Fréttir

Tilkynna dýraeftirlitsmanni!

Lausaganga hunda

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að lausaganga hunda er stranglega bönnuð í þéttbýli. Ef hundar eru lausir er fólki bent á að hringja í dýraeftirlitsmann í síma 861-7731 og tilkynna um lausagönguna. Síminn er alltaf opinn.
Lesa meira
Í dag í áhaldahúsinu!!

Dýralæknir

Í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, verður hunda- og kattahreinsun í áhaldahúsi Seyðisfjarðar. Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Díana Divilekova dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 14-16 og hundahreinsun frá kl. 16-18.
Lesa meira
Panta fyrir 20. nóvember

Laufabrauð

Hinn árlegi laufabrauðsbakstur hjá Slysavarnafélaginu Rán verður laugardaginn 23. nóvember. Það verður að venju bæði bakað fínt og gróft brauð og hver kaka kostar 220 krónur. Tekið er við pöntunum í síma 848-2225 (Hulda Sveinsdóttir) og 849-4334 (Bryndís Aradóttir).
Lesa meira
Fríkaðir föstudagar

Félagsmiðstöð í íþróttahúsinu

Föstudaginn 8. nóvember byrjar félagsmiðstöð fyrir alla sem eru í 5. -7.bekk. Eldri krakkar í grunnskólanum eru líka velkomnir. Félagsmiðstöðin verður í íþróttahúsinu frá klukkan 17-19.
Lesa meira
Tilkynning frá Seyðisfjarðarskóla

Talþjálfun

Seyðisfjarðarskóli hefur gert þjónustusamning við fyrirtækið Tröppu um þjónustu talmeinafræðings fyrir börn í sveitarfélaginu. Trappa sérhæfir sig í margvíslegri fjarþjónustu og nú geta þeir sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda, greiningu og kennslu, fengið slíka þjónustu í gegn um fjarbúnað hér heima. Sérkennararnir í leik- og grunnskólanum munu aðstoða við skráningu nemenda og tengingu við Tröppu en talþjálfunin mun fara fram í skólanum.
Lesa meira
Börnin banka upp á laugardaginn 2. nóvember

Hrekkjavöku "grikk eða gott"

Í tengslum við Daga myrkurs og hrekkjavöku vill stjórn foreldrafélagsins gjarnan leggja til að börnin gangi í hús ,,Grikk og gott" laugardaginn 2. nóvember í samhengi við hrekkjarvökuböllin sem verða haldin þann dag. Þeir sem hafa áhuga á að taka á móti börnum og eiga gott handa þeim eru beðnir um að merkja húsin sín með ljósluktum eða graskeri eða einhverju sem gefur til kynna að banka megi upp á.
Lesa meira
"Við hvetjum alla sem hugleiða að fara Jakobsveginn að láta verða af því"

Viðtal mánaðarins - október

Vinkonurnar og hjúkrunarfræðingarnir Kristín Sigurðardóttir og Sigrún Ólafsdóttir eru viðmælendur þessa mánaðar. Þær hafa meðal annars báðar greinst með brjóstakrabbamein og sigrast á því, en októbermánuður er einmitt helgaður baráttu gegn því á Íslandi. Einnig hafa þær vinkonur gengið saman hluta af Jakobsveginum, einni þekktustu pílagrímaleið í Evrópu.
Lesa meira
Varðar félagsstarf og aðra þjónustu

Bréf til eldri borgara

Eldri borgarar á Seyðisfirði hafa aðstöðu í Öldutúni. Öldutún er hús í eigu hafnarsjóðs sem kaupstaðurinn lætur eldri borgurum í té, gjaldfrjálst, gegn þrifum. Allir eldri borgarar eru velkomnir þangað. Innan eldri borgara á Seyðisfirði er starfrækt félagið Framtíðin, þar sem Helga Valdimarsdóttir er formaður og Jóhann Sveinbjörnsson er gjaldkeri.
Lesa meira
Opin til og með 8. nóvember

Sóknaráætlun Austurlands í samráðsgátt

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið send inn í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald. Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun til að ná fram þeirri framtíðarsýn.
Lesa meira
Spennandi og drungaleg dagskrá

Dagar myrkurs 2019

Dagar myrkurs á Austurlandi eru frá 30. október til og með sunnudagsins 3. nóvember. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir Seyðisfjörð. Enska útgáfu um Daga mykrus má lesa hér. Dagskrá á öðrum stöðum á Austurlandi má finna inni á vefsíðu Austurbrúar.
Lesa meira