiðstöðvar (uppi) kl. 12:00. Umræðuefni fundarins verður kynning á mögulegri nýrri markaðsáætlun og nýjum vef Visit Seyðisfjörður. Opnar umræður um málefni ferðaþjónustunnar á Seyðisfirði. Haustfundur ferðaþjónustunnar er haldinn á vegum ferða- og menningarnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar og opinn öllum. Boðið verður upp á súpu á fundinum.
Lesa meira