Fréttir

Upphaf af mottumars

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins

Karlahlaupið er 5 km hlaup sem hentar öllum, afreksmönnum, skokkurum, göngufólki, hægum og hröðum, ungum og öldnum. Hægt er að fara bæði hratt og hægt yfir og jafnvel stytta sér leið.
Lesa meira
Klukkan 19.30

Viskubrunnur hefst í dag

Fyrsti keppnisdagur Viskubrunns er í dag, mánudaginn 17. febrúar. Keppnin hefst klukkan 19.30 í bíósalnum í Herðubreið. Kaffi, djús og vöfflur til sölu! (Ath. enginn posi)
Lesa meira
Appelsínugul viðvörun um allt land

Óvissustig almannavarna

„Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið. Ákvörðunin er tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins og í samræmi við veðurspá Veðurstofu Íslands, sem spáir aftakaveðri með appelsínugulum veðurviðvörunum um allt land.
Lesa meira
A F L Ý S T

Afhendingu á Eyrarrósinni aflýst

Afhendingu á Eyrarrósinni, sem vera átti klukkan 16 í dag fimmtudag, hefur því miður verið aflýst vegna veðurs. Eyrarrósin verður afhent á Bessastöðum seinna í þessum mánuði. Opnunarhátíð List í ljósi verður í dag klukkan 17.
Lesa meira
Ágóðinn fer í kaup á rafdrifnu fjórhjóli

Sólarkaffi Lions

Kaffið verður selt í Herðubreið sunnudaginn 16. febrúar frá kl 13:00 og fram eftir degi. Þar verður jafnframt boðið upp á að smakka uppáhellt kaffi. Er það von okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Einnig bjóðum við upp á kaffibaunir í 1 kg pökkum á 4.000 kr. Ágóði af kaffisölunni í Herðubreið rennur til kaupa á rafdrifnu fjórhjóli fyrir Arnar Klemensson.
Lesa meira
Ert þú í liði??

Viskubrunnur 2020

Mánudaginn 17. febrúar hefst spurningakeppnin Viskubrunnur á ný. Fyrirtæki, stofnanir, félög, fjölskyldur, vinahóapar, saumaklúbbar og aðrir sem áhuga hafa! Tilvalið er að taka þátt og skemmta þar með sjálfum sér og öðrum um leið og þið styðjið þroskandi málefni, þ.e. skólaferðalag, elstu bekkja Seyðisfjarðarskóla.
Lesa meira
Samstarfsverkefni við HSAM

Hreyfispjöld til heilsueflingar

Þriðjudaginn 11. febrúar afhenti Jónína Brá, íþróttafulltrúi kaupstaðarins, starfsmanni íþróttamiðstöðvar, Daða Sigfússyni, tvo "Hreyfispjaldastokka til heilsueflingar". Í kjölfarið var eldri borgurum og öryrkjum boðið að taka þátt í æfingum úr stokknum í íþróttasalnum. Hreyfispjaldastokkarnir innihalda 49 spjöld með mismunandi æfingum sem auka styrk, liðleika og jafnvægi. Höfundar spjaldanna eru íþrótta- og heilsufræðingar.
Lesa meira
Opnun fimmtudaginn 13. febrúar

List í ljósi - B R E Y T I N G

ÁRÍÐANDI SKILABOÐ - Veðurguðirnir ætla að reynast okkur erfiðir í ár. Vegna veðurs á Föstudaginn höfum við ákveðið að opna hátíðina fimmtudaginn 13. febrúar svo að sem flestir komist á List í ljósi / Art in Light Festival 2020. Okkur lagar að bjóða öllum að koma á opnun List í Ljósi á Fimmtudaginn klukkan 17:00 í Herðubreið þar sem við opnum Listsýning / Exhibition Opening - 'Gulur Dvergur'. Við krossleggjum fingur fyrir föstudaginn og getum vonandi haldið 3 nætur af List í Ljósi þetta árið. #listiljosi20.
Lesa meira
Nóg um að vera í Stafdalnum

Skíðasvæðið í Stafdal

Skíðasvæðið er opið alla virka daga nema mánudaga frá kl. 17 - 20. Á laugardögum frá kl. 11 - 16 og sunnudögum frá kl. 10 - 16. Á svæðinu er skíðaleiga þar sem hægt er að leigja bæði svigskíði og snjóbretti. Með tímanum verður svo vonandi líka hægt að leigja gönguskíði. Skíðafélagið stendur fyrir fjölbreyttri dagskrá í vetur sem og endranær.
Lesa meira
Tilraunasveitarfélag

SES - samvinna eftir skilnað

Þann 10. febrúar 2020 skrifuðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undir samning þess efnis að Fljótsdalshérað verði tilraunasveitarfélag varðandi innleiðingu á SES - Samvinna eftir skilnað. SES er fengið frá Danmörku og byggir á rannsóknum sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn um það hvernig best verði staðið að stuðning við fjölskyldur í skilnaði, svo fyrirbyggja megi vanlíðan, erfið samskipti og ágreining.
Lesa meira