Fréttir

Frábær árangur!

Tónlistartripp

Listadeild Seyðisfjarðarskóla og LungA héldu saman námskeiðið Tónlistartripp í júlí. Námskeiðið var ætlað 12 til 18 ára listamönnum, en hópurinn náði frábærum árangri og hélt tvenna tónleika og tók upp tvö popplög.
Lesa meira

"Lífið á eyjunni"

"Ekki skemmir svo fyrir að Seyðisfjörður er mjög listatengdur bær, andrúmsloftið á staðnum er einstakt og íbúar hafa tekið okkur opnum örmum og eru til í að aðstoða okkur, en það seldi okkur hugmyndina endanlega. Við bara elskum Seyðisfjörð, það er bara ekki hægt annað.“ segir leikstjórinn.
Lesa meira
Vilt þú vera leiðsögumaður?

Lýðheilsugöngur 2018

Ferðafélags Íslands leggur að öðru sinni upp með verkefnið "Lýðheilsugöngur 2018". Öllum sveitarfélögum á Íslandi er boðið að taka þátt í verkefninu og vonandi getur Seyðisfjarðarkaupstaður tekið þátt. Til þess að geta tekið þátt þarf að manna leiðsögumenn í verkefnið / göngustjórar. Verkefnið gengur sem sagt út á að sveitarfélög útvega leiðsögumenn sem stjórna göngum, hvern miðvikudag í september, og hefjast þær allar klukkan 18.
Lesa meira
Vinnuhópur, nýtt hlutverk

Endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar

Vakin er athygli á nýju erindisbréfi vinnuhóps um endurgerð yfirborðs knattspyrnuvallar við Garðarsveg. Erindisbréfið má sjá hér. Hlutverki vinnuhópsins var aðallega breytt.
Lesa meira
Föstudaginn 17. ágúst

Heilsufarsmælingar

Heilsufarsmælingar verða á heilsugæslustöðinni á Seyðisfirði föstudaginn 17. ágúst næst komandi frá klukkan 9 og frameftir degi. Allir sem ná sér í númer á heilsugæslunni frá klukkan 9-12 fá mælingu. Bara að mæta, allt ókeypis.
Lesa meira

Hýr halarófa 2018

Gleðigangan Hýr halarófa verður á sínum stað á Seyðisfirði í ár. Líkt og ávallt verður gengið á sama tíma og í Reykjavík, laugardaginn 11. ágúst klukkan 14. Lagt verður af stað frá Norðurgötunni.
Lesa meira
Opin fimmtudaga frá klukkan 15-17

Frá flöskumóttökunni

Flöskumóttaka er opin alla fimmtudaga í sumar frá klukkan 15-17. Þann 1. október verður breyting á opnunartíma sem verður auglýst þegar nær dregur. Einnig verður það auglýst ef til lokunar kemur vegna óviðráðanlegra orsaka.
Lesa meira
Dvöl í gestavinnustofum 2019

Skaftfell auglýsir

Skaftfell is inviting applications from artists across the world to participate in its Residency Program 2019. Deadline: August 15, 2018. The center offers self-directed residencies and two thematic residencies: Wanderlust and Printing Matter.
Lesa meira

Frá bókasafninu

Hér með tilkynnist að vegna viðhaldsvinnu í húsnæði bókasafnsins verður lokað þar frá 7. - 20. ágúst 2018. Opnar aftur þriðjudaginn 21. ágúst.
Lesa meira
Aðalheiður bæjarstýra

Ráðin nýr bæjarstjóri

Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að ráða Aðalheiði Borgþórsdóttur sem nýjan bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Aðalheiður hefur m.a. unnið fyrir LungA og sinnt markarðsmálum fyrir Seyðisfjarðarhöfn. Nánar má lesa um ráðninguna í fundargerð bæjarstjórnar. Aðalheiði og Seyðfirðingum er óskað innilega til hamingju.
Lesa meira