Fréttir

Skilafrestur til kl. 13 þann 7. febrúar

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar liggur fyrir að velja nafn á nýja sveitarfélagið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem kallar eftir tillögum að nafni fyrir nýja sveitarfélagið. Nefndin mun velja 5-10 nöfn úr tillögunum og senda Örnefnanefnd til umsagnar.
Lesa meira
Gjaldskylda og klippikort

Betri sorpflokkun

Eigendur fasteigna í Seyðisfjarðarkaupstað eiga von á pósti sem inniheldur annars vegar klippikort og hins vegar upplýsingabækling varðandi gjaldskyldu sorpflokkunar. Í bæklingnum er útskýrt vandlega um hvað málið snýst og eru bæjarbúar hvattir til þess að kynna sér hann vel og vandlega.
Lesa meira
Hefst 5. febrúar

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira
Gatnagerðargjöld felld niður tímabundið

Fréttatilkynning

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 06.06.2019 að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld af tilbúnum lóðum. Skortur á íbúðarhúsnæði í Seyðisfjarðarkaupstað og talsvert framboð af tilbúnum lóðum til byggingaframkvæmda er ástæða þessa tímabundna verkefnis. Það er von bæjarstjórnar að það ýti undir nýbyggingar íbúðahúsnæðis í bænum. Eins og kemur fram í meðfylgjandi reglum eru gatnagerðargjöldin tímabundið felld niður og gildir í 12 mánuði.
Lesa meira
Ath. breytingar!

Fasteignagjöld

Seyðisfjarðarkaupstaður vill gjarnan vekja athygli á breytingum á fasteignagjöldum fyrir árið 2020, sem til koma vegna sameiningar sveitarfélaganna. Breytingarnar eru þær að gjalddagi verður 1. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar og greiðslur munu dreifast á níu mánuði í stað átta.
Lesa meira
Eldri borgarar og öryrkjar

Vatnsleikfimi

Fyrirhugað er að vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja hefjist aftur að lokinni viðgerð á Sundhöll. Ekki er alveg hægt að segja fyrir um tíma, en verður auglýst nánar þegar nær dregur. Tímar eru fyrirhugaðir tvisvar í viku og kennari verður sem áður Unnur Óskarsdóttir.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir / Open for applications

Bláa kirkjan

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020. Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði. We are open for applications for our summer series 2020, 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August
Lesa meira
Jóhann Sveinbjörnsson

Austfirðingur ársins

Gaman er að segja frá því Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði, er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Seyðisfjarðarkaupstaður óskar Jóhanni hjartanlega til hamingju með þessa verðskuldu viðurkenningu.
Lesa meira
Frumsýnt í Herðubreið 7. febrúar 2020

Sviðslistaverkið Skarfur

Sviðslistaverkið Skarfur, sem á að frumsýna í Herðubreið þann 7. febrúar, er afar áhugavert verk. Verkið verður eins og áður segir frumsýnt á Seyðisfirði og verða sýndar tvær sýningar í Herðubreið áður en verkið flyst suður, þar sem það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu. Að neðan má lesa nánar um verkið og fyrirtækið Lið fyrir Lið.
Lesa meira
Lokað vegna þorrablóts

Frá íþróttamiðstöð

Athugið ! Allir tímar falla niður í íþróttahúsi þessa viku vegna þorrablóts næst komandi helgi. Líkamsræktin verður opin, en lokar klukkan 17:00 föstudaginn 24. janúar. Laugardaginn 25. janúar verður húsið lokað.
Lesa meira