Fréttir

6. júní 2020

125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar

Afmælisnefnd fyrir 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar tilkynnir hér með að nú hefur verið ákveðið að haldin verður afmælisveisla með pompi og prakt laugardaginn 6. júní 2020 (Sjómannadagshelgi). Nánari upplýsingar um dagskrá birtist þegar nær dregur sumri.
Lesa meira
Ert þú með hugmynd?

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Áætlað er að samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi muni fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Lesa meira
Hefst 5. janúar

Lífshlaupið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2020 hefst 5. febrúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta.
Lesa meira
Umferðin yfirleitt til fyrirmyndar

Lögreglan og heilsueflandi samfélag

Gaman er að segja frá því að heilsueflandi samfélag og lögreglan á Seyðisfirði voru í samvinnu síðast liðið vor og haust varðandi umferðareftirlit við grunnskólann á Seyðisfirði. Að því loknu gefur lögreglan frá sér eftirfarandi mat á umferðarmenningu bæjarbúa.
Lesa meira
Íslenska fyrir útlendinga

Icelandic courses

Beginner´s course starts january 28th and advanced course starts january 28th. Byrjendanámskeið hefst 28. janúar og framhaldsnámskeið hefst 28. janúar. Kurs dla początkujących zaczyna się 28 styczniu. Kurs dla zaawansowanych zaczyna się 28 styczniu.
Lesa meira
Fyrsti og eini kvenkyns bæjarstjórinn á Seyðisfirði

Áramótaræða bæjarstjóra

Kæru bæjarbúar og gestir, gleðilega hátíð. Það er áhugavert að standa hér, fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar og jafnframt síðasti bæjarstjórinn fyrir kaupstaðinn. Þessi áramót eru merkileg tímamót fyrir margt, fyrst og fremst fyrir það að kaupstaðurinn fer inn í sitt hundrað tuttugasta og fimmta starfsár og jafnframt hið síðasta sem sjálfstæður kaupstaður.
Lesa meira
Meira er ekki alltaf betra!

Viðtal mánaðarins - desember

Það er vel við hæfi að síðasta viðtalið í heilsueflandi viðtalsröðinni sé við Unni Óskarsdóttur, íþróttakennara. Unnur hefur á einn eða annan hátt komið að mörgum, ef ekki flestum, þeim íþróttagreinum sem stundaðar hafa verið á Seyðisfirði undanfarna áratugi.
Lesa meira
ATHUGIÐ NÝR TÍMI !!!

Áramótabrenna

Árleg áramótabrenna verður tendruð á gamlársdag. Staðsetning er sú sama og í fyrra; fyrir innan Langatanga. Tímasetning er ný í ár, en kveikt verður upp í brennunni klukkan 17. Hittumst og kveðjum árið 2019 saman. Athugið að veðurspá er því miður ekki góð - svo fylgist vel með hér á síðunni varðandi mögulegar breytingar.
Lesa meira
Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Um viðtal mánaðarins

Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins. Hugmyndin var að bjóða upp á persónuleg og einlæg viðtöl, eitt í hverjum mánuði, í heilt ár. Öll skyldu viðtölin hafa með ólíkar nálganir að gera á sama viðfangsefninu; hvað er heilsa og hvernig viðhöldum við henni.
Lesa meira
Kæru vinir!

Jólakveðja

Kær jólakveðja og bestu óskir um farsæla og óhappalausa jólahátíð, frá starfsfólki bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira