Fréttir

Tilraun til eins árs

Árskort í líkamsrækt og sund

Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarskóli býður nú starfsfólki sínu árskort í líkamsrækt og sund gegn 5000 króna skuldbindingargjaldi. Hugmyndin með þessari nýbreytni er meðal annars að hvetja starfsfólk til hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls, gera vinnustaðinn að enn betri vinnustað og síðast en ekki síst verður áhugavert að sjá hvort þetta muni draga úr veikindadögum og auka almenna vellíðan starfsfólks.
Lesa meira
Opnunartímar

Flugeldasala

Opið verður sem hér segir í Sæbóli, flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs : Sunnudagur 29. desember frá klukkan 17-22 Mánudagur 30. desember frá klukkan 14-22 Þriðjudagur 31. desember frá klukkan 12-16 Mánudagur 6. janúar frá klukkan 14-18. Fólk er hvatt til að huga vel að öllum öryggisbúnaði við handfjöllun og notkun flugelda.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Opið verður í Íþróttamiðstöðinni yfir hátíðarnar sem hér segir : 23. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. 27. desember frá klukkan 10-14 & 16-20. 28. desember frá klukkan 10-14. 30. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. Lokað verður 24, 25, 26 og 31. desember og á nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 8.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Sundhöll Seyðisfjarðar

Opið verður í Sundhöllinni út árið sem hér segir: Þorláksmessa frá klukkan 13:00 - 16:00, upphituð laug. Opið 27. og 30. desember frá klukkan 7-10 og 16-20. Upphituð laug verður aftur laugardaginn 28. desember frá klukkan 11-14. Lokað verður 24., 25., 26. og 31. desember. Einnig lokað á nýársdag. Sjáumst í sundi.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Bókasafn Seyðisfjarðar

Opið verður á bókasafninu yfir jólahátíðina sem hér segir: Á Þorláksmessu frá klukkan 14:00-17:00. Þann 27. og 30. desember frá klukkan 14-17. Lokað verður á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 15. Jólakveðja, bókaverðir.
Lesa meira
Rafmagnsleysi

Frá Rarik

Allir notendur á Austurlandi eiga að vera komnir með rafmagn og verður vonandi ekki frekara rafmagnsleysi í þessu veðri. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lesa meira
Frestast!

Vinnustofa á Seyðisfirði

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta vinnustofunni sem fara átti fram á Seyðisfirði í dag. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Nú er hægt að sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Vinnustofa vegna umsókna þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verður haldin í Silfurhöllinni fimmtudaginn 12.desember frá kl. 13:00-15:00.
Lesa meira
Er allt klárt?

Óveður framundan

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið í dag og búist er við að óveðrið standi fram á miðvikudag. Gott er að nota tímann áður en veðrið skellur á og ganga vel frá öllum lausum hlutum svo að þeir fjúki nú ekki út í veður og vind. Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum til dæmis á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar
Lesa meira
Stefán Logi Birkisson

Nýr Seyðfirðingur

Bæjarstjórinn heimsótti síðast liðinn föstudag Stefán Loga Birkisson. Stefán Logi fæddist þann 4. maí 2019 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. Hann var 52cm og 4012gr við fæðingu. Stefán Logi er sonur þeirra Ernu Rutar Rúnarsdóttur og Birkis Friðrikssonar og er þeirra annar sonur, en fyrir eiga þau soninn Gunnar Mána, fæddan 2017. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með hinn káta Stefán Loga og óskað gleðilegra jóla og nýs árs.
Lesa meira
Hátíð barnanna

Verum allsgáð og sýnum ábyrgð

"Höldum gleðileg jól og sköpum góðar minningar" eru einkunnarorð fræðsluátaks FRÆ; Fræðslu og forvarna um jólahátíðina og áramótin 2019. Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir. Áfengisneysla foreldra og annarra nákominna getur valdið börnum kvíða og öryggisleysi og komið í veg fyrir að þau njóti tilhlökkunarinnar og eftirvæntingarinnar sem eru svo stór hluti hátíðanna.
Lesa meira